Framleiðsludeild Sjúkrahúsapóteks Landspítalans Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir og Guðrún Indriðadóttir skrifar 25. september 2014 07:00 Innan veggja sjúkrahúsa vinna lyfjafræðingar margvísleg störf, sem sum hver eru mjög framandi fyrir almenning. Í apóteki Landspítalans er starfrækt framleiðsludeild, þar sem blöndun á lyfjum og næringu sem gefa á í æð fer fram. Þar er unnið með verklagi sem kallast smitgát. Blöndun með smitgát felur í sér að koma eftir fremsta megna í veg fyrir að örverur (bakteríur, veirur, sveppir) sem og önnur óhreinindi komist í lyfin. Það krefst vandaðra og agaðra vinnubragða starfsmanna og þarf vinnurýmið að uppfylla strangar kröfur. Með þessu verklagi er hættu á sýkingum haldið í lágmarki, sem annars væru daglegt brauð. Þjálfun starfsmanna í blönduninni er því lykilatriði. Gerðar eru kröfur um ítarlega þjálfun áður en vinna er hafin þar. Framleiðsludeild Sjúkrahúsapóteks Landspítalans er eini staðurinn á Íslandi þar sem vinna með smitgát fer fram. Þar eru til dæmis blönduð krabbameinslyf. Blöndun krabbameinslyfja krefst mikillar nákvæmni og agaðra vinnubragða. Hver skammtur er blandaður sérstaklega, enda eru skammtar reiknaðir út fyrir hvern og einn sjúkling að teknu tilliti til hæðar, þyngdar og heilsufars viðkomandi. Næring í æð fyrir fyrirbura á vökudeild er útbúin á deildinni, sem og næring í æð fyrir börn og fullorðna sem ekki geta nærst öðruvísi af einhverjum ástæðum. Þegar gefa á sjúklingum næringu í æð þarf að huga að því hvaða skammtar henta hverjum og einum til að fullnægja orkuþörf viðkomandi auk þess sem stundum þarf að taka sérstakt tillit til sjúkdómsástands. Deildin framleiðir einnig augndropa, verkjalyf og fleiri sérhæfð lyf sem blanda þarf með smitgát. Auk þess að vinna við og hafa umsjón með blöndun lyfja veita lyfjafræðingar í Framleiðsludeild apóteksins ráðgjöf til annarra starfsmanna Landspítalans um hvaðeina sem lýtur að blöndun lyfja, geymslu þeirra og stöðugleika. Þeir koma einnig að kennslu lyfjafræðinema enda er þetta eini staðurinn á landinu sem verðandi lyfjafræðingar geta kynnst vinnu með smitgát. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Innan veggja sjúkrahúsa vinna lyfjafræðingar margvísleg störf, sem sum hver eru mjög framandi fyrir almenning. Í apóteki Landspítalans er starfrækt framleiðsludeild, þar sem blöndun á lyfjum og næringu sem gefa á í æð fer fram. Þar er unnið með verklagi sem kallast smitgát. Blöndun með smitgát felur í sér að koma eftir fremsta megna í veg fyrir að örverur (bakteríur, veirur, sveppir) sem og önnur óhreinindi komist í lyfin. Það krefst vandaðra og agaðra vinnubragða starfsmanna og þarf vinnurýmið að uppfylla strangar kröfur. Með þessu verklagi er hættu á sýkingum haldið í lágmarki, sem annars væru daglegt brauð. Þjálfun starfsmanna í blönduninni er því lykilatriði. Gerðar eru kröfur um ítarlega þjálfun áður en vinna er hafin þar. Framleiðsludeild Sjúkrahúsapóteks Landspítalans er eini staðurinn á Íslandi þar sem vinna með smitgát fer fram. Þar eru til dæmis blönduð krabbameinslyf. Blöndun krabbameinslyfja krefst mikillar nákvæmni og agaðra vinnubragða. Hver skammtur er blandaður sérstaklega, enda eru skammtar reiknaðir út fyrir hvern og einn sjúkling að teknu tilliti til hæðar, þyngdar og heilsufars viðkomandi. Næring í æð fyrir fyrirbura á vökudeild er útbúin á deildinni, sem og næring í æð fyrir börn og fullorðna sem ekki geta nærst öðruvísi af einhverjum ástæðum. Þegar gefa á sjúklingum næringu í æð þarf að huga að því hvaða skammtar henta hverjum og einum til að fullnægja orkuþörf viðkomandi auk þess sem stundum þarf að taka sérstakt tillit til sjúkdómsástands. Deildin framleiðir einnig augndropa, verkjalyf og fleiri sérhæfð lyf sem blanda þarf með smitgát. Auk þess að vinna við og hafa umsjón með blöndun lyfja veita lyfjafræðingar í Framleiðsludeild apóteksins ráðgjöf til annarra starfsmanna Landspítalans um hvaðeina sem lýtur að blöndun lyfja, geymslu þeirra og stöðugleika. Þeir koma einnig að kennslu lyfjafræðinema enda er þetta eini staðurinn á landinu sem verðandi lyfjafræðingar geta kynnst vinnu með smitgát.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar