Körfubolti

Keflavík semur við tvo kana | Damon Johnson snýr aftur á völlinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ruples í leik með Cincinnati Bearcats í vor.
Ruples í leik með Cincinnati Bearcats í vor. Vísir/Getty

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum  við Bandaríkjamennina Titus Rubles og Damon Johnson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deild karla.

Rubles, sem er framherji upp á 204 cm, kemur úr hinum sterka Cincinnati háskóla þar sem hann skoraði 7 stig og hirti 7 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili.

Ásamt því að gaf Rubles að meðaltali tvær stoðsendingar og verja 0,8 bolta að í leik á síðasta tímabili í háskólaboltanum en hann er upphaflega frá Dallas.

Damon Johnson er margfaldur Íslandsmeistari með Keflavík en hann er fæddur árið 1974 og verður fertugur á árinu. Hann er með íslenskt ríkisfang og getur því leikið með landa sínum á næsta tímabili.

Ásamt því að spila með Keflavík mun Damon spili aðstoða við ýmis verkefni tengd klúbbnum, þá aðallega yngriflokkum félagsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.