Samþykkti ríkisaðstoð vegna kísilverksmiðju við Húsavík Kristján Már Unnarsson skrifar 12. mars 2014 12:42 Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ríkisaðstoð til fyrirtækisins PCC BakkiSilicon hf. vegna byggingar kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ESA. Ríkissjóður Íslands og sveitarfélagið Norðurþing munu veita PCC aðstoðina í formi beins fjárstyrks til lóðarframkvæmda, afslátta á tekjuskatti, fasteignaskatti og hafnargjöldum og niðurfellingu ýmissa skatta og gjalda til allt að 10 ára. Ríkisaðstoðin verður veitt í tengslum við byggingu verksmiðju með um 33.000 tonna afkastagetu. Verksmiðjan verður reist á árunum 2014-2016 og fullbúin mun hún veita 120 manns atvinnu. ‚‚Ríkisaðstoðin stuðlar að atvinnusköpun og fjölbreytni í atvinnulífi á svæði þar sem efnahagslíf hefur verið hnignandi og vegur að hluta upp á móti aukakostnaði sem fylgir þessari staðsetningu. Vonandi mun fjárfestingin snúa þróuninni við og fleiri verkefni að Bakka fylgja í kjölfarið“, segir Oda Helen Sletnes, forseti ESA. Hafa íslensk yfirvöld skuldbundið sig til þess að gera ESA árlega sérstaka grein fyrir veittri ríkisaðstoð til PCC. Þegar ríkisaðstoðin hefur náð leyfilegu hámarki, verður henni hætt, en þó aldrei síðar en 27. september 2027. Alþingi veitti heimild sína til ríkisaðstoðarinnar með fyrirvara um samþykki ESA. Íslensk yfirvöld tilkynntu ESA um ríkisaðstoðina í júlí 2013 og höfðu í febrúar 2014 veitt ESA þær upplýsingar sem nauðsynlegar voru fyrir stofnunina til að taka ákvörðun. Verksmiðjan er orkufrek og hyggst PCC kaupa raforku af Landsvirkjun. Samningar þar að lútandi hafa ekki verið tilkynntir til ESA en íslensk yfirvöld hafa gefið til kynna að það muni þau gera. Orkusölusamningar hafa því enn ekki hlotið samþykki ESA. Í febrúar síðastliðnum samþykkti ESA ríkisaðstoð til Hafnarsjóðs Norðurþings vegna byggingar iðnaðarhafnar í Húsavík. PCC verður meðal notenda hafnarinnar. Tengdar fréttir Risafjárfesting á Húsavík skrefi nær veruleikanum Húsavík og Þingeyjarsýslur færðust skrefi nær áttatíu milljarða króna stóriðju- og virkjanaframkvæmdum í dag þegar Eftirlitsstofnun EFTA samþykkti að iðnaðarhöfn yrði byggð fyrir opinbert fé. 26. febrúar 2014 18:45 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ríkisaðstoð til fyrirtækisins PCC BakkiSilicon hf. vegna byggingar kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ESA. Ríkissjóður Íslands og sveitarfélagið Norðurþing munu veita PCC aðstoðina í formi beins fjárstyrks til lóðarframkvæmda, afslátta á tekjuskatti, fasteignaskatti og hafnargjöldum og niðurfellingu ýmissa skatta og gjalda til allt að 10 ára. Ríkisaðstoðin verður veitt í tengslum við byggingu verksmiðju með um 33.000 tonna afkastagetu. Verksmiðjan verður reist á árunum 2014-2016 og fullbúin mun hún veita 120 manns atvinnu. ‚‚Ríkisaðstoðin stuðlar að atvinnusköpun og fjölbreytni í atvinnulífi á svæði þar sem efnahagslíf hefur verið hnignandi og vegur að hluta upp á móti aukakostnaði sem fylgir þessari staðsetningu. Vonandi mun fjárfestingin snúa þróuninni við og fleiri verkefni að Bakka fylgja í kjölfarið“, segir Oda Helen Sletnes, forseti ESA. Hafa íslensk yfirvöld skuldbundið sig til þess að gera ESA árlega sérstaka grein fyrir veittri ríkisaðstoð til PCC. Þegar ríkisaðstoðin hefur náð leyfilegu hámarki, verður henni hætt, en þó aldrei síðar en 27. september 2027. Alþingi veitti heimild sína til ríkisaðstoðarinnar með fyrirvara um samþykki ESA. Íslensk yfirvöld tilkynntu ESA um ríkisaðstoðina í júlí 2013 og höfðu í febrúar 2014 veitt ESA þær upplýsingar sem nauðsynlegar voru fyrir stofnunina til að taka ákvörðun. Verksmiðjan er orkufrek og hyggst PCC kaupa raforku af Landsvirkjun. Samningar þar að lútandi hafa ekki verið tilkynntir til ESA en íslensk yfirvöld hafa gefið til kynna að það muni þau gera. Orkusölusamningar hafa því enn ekki hlotið samþykki ESA. Í febrúar síðastliðnum samþykkti ESA ríkisaðstoð til Hafnarsjóðs Norðurþings vegna byggingar iðnaðarhafnar í Húsavík. PCC verður meðal notenda hafnarinnar.
Tengdar fréttir Risafjárfesting á Húsavík skrefi nær veruleikanum Húsavík og Þingeyjarsýslur færðust skrefi nær áttatíu milljarða króna stóriðju- og virkjanaframkvæmdum í dag þegar Eftirlitsstofnun EFTA samþykkti að iðnaðarhöfn yrði byggð fyrir opinbert fé. 26. febrúar 2014 18:45 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Risafjárfesting á Húsavík skrefi nær veruleikanum Húsavík og Þingeyjarsýslur færðust skrefi nær áttatíu milljarða króna stóriðju- og virkjanaframkvæmdum í dag þegar Eftirlitsstofnun EFTA samþykkti að iðnaðarhöfn yrði byggð fyrir opinbert fé. 26. febrúar 2014 18:45