Annars flokks foreldri Guðrún Edda Finnbogadóttir skrifar 5. september 2014 12:40 Í nútímasamfélagi hefur jafnréttisbarátta orðið æ meira áberandi og ber að fagna hverju skrefi sem stigið er fram á við í þeirri baráttu. Hins vegar er langt í land þegar kemur að foreldrajafnrétti, þá sérstaklega við samvistarslit. Við skilnað eða samvistarslit foreldra gildir sú meginregla að foreldrar fari með sameiginlega forsjá. Að auki verður það æ algengara að umgengni foreldra sé skipt jafnt þeirra á milli þegar aðstæður leyfa. Hefur fólk horft jákvæðum augum á slíkt fyrirkomulag enda er það sjálfsagt að báðir foreldrar taki jafnan þátt í uppeldi barna sinna. Hins vegar er raunin sú að staða þeirra foreldra sem ákveða að haga umgengni og forsjá á þennan veg er langt frá því að vera sambærileg. Í greindum tilvikum þurfa foreldrar að ákveða hvort þeirra verður skráð sem lögheimilisforeldri og hvort þeirra fær titilinn umgengnisforeldri. Á milli þeirra skilur himinn og haf þegar kemur að réttindum sem tengjast barninu. Þó svo að hugmyndin sé sú að báðir foreldrar standi jafnvíg er raunin sú að lögheimilisforeldrið er það foreldri sem hefur heimild til þess að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins og getur það reynst umgengnisforeldrinu ansi erfitt að hafa áhrif þar á ef ágreiningur er til staðar. Lögheimilisforeldrið fær einnig greiddar barnabætur, ef þeim er að skipta. Í öllum opinberum kerfum er lögheimilisforeldri skráð sem foreldri barnsins og er sjálfkrafa tekið tillit til framfærslu barns s.s. við útreikning á upphæð námslána og húsaleigubóta, svo ekki séu nefnd hin ýmsu fríðindi eins og t.d. systkinaafsláttur sem aðeins er í höndum lögheimilisforeldris að nýta. Að auki getur lögheimilisforeldri sótt um meðlagsgreiðslur úr hendi umgengnisforeldris þó svo að fyrir liggi að öllum kostnaði sé skipt jafnt á milli beggja foreldra. Þá er ónefndur sá möguleiki lögheimilisforeldris að drekkja umgengnisforeldri í skuldum við ríkið með því að fara fram á meðlagsgreiðslur afturvirkt með tilheyrandi dráttarvöxtum og innheimtukostnaði. Umgengnisforeldri er því almennt í mjög bágri stöðu enda gott sem týnt í kerfinu og rödd þess ansi veik. Sjálfsögð atriði eins og að fá upplýsingar um framvindu barns í skóla getur reynst erfitt og til að færa sönnur á því að umgengnisforeldrið eigi sitt eigið barn væri í raun tryggast að hafa ávallt vottorð við höndina til að sína fram á það. Í ofanálag getur umgengnisforeldrið t.d. þurft að þola hótanir af hálfu lögheimilisforeldri þar sem auknar eða afturvirkar meðlagsgreiðslur eru notaðar sem vopn eða þurft að grátbiðja lögheimilisforeldri um að deila barnabótunum, ef þeim er að skipta, þar sem það er alveg undir lögheimilisforeldrinu komið hvort það vilji deila þeim með hinu foreldrinu þrátt fyrir að umgengni sé skipt jafnt þeirra á milli. Heldur er ekkert tillit tekið til aðstæðna umgengnisforeldris ef það er t.d. á leigumarkaði eða í námi. Liggur við að panikkástand skapist ef að umgengnisforeldri óskar eftir því að tekið sé tillit til framfærslu barns í slíkum tilvikum. Það er því ekki að undra að þeirri spurningu sé velt upp hvaða réttindi sé í raun verið að tryggja með núverandi lagaumhverfi. Eru það réttindi barnsins? Ekki verður betur séð en að greindar aðstæður geti orðið til þess að börnum sé mismunað eftir því hvort það dvelst hjá lögheimilis- eða umgengnisforeldri og í verstu tilvikum geta aðstæður hjá umgengnisforeldri verið það erfiðar að það hreinlega treysti sér ekki eða hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að skipta umgengni jafnt þó svo að vilji sé fyrir hendi. Í barnalögum segir að það sem sé barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang og barn eigi rétt á að þekkja báða foreldra sína. Umgengni hlýtur að vera stór þáttur í því að þeim markmiðum verði náð og hlýtur það yfirleitt að vera barninu fyrir bestu að það hafi jafna möguleika til umgengni við báða foreldra sína. Í fullkomnum heimi ættu foreldrar hvort sem þeir búa saman eða ekki, að leggja áherslu á að hafa þarfir barnsins alltaf að leiðarljósi. Hins vegar er staðreyndin í mörgum tilvikum ekki svona einföld. Foreldrar eru mannlegir og oft gleymast börnin í deilum og særindum þeirra á milli. Getur slíkt orðið til þess að áherslurnar breytast úr því að tryggja barninu allt hið besta, í það að gera hvort öðru erfiðara fyrir. Í mínum huga er alveg ljóst að koma þarf til móts við umgengnisforeldri hvað varðar lögbundin réttindi þeirra enda hafa allir framangreindir þættir áhrif á möguleika þeirra til að standa sig vel í foreldrahlutverkinu. Vitaskuld virkar umrætt fyrirkomulag ekki í öllum tilvikum en það er óþarfi að gera slíkt fyrirkomulag ómögulegt í þeim tilvikum þar sem slíkt ætti að virka. Nóg er á börn lagt að þurfa að upplifa skilnað foreldra. Sem betur fer virðist hafa orðið nokkur vitundarvakning í þessum málum og vekur það von í brjósti umgengnisforeldra í þessari stöðu að umræður séu hafnar inn á Alþingi og að lagafrumvarpi þessu tengt hafi verið vísað til meðferðar sérstakra nefnda. Hins vegar þarf vart að nefna að það er gríðarlega mikilvægt að hafa hraðar hendur enda fyrst og fremst hagsmunir barnanna í húfi. Hugsum um börnin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í nútímasamfélagi hefur jafnréttisbarátta orðið æ meira áberandi og ber að fagna hverju skrefi sem stigið er fram á við í þeirri baráttu. Hins vegar er langt í land þegar kemur að foreldrajafnrétti, þá sérstaklega við samvistarslit. Við skilnað eða samvistarslit foreldra gildir sú meginregla að foreldrar fari með sameiginlega forsjá. Að auki verður það æ algengara að umgengni foreldra sé skipt jafnt þeirra á milli þegar aðstæður leyfa. Hefur fólk horft jákvæðum augum á slíkt fyrirkomulag enda er það sjálfsagt að báðir foreldrar taki jafnan þátt í uppeldi barna sinna. Hins vegar er raunin sú að staða þeirra foreldra sem ákveða að haga umgengni og forsjá á þennan veg er langt frá því að vera sambærileg. Í greindum tilvikum þurfa foreldrar að ákveða hvort þeirra verður skráð sem lögheimilisforeldri og hvort þeirra fær titilinn umgengnisforeldri. Á milli þeirra skilur himinn og haf þegar kemur að réttindum sem tengjast barninu. Þó svo að hugmyndin sé sú að báðir foreldrar standi jafnvíg er raunin sú að lögheimilisforeldrið er það foreldri sem hefur heimild til þess að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins og getur það reynst umgengnisforeldrinu ansi erfitt að hafa áhrif þar á ef ágreiningur er til staðar. Lögheimilisforeldrið fær einnig greiddar barnabætur, ef þeim er að skipta. Í öllum opinberum kerfum er lögheimilisforeldri skráð sem foreldri barnsins og er sjálfkrafa tekið tillit til framfærslu barns s.s. við útreikning á upphæð námslána og húsaleigubóta, svo ekki séu nefnd hin ýmsu fríðindi eins og t.d. systkinaafsláttur sem aðeins er í höndum lögheimilisforeldris að nýta. Að auki getur lögheimilisforeldri sótt um meðlagsgreiðslur úr hendi umgengnisforeldris þó svo að fyrir liggi að öllum kostnaði sé skipt jafnt á milli beggja foreldra. Þá er ónefndur sá möguleiki lögheimilisforeldris að drekkja umgengnisforeldri í skuldum við ríkið með því að fara fram á meðlagsgreiðslur afturvirkt með tilheyrandi dráttarvöxtum og innheimtukostnaði. Umgengnisforeldri er því almennt í mjög bágri stöðu enda gott sem týnt í kerfinu og rödd þess ansi veik. Sjálfsögð atriði eins og að fá upplýsingar um framvindu barns í skóla getur reynst erfitt og til að færa sönnur á því að umgengnisforeldrið eigi sitt eigið barn væri í raun tryggast að hafa ávallt vottorð við höndina til að sína fram á það. Í ofanálag getur umgengnisforeldrið t.d. þurft að þola hótanir af hálfu lögheimilisforeldri þar sem auknar eða afturvirkar meðlagsgreiðslur eru notaðar sem vopn eða þurft að grátbiðja lögheimilisforeldri um að deila barnabótunum, ef þeim er að skipta, þar sem það er alveg undir lögheimilisforeldrinu komið hvort það vilji deila þeim með hinu foreldrinu þrátt fyrir að umgengni sé skipt jafnt þeirra á milli. Heldur er ekkert tillit tekið til aðstæðna umgengnisforeldris ef það er t.d. á leigumarkaði eða í námi. Liggur við að panikkástand skapist ef að umgengnisforeldri óskar eftir því að tekið sé tillit til framfærslu barns í slíkum tilvikum. Það er því ekki að undra að þeirri spurningu sé velt upp hvaða réttindi sé í raun verið að tryggja með núverandi lagaumhverfi. Eru það réttindi barnsins? Ekki verður betur séð en að greindar aðstæður geti orðið til þess að börnum sé mismunað eftir því hvort það dvelst hjá lögheimilis- eða umgengnisforeldri og í verstu tilvikum geta aðstæður hjá umgengnisforeldri verið það erfiðar að það hreinlega treysti sér ekki eða hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að skipta umgengni jafnt þó svo að vilji sé fyrir hendi. Í barnalögum segir að það sem sé barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang og barn eigi rétt á að þekkja báða foreldra sína. Umgengni hlýtur að vera stór þáttur í því að þeim markmiðum verði náð og hlýtur það yfirleitt að vera barninu fyrir bestu að það hafi jafna möguleika til umgengni við báða foreldra sína. Í fullkomnum heimi ættu foreldrar hvort sem þeir búa saman eða ekki, að leggja áherslu á að hafa þarfir barnsins alltaf að leiðarljósi. Hins vegar er staðreyndin í mörgum tilvikum ekki svona einföld. Foreldrar eru mannlegir og oft gleymast börnin í deilum og særindum þeirra á milli. Getur slíkt orðið til þess að áherslurnar breytast úr því að tryggja barninu allt hið besta, í það að gera hvort öðru erfiðara fyrir. Í mínum huga er alveg ljóst að koma þarf til móts við umgengnisforeldri hvað varðar lögbundin réttindi þeirra enda hafa allir framangreindir þættir áhrif á möguleika þeirra til að standa sig vel í foreldrahlutverkinu. Vitaskuld virkar umrætt fyrirkomulag ekki í öllum tilvikum en það er óþarfi að gera slíkt fyrirkomulag ómögulegt í þeim tilvikum þar sem slíkt ætti að virka. Nóg er á börn lagt að þurfa að upplifa skilnað foreldra. Sem betur fer virðist hafa orðið nokkur vitundarvakning í þessum málum og vekur það von í brjósti umgengnisforeldra í þessari stöðu að umræður séu hafnar inn á Alþingi og að lagafrumvarpi þessu tengt hafi verið vísað til meðferðar sérstakra nefnda. Hins vegar þarf vart að nefna að það er gríðarlega mikilvægt að hafa hraðar hendur enda fyrst og fremst hagsmunir barnanna í húfi. Hugsum um börnin!
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun