Falin skólagjöld Háskóla Íslands Sunna Mjöll Sverrisdóttir skrifar 12. október 2014 07:00 Mig langar að lifa í samfélagi sem býður öllum jöfn tækifæri til menntunar. Og þar sem Háskóli Íslands hefur ekki heimild samkvæmt lögum til að innheimta skólagjöld ætti það að vera raunin. Hækkun skrásetningargjalda Háskóla Íslands hefur verið töluvert í deiglunni undanfarin tvö ár. Margir nemendur eru ósáttir við hækkunina en mótmælum þeirra er gjarnan svarað með athugasemdum eins og: “Af hverju ertu að væla?” Þá þykir fólki nemendur ekkert of góðir til að borga 75.000 krónur fyrir heilt ár í háskóla, margir þurfi að borga miklu meira en það. Ég geng í íslenskan ríkisháskóla. Ég bý þess vegna svo vel að þurfa ekki að greiða nein skólagjöld. Íslensk lög hamla Háskóla Íslands að krefjast skólagjalda og gefa þannig öllum tækifæri til menntunar. Það er nauðsynlegt í jafn stéttaskiptu samfélagi og okkar því það væri mikill missir að útiloka stóran hluta þjóðarinnar frá menntun vegna fjárskorts eða veikrar félagslegrar stöðu. Staðan í dag er sú að þó HÍ megi ekki innheimta skólagjöld hefur skólinn heimild til að láta nemendur greiða kostnað við innritun þeirra í skólann. Þau gjöld fara því í þann búnað og mannskap sem þarf til að innrita hvern nemanda. Eins og gefur að skilja er kostnaður við innritun afskaplega teygjanleg skilgreining. Í stuttu máli geta gjöldin við innritun komið að flestu nema kennslunni sjálfri. Árið 2012 voru innritunargjöld í Háskóla Íslands 45.000 krónur. Í ár voru þau 75.000 krónur. Þetta gerir 67% hækkun þessara gjalda á tveimur árum. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig kostnaður við innritun nemenda getur aukist um tæp 70% á aðeins tveimur árum! Enda hefur það sýnt sig að þessi hækkun rennur ekki beint til háskólans. Því nú síðast hækkuðu gjöldin um 15.000 krónur og samkvæmt rektor skólans, Kristínu Ingólfsdóttur, skilar þessi hækkun um 180 milljónum en aðeins 40 milljónir skila sér beint til Háskólans. Restin situr eftir í ríkissjóði. Því virðist vera að við, nemendur Háskólans, séum að borga upp niðurskurð ríkisins til Háskólans. Mér sýnist Háskólinn vera að teygja reglugerðir til að svara því áralanga fjársvelti sem hann hefur búið við. Þess vegna þykir mér forkastanlegt að greiða 75.000 ólánshæfar krónur fyrir hvert skólaár. Því þessi upphæð gerir Háskólanum ekki kleyft að eyða meira fjármagni í gæði kennslu og framúrskarandi menntun nemenda. Þess vegna vælum við. Við sættum okkur ekki við það að fjárframlög ríkissjóðs til Háskóla Íslands lækki á meðan við greiðum meira. Við sættum okkur ekki við að láta ljúga upp í opið geðið á okkur. Þetta eru ekkert nema falin skólagjöld. Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Vits er þörf 11. október 2014 11:30 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Úr faðmi fjalla blárra í kaldan faðm LÍN 10. október 2014 07:00 Ráðherra talar tungum tveim 9. október 2014 07:00 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Sjá meira
Mig langar að lifa í samfélagi sem býður öllum jöfn tækifæri til menntunar. Og þar sem Háskóli Íslands hefur ekki heimild samkvæmt lögum til að innheimta skólagjöld ætti það að vera raunin. Hækkun skrásetningargjalda Háskóla Íslands hefur verið töluvert í deiglunni undanfarin tvö ár. Margir nemendur eru ósáttir við hækkunina en mótmælum þeirra er gjarnan svarað með athugasemdum eins og: “Af hverju ertu að væla?” Þá þykir fólki nemendur ekkert of góðir til að borga 75.000 krónur fyrir heilt ár í háskóla, margir þurfi að borga miklu meira en það. Ég geng í íslenskan ríkisháskóla. Ég bý þess vegna svo vel að þurfa ekki að greiða nein skólagjöld. Íslensk lög hamla Háskóla Íslands að krefjast skólagjalda og gefa þannig öllum tækifæri til menntunar. Það er nauðsynlegt í jafn stéttaskiptu samfélagi og okkar því það væri mikill missir að útiloka stóran hluta þjóðarinnar frá menntun vegna fjárskorts eða veikrar félagslegrar stöðu. Staðan í dag er sú að þó HÍ megi ekki innheimta skólagjöld hefur skólinn heimild til að láta nemendur greiða kostnað við innritun þeirra í skólann. Þau gjöld fara því í þann búnað og mannskap sem þarf til að innrita hvern nemanda. Eins og gefur að skilja er kostnaður við innritun afskaplega teygjanleg skilgreining. Í stuttu máli geta gjöldin við innritun komið að flestu nema kennslunni sjálfri. Árið 2012 voru innritunargjöld í Háskóla Íslands 45.000 krónur. Í ár voru þau 75.000 krónur. Þetta gerir 67% hækkun þessara gjalda á tveimur árum. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig kostnaður við innritun nemenda getur aukist um tæp 70% á aðeins tveimur árum! Enda hefur það sýnt sig að þessi hækkun rennur ekki beint til háskólans. Því nú síðast hækkuðu gjöldin um 15.000 krónur og samkvæmt rektor skólans, Kristínu Ingólfsdóttur, skilar þessi hækkun um 180 milljónum en aðeins 40 milljónir skila sér beint til Háskólans. Restin situr eftir í ríkissjóði. Því virðist vera að við, nemendur Háskólans, séum að borga upp niðurskurð ríkisins til Háskólans. Mér sýnist Háskólinn vera að teygja reglugerðir til að svara því áralanga fjársvelti sem hann hefur búið við. Þess vegna þykir mér forkastanlegt að greiða 75.000 ólánshæfar krónur fyrir hvert skólaár. Því þessi upphæð gerir Háskólanum ekki kleyft að eyða meira fjármagni í gæði kennslu og framúrskarandi menntun nemenda. Þess vegna vælum við. Við sættum okkur ekki við það að fjárframlög ríkissjóðs til Háskóla Íslands lækki á meðan við greiðum meira. Við sættum okkur ekki við að láta ljúga upp í opið geðið á okkur. Þetta eru ekkert nema falin skólagjöld. Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun