Handbolti

Aron búinn að velja landsliðshópinn | Björgvin fær tækifæri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgvin hefur farið á kostum með ÍR í upphafi tímabils.
Björgvin hefur farið á kostum með ÍR í upphafi tímabils. Vísir/Andri Marinó
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 18 manna hóp fyrir leikina gegn Ísrael og Svartfjallalandi í undankeppni EM 2016.

Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöll 29. október og sá síðari í Svartfjallandi 2. nóvember.

Ásgeir Örn Hallgrímsson gefur ekki kost á sér að þessu sinni, en hann og eiginkona hans eiga von á sínu öðru barni. Ernir Hrafn Arnarson kemur inn í hópinn í hans stað.

Björgvin Þór Hólmgeirsson, markahæsti leikmaður Olís-deildar karla, er einnig í hópnum, en athygli vekur að nafnarnir Ólafur Gústafsson og Guðmundsson hljóta ekki náð fyrir augum Arons að þessu sinni.

Björgvin á einn A-landsleik að baki, gegn Ungverjum árið 2007.

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Eskilstuna Guif

Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club

Aðrir leikmenn:

Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen

Arnór Atlason, St. Raphael

Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club

Aron Pálmarson, THW Kiel

Bjarki Már Gunnarsson, Aue

Björgvin Þór Hólmgeirsson, ÍR

Ernir Hrafn Arnarson, Emsdetten

Guðjón Valur Sigurðsson, Barcelona

Kári Kristján Kristjánsson, Valur

Róbert Gunnarsson, Paris Handball

Sigurbergur Sveinsson, HC Erlangen

Snorri Steinn Guðjónsson, Selestat Alsace HB

Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen

Sverre Andreas Jakobsson, Akureyri

Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS

Þórir Ólafsson, Stjarnan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×