Skoðun

Hvers vegna getur heilbrigðisráðherra ekki svarað?

Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar


Til stendur að sameina heilbrigðisstofnanir í landinu. Ráðherra heilbrigðismála hefur haldið fundi með starfsfólki stofnana sem um ræðir, sveitarstjórnarmönnum o.fl. Rökin fyrir sameinu eru; styrkari stjórnun, aukið sjálfstæði, hagkvæmni og betri, öruggari og sveigjanlegri þjónusta. Á fundunum hefur ráðherra greint frá þessum markmiðum, og hlustað á heimamenn. Fagfólk, starfsfólk stofnana, sveitarstjórnarmenn og fleiri hafa sett fram spurningar enda um grundvallarbreytingu á heilbrigðiskerfinu að ræða.

Nú er það svo að enginn hefur fyrirfram sett sig á móti þessum hugmyndum. Hinsvegar hefur starfsfólk stofnana, sveitarstjórnarmenn og aðrir kallað eftir svörum ráðherra og ráðuneytis um hvernig skal ná þessum markmiðum. Þeim spurningum hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Það að setja fram spurningar um málið er ekki gagnrýni á það. Það verður ráðherrann að skilja.

Nú er svo komið að ráðherra reynir ekki að svara þessum spurningum heldur vísar í fjárlög íslenska ríksins fyrir árið 2014. Þar kemur fram að allar stofnanir í sama heilbrigðisumdæminu eru undir sama fjárlagalið. Það eitt og sér ákveður ekki rekstarfyrirkomulag á stofnunum enda stjórna fjárlög ekki heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Þessi röksemdarfærsla ráðherrans heldur því ekki.

Nei, ráðherran og ráðuneyti heilbirgðismála verður að geta svarað því hver ávinningurinn af þessum áformum er. Eitt er að hafa markmið en ráðherra og ráðuneytið hlýtur að geta svarað því hvernig á að ná þessum markmiðum? Er til of mikils mælst að fagfólk, sveitarstjórnarmenn og aðrir fái svör við spurningum sínum eða til hvers var samráðið í upphafi? Ráðherra verður að svara því hvernig hann hyggst uppfylla þessi markmið! Með einkavæðingu, niðurskurði, hvernig? Það að ráðherra setji svona fram og þurfi ekki að svara fyrir það gengur ekki.

Hjálmar Bogi Hafliðason



Skoðun

Sjá meira


×