Samþykkti ríkisaðstoð vegna kísilverksmiðju við Húsavík Kristján Már Unnarsson skrifar 12. mars 2014 12:42 Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ríkisaðstoð til fyrirtækisins PCC BakkiSilicon hf. vegna byggingar kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ESA. Ríkissjóður Íslands og sveitarfélagið Norðurþing munu veita PCC aðstoðina í formi beins fjárstyrks til lóðarframkvæmda, afslátta á tekjuskatti, fasteignaskatti og hafnargjöldum og niðurfellingu ýmissa skatta og gjalda til allt að 10 ára. Ríkisaðstoðin verður veitt í tengslum við byggingu verksmiðju með um 33.000 tonna afkastagetu. Verksmiðjan verður reist á árunum 2014-2016 og fullbúin mun hún veita 120 manns atvinnu. ‚‚Ríkisaðstoðin stuðlar að atvinnusköpun og fjölbreytni í atvinnulífi á svæði þar sem efnahagslíf hefur verið hnignandi og vegur að hluta upp á móti aukakostnaði sem fylgir þessari staðsetningu. Vonandi mun fjárfestingin snúa þróuninni við og fleiri verkefni að Bakka fylgja í kjölfarið“, segir Oda Helen Sletnes, forseti ESA. Hafa íslensk yfirvöld skuldbundið sig til þess að gera ESA árlega sérstaka grein fyrir veittri ríkisaðstoð til PCC. Þegar ríkisaðstoðin hefur náð leyfilegu hámarki, verður henni hætt, en þó aldrei síðar en 27. september 2027. Alþingi veitti heimild sína til ríkisaðstoðarinnar með fyrirvara um samþykki ESA. Íslensk yfirvöld tilkynntu ESA um ríkisaðstoðina í júlí 2013 og höfðu í febrúar 2014 veitt ESA þær upplýsingar sem nauðsynlegar voru fyrir stofnunina til að taka ákvörðun. Verksmiðjan er orkufrek og hyggst PCC kaupa raforku af Landsvirkjun. Samningar þar að lútandi hafa ekki verið tilkynntir til ESA en íslensk yfirvöld hafa gefið til kynna að það muni þau gera. Orkusölusamningar hafa því enn ekki hlotið samþykki ESA. Í febrúar síðastliðnum samþykkti ESA ríkisaðstoð til Hafnarsjóðs Norðurþings vegna byggingar iðnaðarhafnar í Húsavík. PCC verður meðal notenda hafnarinnar. Tengdar fréttir Risafjárfesting á Húsavík skrefi nær veruleikanum Húsavík og Þingeyjarsýslur færðust skrefi nær áttatíu milljarða króna stóriðju- og virkjanaframkvæmdum í dag þegar Eftirlitsstofnun EFTA samþykkti að iðnaðarhöfn yrði byggð fyrir opinbert fé. 26. febrúar 2014 18:45 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ríkisaðstoð til fyrirtækisins PCC BakkiSilicon hf. vegna byggingar kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ESA. Ríkissjóður Íslands og sveitarfélagið Norðurþing munu veita PCC aðstoðina í formi beins fjárstyrks til lóðarframkvæmda, afslátta á tekjuskatti, fasteignaskatti og hafnargjöldum og niðurfellingu ýmissa skatta og gjalda til allt að 10 ára. Ríkisaðstoðin verður veitt í tengslum við byggingu verksmiðju með um 33.000 tonna afkastagetu. Verksmiðjan verður reist á árunum 2014-2016 og fullbúin mun hún veita 120 manns atvinnu. ‚‚Ríkisaðstoðin stuðlar að atvinnusköpun og fjölbreytni í atvinnulífi á svæði þar sem efnahagslíf hefur verið hnignandi og vegur að hluta upp á móti aukakostnaði sem fylgir þessari staðsetningu. Vonandi mun fjárfestingin snúa þróuninni við og fleiri verkefni að Bakka fylgja í kjölfarið“, segir Oda Helen Sletnes, forseti ESA. Hafa íslensk yfirvöld skuldbundið sig til þess að gera ESA árlega sérstaka grein fyrir veittri ríkisaðstoð til PCC. Þegar ríkisaðstoðin hefur náð leyfilegu hámarki, verður henni hætt, en þó aldrei síðar en 27. september 2027. Alþingi veitti heimild sína til ríkisaðstoðarinnar með fyrirvara um samþykki ESA. Íslensk yfirvöld tilkynntu ESA um ríkisaðstoðina í júlí 2013 og höfðu í febrúar 2014 veitt ESA þær upplýsingar sem nauðsynlegar voru fyrir stofnunina til að taka ákvörðun. Verksmiðjan er orkufrek og hyggst PCC kaupa raforku af Landsvirkjun. Samningar þar að lútandi hafa ekki verið tilkynntir til ESA en íslensk yfirvöld hafa gefið til kynna að það muni þau gera. Orkusölusamningar hafa því enn ekki hlotið samþykki ESA. Í febrúar síðastliðnum samþykkti ESA ríkisaðstoð til Hafnarsjóðs Norðurþings vegna byggingar iðnaðarhafnar í Húsavík. PCC verður meðal notenda hafnarinnar.
Tengdar fréttir Risafjárfesting á Húsavík skrefi nær veruleikanum Húsavík og Þingeyjarsýslur færðust skrefi nær áttatíu milljarða króna stóriðju- og virkjanaframkvæmdum í dag þegar Eftirlitsstofnun EFTA samþykkti að iðnaðarhöfn yrði byggð fyrir opinbert fé. 26. febrúar 2014 18:45 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Risafjárfesting á Húsavík skrefi nær veruleikanum Húsavík og Þingeyjarsýslur færðust skrefi nær áttatíu milljarða króna stóriðju- og virkjanaframkvæmdum í dag þegar Eftirlitsstofnun EFTA samþykkti að iðnaðarhöfn yrði byggð fyrir opinbert fé. 26. febrúar 2014 18:45