Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - HK 34-22 | Eyjamenn völtuðu yfir HK-inga Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 13. október 2014 09:12 Theodór Sigurbjörnsson og Andri Heimir Friðriksson, leikmenn ÍBV, fagna marki. Vísir/Andri Marinó Eyjamenn unnu HK-inga auðveldlega 34-22 í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í kvöld. HK-ingar sáu aldrei til sólar og voru yfirleitt nokkrum skrefum á eftir ÍBV. Eyjamenn eru enn að spila án Sindra Haraldssonar, en hann var aðstoðarþjálfari liðsins í dag. Magnús Stefánsson spilaði í hjarta varnarinnar í staðinn fyrir Sindra og gekk það mjög vel. Í upphafi leiks hreinlega keyrðu heimamenn yfir HK-inga. Sjö af fyrstu átta mörkunum voru Eyjamanna. HK-ingar áttuðu sig síðan á því að þeir þyrftu að gera eitthvað ef ekki ætti að fara illa. Liðin skiptust þá á að skora mörkin og komst ákveðið jafnvægi á leikinn eftir það. Theodór Sigurbjörnsson var eins og vanalega í banastuði en hann skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleiknum. Eyjamenn tóku annað góðan kafla undir lok fyrri hálfleiksins og leiddu með níu mörkum í hálfleik, 17-8. Í fyrri hálfleiknum spiluðu HK-ingar mjög slaka vörn og þurftu oft að hlusta á Lárus Helga Ólafsson í markinu, láta þá heyra það. Lárus varði alls sautján skot í leiknum og mörg hver úr algjörum dauðafærum. Oft þegar lið leiða með miklum mun í fyrri hálleik gefa liðin eftir í þeim síðari, það gerðist alls ekki í þessum leik. Eyjamenn vildu ekki hvíla byrjunarliðsmenn of mikið en leyfðu þó nokkrum varamönnum að spreyta sig. Þorgrímur Smári Ólafsson, fyrrum skytta Valsmanna, byrjaði leikinn illa fyrir HK-inga en sótti í sig veðrið þegar leið á leikinn. Hann skoraði þrjú mörk í röð um miðbik síðari hálfleiksins, þá var komið að kafla Andra Þórs Helgasonar. Andri skoraði sex af seinustu níu mörkum HK-inga en hann fékk ekki að byrja leikinn. Varnir liðanna voru gjörsamlega ekki til staðar í síðari hálfleik og sigldu Eyjamenn því þægilegum sigri í höfn en lokatölur eins og áður segir 34-22.Gunnar Magnússon: Viljum bæta okkur á milli leikja „Við mættum klárir í leikinn, við vorum klárir og gáfum tóninn strax í vörninni. Vörnin var fín og markvarslan mjög góð, sóknarlega tóku allir ábyrgð og mörkin dreifðust vel á alla,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir tólf marka sigur þeirra á HK-ingum. Eyjamenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir mjög slaka byrjun. „Við erum að reyna að bæta okkur milli leikja og í hverri viku. Það er hluti af pakkanum að vera betri í hverri viku og verða góðir í vor þegar að úrslitakeppnin kemur. Ég vona að það sé að virka.“ „Þeir eru orðnir árinu eldri, fengu smjörþefinn í fyrra. Það sýndi sig núna og hefur sýnt sig í síðustu leikjum að þessir strákar geta komið inn á og skilað sínu, það er bara frábært. Sumir af þessum strákum voru uppi í stúku í fyrra í stuðningsmannasveitinni og eru núna komnir á gólfið og farnir að standa sig,“ sagði Gunnar Magnússon um ungu leikmennina í liði Eyjamanna.Bjarki Sigurðsson: Skildum allt eftir heima „Mér fannst við hafa skilið allt eftir heima og held ég að það sé aðalmálið. Ég hélt að menn hefðu lært af reynslunni í síðasta leik en það var ekki í dag,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK-inga, eftir fullstórt tap í Vestmannaeyjum. „Ég veit ekki hversu mörg hraðaupphlaup ÍBV fá, þau eru vel á annan tuginn. Varnarlega vorum við svosem ekki slæmir en sóknin er fyrst og fremst að fella okkur. Við vorum búnir að fara vel yfir vörn ÍBV og gera ákveðið plan með, menn brutu sig út úr því plani.“ „Það er enginn sáttur með tvö stig, ég hefði viljað hafa 4-6 stig út úr þessum sex leikjum,“ sagði Bjarki Sigurðsson að lokum en hann segist alls ekki sáttur með byrjun sinna manna og segir þá hafa langa og stranga vinnu framundan. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Eyjamenn unnu HK-inga auðveldlega 34-22 í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í kvöld. HK-ingar sáu aldrei til sólar og voru yfirleitt nokkrum skrefum á eftir ÍBV. Eyjamenn eru enn að spila án Sindra Haraldssonar, en hann var aðstoðarþjálfari liðsins í dag. Magnús Stefánsson spilaði í hjarta varnarinnar í staðinn fyrir Sindra og gekk það mjög vel. Í upphafi leiks hreinlega keyrðu heimamenn yfir HK-inga. Sjö af fyrstu átta mörkunum voru Eyjamanna. HK-ingar áttuðu sig síðan á því að þeir þyrftu að gera eitthvað ef ekki ætti að fara illa. Liðin skiptust þá á að skora mörkin og komst ákveðið jafnvægi á leikinn eftir það. Theodór Sigurbjörnsson var eins og vanalega í banastuði en hann skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleiknum. Eyjamenn tóku annað góðan kafla undir lok fyrri hálfleiksins og leiddu með níu mörkum í hálfleik, 17-8. Í fyrri hálfleiknum spiluðu HK-ingar mjög slaka vörn og þurftu oft að hlusta á Lárus Helga Ólafsson í markinu, láta þá heyra það. Lárus varði alls sautján skot í leiknum og mörg hver úr algjörum dauðafærum. Oft þegar lið leiða með miklum mun í fyrri hálleik gefa liðin eftir í þeim síðari, það gerðist alls ekki í þessum leik. Eyjamenn vildu ekki hvíla byrjunarliðsmenn of mikið en leyfðu þó nokkrum varamönnum að spreyta sig. Þorgrímur Smári Ólafsson, fyrrum skytta Valsmanna, byrjaði leikinn illa fyrir HK-inga en sótti í sig veðrið þegar leið á leikinn. Hann skoraði þrjú mörk í röð um miðbik síðari hálfleiksins, þá var komið að kafla Andra Þórs Helgasonar. Andri skoraði sex af seinustu níu mörkum HK-inga en hann fékk ekki að byrja leikinn. Varnir liðanna voru gjörsamlega ekki til staðar í síðari hálfleik og sigldu Eyjamenn því þægilegum sigri í höfn en lokatölur eins og áður segir 34-22.Gunnar Magnússon: Viljum bæta okkur á milli leikja „Við mættum klárir í leikinn, við vorum klárir og gáfum tóninn strax í vörninni. Vörnin var fín og markvarslan mjög góð, sóknarlega tóku allir ábyrgð og mörkin dreifðust vel á alla,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir tólf marka sigur þeirra á HK-ingum. Eyjamenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir mjög slaka byrjun. „Við erum að reyna að bæta okkur milli leikja og í hverri viku. Það er hluti af pakkanum að vera betri í hverri viku og verða góðir í vor þegar að úrslitakeppnin kemur. Ég vona að það sé að virka.“ „Þeir eru orðnir árinu eldri, fengu smjörþefinn í fyrra. Það sýndi sig núna og hefur sýnt sig í síðustu leikjum að þessir strákar geta komið inn á og skilað sínu, það er bara frábært. Sumir af þessum strákum voru uppi í stúku í fyrra í stuðningsmannasveitinni og eru núna komnir á gólfið og farnir að standa sig,“ sagði Gunnar Magnússon um ungu leikmennina í liði Eyjamanna.Bjarki Sigurðsson: Skildum allt eftir heima „Mér fannst við hafa skilið allt eftir heima og held ég að það sé aðalmálið. Ég hélt að menn hefðu lært af reynslunni í síðasta leik en það var ekki í dag,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK-inga, eftir fullstórt tap í Vestmannaeyjum. „Ég veit ekki hversu mörg hraðaupphlaup ÍBV fá, þau eru vel á annan tuginn. Varnarlega vorum við svosem ekki slæmir en sóknin er fyrst og fremst að fella okkur. Við vorum búnir að fara vel yfir vörn ÍBV og gera ákveðið plan með, menn brutu sig út úr því plani.“ „Það er enginn sáttur með tvö stig, ég hefði viljað hafa 4-6 stig út úr þessum sex leikjum,“ sagði Bjarki Sigurðsson að lokum en hann segist alls ekki sáttur með byrjun sinna manna og segir þá hafa langa og stranga vinnu framundan.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn