Samþykkti ríkisaðstoð vegna kísilverksmiðju við Húsavík Kristján Már Unnarsson skrifar 12. mars 2014 12:42 Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ríkisaðstoð til fyrirtækisins PCC BakkiSilicon hf. vegna byggingar kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ESA. Ríkissjóður Íslands og sveitarfélagið Norðurþing munu veita PCC aðstoðina í formi beins fjárstyrks til lóðarframkvæmda, afslátta á tekjuskatti, fasteignaskatti og hafnargjöldum og niðurfellingu ýmissa skatta og gjalda til allt að 10 ára. Ríkisaðstoðin verður veitt í tengslum við byggingu verksmiðju með um 33.000 tonna afkastagetu. Verksmiðjan verður reist á árunum 2014-2016 og fullbúin mun hún veita 120 manns atvinnu. ‚‚Ríkisaðstoðin stuðlar að atvinnusköpun og fjölbreytni í atvinnulífi á svæði þar sem efnahagslíf hefur verið hnignandi og vegur að hluta upp á móti aukakostnaði sem fylgir þessari staðsetningu. Vonandi mun fjárfestingin snúa þróuninni við og fleiri verkefni að Bakka fylgja í kjölfarið“, segir Oda Helen Sletnes, forseti ESA. Hafa íslensk yfirvöld skuldbundið sig til þess að gera ESA árlega sérstaka grein fyrir veittri ríkisaðstoð til PCC. Þegar ríkisaðstoðin hefur náð leyfilegu hámarki, verður henni hætt, en þó aldrei síðar en 27. september 2027. Alþingi veitti heimild sína til ríkisaðstoðarinnar með fyrirvara um samþykki ESA. Íslensk yfirvöld tilkynntu ESA um ríkisaðstoðina í júlí 2013 og höfðu í febrúar 2014 veitt ESA þær upplýsingar sem nauðsynlegar voru fyrir stofnunina til að taka ákvörðun. Verksmiðjan er orkufrek og hyggst PCC kaupa raforku af Landsvirkjun. Samningar þar að lútandi hafa ekki verið tilkynntir til ESA en íslensk yfirvöld hafa gefið til kynna að það muni þau gera. Orkusölusamningar hafa því enn ekki hlotið samþykki ESA. Í febrúar síðastliðnum samþykkti ESA ríkisaðstoð til Hafnarsjóðs Norðurþings vegna byggingar iðnaðarhafnar í Húsavík. PCC verður meðal notenda hafnarinnar. Tengdar fréttir Risafjárfesting á Húsavík skrefi nær veruleikanum Húsavík og Þingeyjarsýslur færðust skrefi nær áttatíu milljarða króna stóriðju- og virkjanaframkvæmdum í dag þegar Eftirlitsstofnun EFTA samþykkti að iðnaðarhöfn yrði byggð fyrir opinbert fé. 26. febrúar 2014 18:45 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ríkisaðstoð til fyrirtækisins PCC BakkiSilicon hf. vegna byggingar kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ESA. Ríkissjóður Íslands og sveitarfélagið Norðurþing munu veita PCC aðstoðina í formi beins fjárstyrks til lóðarframkvæmda, afslátta á tekjuskatti, fasteignaskatti og hafnargjöldum og niðurfellingu ýmissa skatta og gjalda til allt að 10 ára. Ríkisaðstoðin verður veitt í tengslum við byggingu verksmiðju með um 33.000 tonna afkastagetu. Verksmiðjan verður reist á árunum 2014-2016 og fullbúin mun hún veita 120 manns atvinnu. ‚‚Ríkisaðstoðin stuðlar að atvinnusköpun og fjölbreytni í atvinnulífi á svæði þar sem efnahagslíf hefur verið hnignandi og vegur að hluta upp á móti aukakostnaði sem fylgir þessari staðsetningu. Vonandi mun fjárfestingin snúa þróuninni við og fleiri verkefni að Bakka fylgja í kjölfarið“, segir Oda Helen Sletnes, forseti ESA. Hafa íslensk yfirvöld skuldbundið sig til þess að gera ESA árlega sérstaka grein fyrir veittri ríkisaðstoð til PCC. Þegar ríkisaðstoðin hefur náð leyfilegu hámarki, verður henni hætt, en þó aldrei síðar en 27. september 2027. Alþingi veitti heimild sína til ríkisaðstoðarinnar með fyrirvara um samþykki ESA. Íslensk yfirvöld tilkynntu ESA um ríkisaðstoðina í júlí 2013 og höfðu í febrúar 2014 veitt ESA þær upplýsingar sem nauðsynlegar voru fyrir stofnunina til að taka ákvörðun. Verksmiðjan er orkufrek og hyggst PCC kaupa raforku af Landsvirkjun. Samningar þar að lútandi hafa ekki verið tilkynntir til ESA en íslensk yfirvöld hafa gefið til kynna að það muni þau gera. Orkusölusamningar hafa því enn ekki hlotið samþykki ESA. Í febrúar síðastliðnum samþykkti ESA ríkisaðstoð til Hafnarsjóðs Norðurþings vegna byggingar iðnaðarhafnar í Húsavík. PCC verður meðal notenda hafnarinnar.
Tengdar fréttir Risafjárfesting á Húsavík skrefi nær veruleikanum Húsavík og Þingeyjarsýslur færðust skrefi nær áttatíu milljarða króna stóriðju- og virkjanaframkvæmdum í dag þegar Eftirlitsstofnun EFTA samþykkti að iðnaðarhöfn yrði byggð fyrir opinbert fé. 26. febrúar 2014 18:45 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Risafjárfesting á Húsavík skrefi nær veruleikanum Húsavík og Þingeyjarsýslur færðust skrefi nær áttatíu milljarða króna stóriðju- og virkjanaframkvæmdum í dag þegar Eftirlitsstofnun EFTA samþykkti að iðnaðarhöfn yrði byggð fyrir opinbert fé. 26. febrúar 2014 18:45