Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - HK 34-22 | Eyjamenn völtuðu yfir HK-inga Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 13. október 2014 09:12 Theodór Sigurbjörnsson og Andri Heimir Friðriksson, leikmenn ÍBV, fagna marki. Vísir/Andri Marinó Eyjamenn unnu HK-inga auðveldlega 34-22 í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í kvöld. HK-ingar sáu aldrei til sólar og voru yfirleitt nokkrum skrefum á eftir ÍBV. Eyjamenn eru enn að spila án Sindra Haraldssonar, en hann var aðstoðarþjálfari liðsins í dag. Magnús Stefánsson spilaði í hjarta varnarinnar í staðinn fyrir Sindra og gekk það mjög vel. Í upphafi leiks hreinlega keyrðu heimamenn yfir HK-inga. Sjö af fyrstu átta mörkunum voru Eyjamanna. HK-ingar áttuðu sig síðan á því að þeir þyrftu að gera eitthvað ef ekki ætti að fara illa. Liðin skiptust þá á að skora mörkin og komst ákveðið jafnvægi á leikinn eftir það. Theodór Sigurbjörnsson var eins og vanalega í banastuði en hann skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleiknum. Eyjamenn tóku annað góðan kafla undir lok fyrri hálfleiksins og leiddu með níu mörkum í hálfleik, 17-8. Í fyrri hálfleiknum spiluðu HK-ingar mjög slaka vörn og þurftu oft að hlusta á Lárus Helga Ólafsson í markinu, láta þá heyra það. Lárus varði alls sautján skot í leiknum og mörg hver úr algjörum dauðafærum. Oft þegar lið leiða með miklum mun í fyrri hálleik gefa liðin eftir í þeim síðari, það gerðist alls ekki í þessum leik. Eyjamenn vildu ekki hvíla byrjunarliðsmenn of mikið en leyfðu þó nokkrum varamönnum að spreyta sig. Þorgrímur Smári Ólafsson, fyrrum skytta Valsmanna, byrjaði leikinn illa fyrir HK-inga en sótti í sig veðrið þegar leið á leikinn. Hann skoraði þrjú mörk í röð um miðbik síðari hálfleiksins, þá var komið að kafla Andra Þórs Helgasonar. Andri skoraði sex af seinustu níu mörkum HK-inga en hann fékk ekki að byrja leikinn. Varnir liðanna voru gjörsamlega ekki til staðar í síðari hálfleik og sigldu Eyjamenn því þægilegum sigri í höfn en lokatölur eins og áður segir 34-22.Gunnar Magnússon: Viljum bæta okkur á milli leikja „Við mættum klárir í leikinn, við vorum klárir og gáfum tóninn strax í vörninni. Vörnin var fín og markvarslan mjög góð, sóknarlega tóku allir ábyrgð og mörkin dreifðust vel á alla,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir tólf marka sigur þeirra á HK-ingum. Eyjamenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir mjög slaka byrjun. „Við erum að reyna að bæta okkur milli leikja og í hverri viku. Það er hluti af pakkanum að vera betri í hverri viku og verða góðir í vor þegar að úrslitakeppnin kemur. Ég vona að það sé að virka.“ „Þeir eru orðnir árinu eldri, fengu smjörþefinn í fyrra. Það sýndi sig núna og hefur sýnt sig í síðustu leikjum að þessir strákar geta komið inn á og skilað sínu, það er bara frábært. Sumir af þessum strákum voru uppi í stúku í fyrra í stuðningsmannasveitinni og eru núna komnir á gólfið og farnir að standa sig,“ sagði Gunnar Magnússon um ungu leikmennina í liði Eyjamanna.Bjarki Sigurðsson: Skildum allt eftir heima „Mér fannst við hafa skilið allt eftir heima og held ég að það sé aðalmálið. Ég hélt að menn hefðu lært af reynslunni í síðasta leik en það var ekki í dag,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK-inga, eftir fullstórt tap í Vestmannaeyjum. „Ég veit ekki hversu mörg hraðaupphlaup ÍBV fá, þau eru vel á annan tuginn. Varnarlega vorum við svosem ekki slæmir en sóknin er fyrst og fremst að fella okkur. Við vorum búnir að fara vel yfir vörn ÍBV og gera ákveðið plan með, menn brutu sig út úr því plani.“ „Það er enginn sáttur með tvö stig, ég hefði viljað hafa 4-6 stig út úr þessum sex leikjum,“ sagði Bjarki Sigurðsson að lokum en hann segist alls ekki sáttur með byrjun sinna manna og segir þá hafa langa og stranga vinnu framundan. Olís-deild karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira
Eyjamenn unnu HK-inga auðveldlega 34-22 í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í kvöld. HK-ingar sáu aldrei til sólar og voru yfirleitt nokkrum skrefum á eftir ÍBV. Eyjamenn eru enn að spila án Sindra Haraldssonar, en hann var aðstoðarþjálfari liðsins í dag. Magnús Stefánsson spilaði í hjarta varnarinnar í staðinn fyrir Sindra og gekk það mjög vel. Í upphafi leiks hreinlega keyrðu heimamenn yfir HK-inga. Sjö af fyrstu átta mörkunum voru Eyjamanna. HK-ingar áttuðu sig síðan á því að þeir þyrftu að gera eitthvað ef ekki ætti að fara illa. Liðin skiptust þá á að skora mörkin og komst ákveðið jafnvægi á leikinn eftir það. Theodór Sigurbjörnsson var eins og vanalega í banastuði en hann skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleiknum. Eyjamenn tóku annað góðan kafla undir lok fyrri hálfleiksins og leiddu með níu mörkum í hálfleik, 17-8. Í fyrri hálfleiknum spiluðu HK-ingar mjög slaka vörn og þurftu oft að hlusta á Lárus Helga Ólafsson í markinu, láta þá heyra það. Lárus varði alls sautján skot í leiknum og mörg hver úr algjörum dauðafærum. Oft þegar lið leiða með miklum mun í fyrri hálleik gefa liðin eftir í þeim síðari, það gerðist alls ekki í þessum leik. Eyjamenn vildu ekki hvíla byrjunarliðsmenn of mikið en leyfðu þó nokkrum varamönnum að spreyta sig. Þorgrímur Smári Ólafsson, fyrrum skytta Valsmanna, byrjaði leikinn illa fyrir HK-inga en sótti í sig veðrið þegar leið á leikinn. Hann skoraði þrjú mörk í röð um miðbik síðari hálfleiksins, þá var komið að kafla Andra Þórs Helgasonar. Andri skoraði sex af seinustu níu mörkum HK-inga en hann fékk ekki að byrja leikinn. Varnir liðanna voru gjörsamlega ekki til staðar í síðari hálfleik og sigldu Eyjamenn því þægilegum sigri í höfn en lokatölur eins og áður segir 34-22.Gunnar Magnússon: Viljum bæta okkur á milli leikja „Við mættum klárir í leikinn, við vorum klárir og gáfum tóninn strax í vörninni. Vörnin var fín og markvarslan mjög góð, sóknarlega tóku allir ábyrgð og mörkin dreifðust vel á alla,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir tólf marka sigur þeirra á HK-ingum. Eyjamenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir mjög slaka byrjun. „Við erum að reyna að bæta okkur milli leikja og í hverri viku. Það er hluti af pakkanum að vera betri í hverri viku og verða góðir í vor þegar að úrslitakeppnin kemur. Ég vona að það sé að virka.“ „Þeir eru orðnir árinu eldri, fengu smjörþefinn í fyrra. Það sýndi sig núna og hefur sýnt sig í síðustu leikjum að þessir strákar geta komið inn á og skilað sínu, það er bara frábært. Sumir af þessum strákum voru uppi í stúku í fyrra í stuðningsmannasveitinni og eru núna komnir á gólfið og farnir að standa sig,“ sagði Gunnar Magnússon um ungu leikmennina í liði Eyjamanna.Bjarki Sigurðsson: Skildum allt eftir heima „Mér fannst við hafa skilið allt eftir heima og held ég að það sé aðalmálið. Ég hélt að menn hefðu lært af reynslunni í síðasta leik en það var ekki í dag,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK-inga, eftir fullstórt tap í Vestmannaeyjum. „Ég veit ekki hversu mörg hraðaupphlaup ÍBV fá, þau eru vel á annan tuginn. Varnarlega vorum við svosem ekki slæmir en sóknin er fyrst og fremst að fella okkur. Við vorum búnir að fara vel yfir vörn ÍBV og gera ákveðið plan með, menn brutu sig út úr því plani.“ „Það er enginn sáttur með tvö stig, ég hefði viljað hafa 4-6 stig út úr þessum sex leikjum,“ sagði Bjarki Sigurðsson að lokum en hann segist alls ekki sáttur með byrjun sinna manna og segir þá hafa langa og stranga vinnu framundan.
Olís-deild karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira