Treystum því að samningur ráðherra um ívilnanir haldi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. október 2014 20:00 Talsmaður Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, kveðst treysta orðum ráðherra um að fjárfestingarsamningur við ríkið haldi og vonast til að 90 milljarða króna framkvæmdir hefjist fyrir áramót. Sólarkísilverksmiðjan er stærsta nýja erlenda fjárfestingin sem nú er í undirbúningi hérlendis. Ekki eru nema tvær vikur frá því ráðamenn Silicor Materials og iðnaðarráðherra undirrituðu fjárfestingarsamning sem felur í sér tímabundnar ívilnanir í formi skattaafslátta.Theresa Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna við Grundartanga í lok maí.Vísir/Björn SigurðssonEftirlitsstofnun EFTA, ESA, úrskurðaði í gær að nokkrir eldri samningar stjórnvalda um slíka ríkisstyrki væru ólögmætir, en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kvaðst ráðherra telja að nýir samningar myndu halda. „Við undirrituðum samning við ríkið. Við treystum því sem ráðherrann segir og treystum því að þessir samningar haldi,” sagði Davíð Stefánsson, verkefnisstjóri Silicor Materials, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann kvaðst vita til þess að fyrri samningar hefðu gengið ansi langt í ívilnunum. Nú væri búið að þrengja þær ívilnanir verulega. Þessvegna væru enn meiri líkur á að þessir samningar héldu. Davíð tekur fram að Silicor hafi ekki farið fram á neina sérmeðferð, aðeins það sem aðrir höfðu fengið.Svona á kísilver PCC á Bakka að líta út fullbyggt.Grafík/PCC.ESA samþykkti í sumar ívilnanir vegna kísilvers á Bakka en ekki liggur fyrir hvort fallist verði á ívilnanir vegna Silicor. „Þetta fer fyrir ESA og við gerum ráð fyrir að þetta verði samþykkt þar. Hvað það tekur langan tíma veit ég ekki en ég óttast ekki þá niðurstöðu,” sagði Davíð. Hann segir undirbúning verkefnisins samkvæmt áætlun og nú sé unnið að fjármögnun. Gert sé ráð fyrir að þeim þætti ljúki á næstu vikum og mánuðum. „Þannig að fyrir áramót erum við að gera okkur væntingar um að þessar framkvæmdir hefjist,” sagði Davíð. Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu. 8. október 2014 21:45 Samþykkti ríkisaðstoð vegna kísilverksmiðju við Húsavík Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ríkisaðstoð til fyrirtækisins PCC BakkiSilicon hf. vegna byggingar kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. 12. mars 2014 12:42 Tímabundnar ívilnanir vegna byggingar sólarkísilverksmiðju Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði í dag fjárfestingarsamning við Silicor Materials um byggingu verksmiðju á Grundartanga til að framleiða sólarkísil. 26. september 2014 13:24 Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15 Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Talsmaður Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, kveðst treysta orðum ráðherra um að fjárfestingarsamningur við ríkið haldi og vonast til að 90 milljarða króna framkvæmdir hefjist fyrir áramót. Sólarkísilverksmiðjan er stærsta nýja erlenda fjárfestingin sem nú er í undirbúningi hérlendis. Ekki eru nema tvær vikur frá því ráðamenn Silicor Materials og iðnaðarráðherra undirrituðu fjárfestingarsamning sem felur í sér tímabundnar ívilnanir í formi skattaafslátta.Theresa Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna við Grundartanga í lok maí.Vísir/Björn SigurðssonEftirlitsstofnun EFTA, ESA, úrskurðaði í gær að nokkrir eldri samningar stjórnvalda um slíka ríkisstyrki væru ólögmætir, en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kvaðst ráðherra telja að nýir samningar myndu halda. „Við undirrituðum samning við ríkið. Við treystum því sem ráðherrann segir og treystum því að þessir samningar haldi,” sagði Davíð Stefánsson, verkefnisstjóri Silicor Materials, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann kvaðst vita til þess að fyrri samningar hefðu gengið ansi langt í ívilnunum. Nú væri búið að þrengja þær ívilnanir verulega. Þessvegna væru enn meiri líkur á að þessir samningar héldu. Davíð tekur fram að Silicor hafi ekki farið fram á neina sérmeðferð, aðeins það sem aðrir höfðu fengið.Svona á kísilver PCC á Bakka að líta út fullbyggt.Grafík/PCC.ESA samþykkti í sumar ívilnanir vegna kísilvers á Bakka en ekki liggur fyrir hvort fallist verði á ívilnanir vegna Silicor. „Þetta fer fyrir ESA og við gerum ráð fyrir að þetta verði samþykkt þar. Hvað það tekur langan tíma veit ég ekki en ég óttast ekki þá niðurstöðu,” sagði Davíð. Hann segir undirbúning verkefnisins samkvæmt áætlun og nú sé unnið að fjármögnun. Gert sé ráð fyrir að þeim þætti ljúki á næstu vikum og mánuðum. „Þannig að fyrir áramót erum við að gera okkur væntingar um að þessar framkvæmdir hefjist,” sagði Davíð.
Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu. 8. október 2014 21:45 Samþykkti ríkisaðstoð vegna kísilverksmiðju við Húsavík Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ríkisaðstoð til fyrirtækisins PCC BakkiSilicon hf. vegna byggingar kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. 12. mars 2014 12:42 Tímabundnar ívilnanir vegna byggingar sólarkísilverksmiðju Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði í dag fjárfestingarsamning við Silicor Materials um byggingu verksmiðju á Grundartanga til að framleiða sólarkísil. 26. september 2014 13:24 Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15 Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00
Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu. 8. október 2014 21:45
Samþykkti ríkisaðstoð vegna kísilverksmiðju við Húsavík Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ríkisaðstoð til fyrirtækisins PCC BakkiSilicon hf. vegna byggingar kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. 12. mars 2014 12:42
Tímabundnar ívilnanir vegna byggingar sólarkísilverksmiðju Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði í dag fjárfestingarsamning við Silicor Materials um byggingu verksmiðju á Grundartanga til að framleiða sólarkísil. 26. september 2014 13:24
Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15
Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15