Fyrsta samkynja dansparið til að keppa fyrir Íslands hönd Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2014 15:30 Margrét Sigurðardóttir. vísir/arnþór „Ég heyrði fyrst um keppnina árið 2009 og það hefur verið draumur minn að taka þátt allar götur síðan. Ég elska að dansa fyrst og fremst en mér finnst líka pínulítið fyndið að taka þátt,“ segir Margrét Sigurðardóttir. Hún og frænka hennar, Sigrún Þuríður Runólfsdóttir, eru í viðtali á vefsíðunni Gay Iceland en þær eru fyrsta samkynja dansparið til að keppa fyrir Íslands hönd í fullorðinsflokki í dansi á Evrópuleikunum á næsta ári. Þetta verður einnig í fyrsta sinn sem Íslendingar keppa í dansi á Evrópuleikunum, sem er stærsti íþróttaviðburðurinn í samfélagi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Margrét er fyrrverandi fótboltakona en Sigrún æfði samhæfðan skautadans. Þó þeim finnist þátttaka í Evrópuleikunum fyndin taka þær keppnina afar alvarlega. „Við erum búnar að ráða einn besta dansþjálfara á þessu sviði á Íslandi. Hún heitir Elísabet Sif Haraldsdóttir og býr sem stendur í Kanada. Við ákváðum að fá alvöru þjálfara. Einhvern sem gæti skilað okkur árangri. Við ætlum í úrslit!“ segir Sigrún. „Það er eina leiðin til að gera þetta. Maður setur takmörkin ekki lágt, það leiðir ekki til velgengni,“ bætir frænka hennar við. „Við elskum áskoranir. Við viljum keppa við hæfileikaríkt fólk,“ segir Sigrún og hlær en Margrét bætir við að henni finnist markmið þeirra raunhæf. Þær ætla að keppa í latindönsum á leikunum og dansa Cha cha, Jive, Rúmbu, Samba og Paso doble. Margrét hefur aldrei æft dans þó hún hafi farið á nokkur námskeið, bæði hér heima og í Ástralíu þar sem hún bjó. „Það eru næstum því tuttugu ár síðan ég hætti í samkvæmis- og latindönsum,“ segir Sigrún. „En þú byrjaðir að æfa dans þegar þú varst fjögurra ára!“ bætir frænka hennar við. Hún valdi að dansa með Sigrúnu því hún er atvinnumaður. „Maður þarf að hugsa: Hvernig skara ég fram úr? Og ég hugsaði: Ég þarf að para mig saman við einhvern sem er mjög hæfileikaríkur. Við erum ekki að keppa til að fíflast. Þetta er áskorun. Fyrir mig, að minnsta kosti. Ég hef aldrei keppt í dansi áður.“Hér má lesa viðtalið við frænkurnar í heild sinni. Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
„Ég heyrði fyrst um keppnina árið 2009 og það hefur verið draumur minn að taka þátt allar götur síðan. Ég elska að dansa fyrst og fremst en mér finnst líka pínulítið fyndið að taka þátt,“ segir Margrét Sigurðardóttir. Hún og frænka hennar, Sigrún Þuríður Runólfsdóttir, eru í viðtali á vefsíðunni Gay Iceland en þær eru fyrsta samkynja dansparið til að keppa fyrir Íslands hönd í fullorðinsflokki í dansi á Evrópuleikunum á næsta ári. Þetta verður einnig í fyrsta sinn sem Íslendingar keppa í dansi á Evrópuleikunum, sem er stærsti íþróttaviðburðurinn í samfélagi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Margrét er fyrrverandi fótboltakona en Sigrún æfði samhæfðan skautadans. Þó þeim finnist þátttaka í Evrópuleikunum fyndin taka þær keppnina afar alvarlega. „Við erum búnar að ráða einn besta dansþjálfara á þessu sviði á Íslandi. Hún heitir Elísabet Sif Haraldsdóttir og býr sem stendur í Kanada. Við ákváðum að fá alvöru þjálfara. Einhvern sem gæti skilað okkur árangri. Við ætlum í úrslit!“ segir Sigrún. „Það er eina leiðin til að gera þetta. Maður setur takmörkin ekki lágt, það leiðir ekki til velgengni,“ bætir frænka hennar við. „Við elskum áskoranir. Við viljum keppa við hæfileikaríkt fólk,“ segir Sigrún og hlær en Margrét bætir við að henni finnist markmið þeirra raunhæf. Þær ætla að keppa í latindönsum á leikunum og dansa Cha cha, Jive, Rúmbu, Samba og Paso doble. Margrét hefur aldrei æft dans þó hún hafi farið á nokkur námskeið, bæði hér heima og í Ástralíu þar sem hún bjó. „Það eru næstum því tuttugu ár síðan ég hætti í samkvæmis- og latindönsum,“ segir Sigrún. „En þú byrjaðir að æfa dans þegar þú varst fjögurra ára!“ bætir frænka hennar við. Hún valdi að dansa með Sigrúnu því hún er atvinnumaður. „Maður þarf að hugsa: Hvernig skara ég fram úr? Og ég hugsaði: Ég þarf að para mig saman við einhvern sem er mjög hæfileikaríkur. Við erum ekki að keppa til að fíflast. Þetta er áskorun. Fyrir mig, að minnsta kosti. Ég hef aldrei keppt í dansi áður.“Hér má lesa viðtalið við frænkurnar í heild sinni.
Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira