Lífið

„Hver í fjandanum er Brad Pitt?“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
George Smilanich þjónaði landi sínu sem hermaður í seinni heimsstyrjöldinni í þrjú ár. Nú er hann kominn á eftirlaun og elskar fátt meira en að horfa á fótbolta í hægindastólnum sínum.

George varð því frekar hissa þegar hann, ásamt nokkrum öðrum fyrrverandi hermönnum, var beðinn um að vera ráðgjafi fyrir kvikmynda Fury þar sem stórleikarinn Brad Pitt fer með aðalhlutverkið.

„Hver í fjandanum er Brad Pitt?“ voru viðbrögð Georges eins og sést í meðfylgjandi myndbandi frá USA Today. George hafði nefnilega ekki hugmynd um hver Brad Pitt var en aðstoðaði hann og aðra aðstandendur myndarinnar með glöðu geði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.