Formaður framkvæmdastjórnar um afnám hafta vann fyrir ráðgjafa Glitnis Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. ágúst 2014 18:56 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist bera fullt traust til Glenn Kim. Glenn Victor Kim sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði sem yfirmann framkvæmdastjórnar um afnám gjaldeyrishafta starfaði þangað til í júní á þessu ári hjá Moelis & Company en fyrirtækið er einn helsti ráðgjafi slitastjórnar Glitnis banka varðandi nauðasamninga. Sett hefur verið spurningamerki við ráðningu Kim vegna þessara tengsla. Í síðasta mánuði tilkynnti fjármála- og efnahagsráðherra um ráðningu erlendra sérfræðinga sem yrðu stjórnvöldum til rágjafar varðandi afnám gjaldeyrishafta. Skipuð var sérstök framkvæmdastjórn um afnám hafta og Bandaríkjamaðurinn Glenn Victor Kim ráðinn formaður hennar. Kim hefur þegar uppfært Linkedin síðuna sína og greinir þar frá því að hann hafi verið starfsmaður fjármála- og efnahagsráðuneytisins síðan í júlí síðastliðnum. Þegar starfsferill Kim er skoðaður sést að hann var þangað til í júní á þessu ári starfsmaður bandaríska fjárfestingarbankans Moelis & Company. Þetta væri auðvitað ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Moelis hefur verið ráðgjafi slitastjórnar Glitnis á síðustu árum. Páll Eiríksson hjá slitastjórn Glitnis staðfesti að Moelis væri ráðgjafi slitastjórnarinnar og hefði verið um árabil. Hlutverk fyrirtækisins væri að endurskipuleggja eignasafn Glitnis og áætla endurheimtur í búið og undirbúa þá fjárhagslegu útreikninga sem þarf að fara í gegnum vegna nauðasamninga. Stjórnvöld og slitabúin hafa gagnstæða hagsmuni Þegar afnám gjaldeyrishafta og álitaefni varðandi eignir slitabúa föllnu bankanna eru annars vegar sitja stjórnvöld á öðrum enda borðsins og slitabúin á hinum. Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið þurfa að samþykkja undanþágu frá gjaldeyrishöftum svo nauðasamningar föllnu bankanna fari í gegn. Stjórnvöld og slitabúin hafa því gagnstæða hagsmuni í málinu. Heiðar Guðjónsson hagfræðingur sem hefur látið sig þessi mál varða sagði í samtali við fréttastofu að honum fyndist ekki trúverðugt að fyrrverandi starfsmaður Moelis væri í því hlutverki að leiða framkvæmdastjórn um afnám gjaldeyrishafta. Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson hjá slitastjórn Glitnis. Páll segir að þær upplýsingar hafi fengist frá Moelis & Company að Glenn Kim hafi ekkert komið að ráðgjöf fyrir Glitni en slitastjórnin segist hafa óttast að Kim væri vanhæfur gagnvart slitabúi bankans.Áhyggjur af hæfi og trúverðugleika Glenn Kim grundvallast einkum á því að hægt sé að spyrja hvort menn haldi tryggð við umbjóðanda í tímabundnu verkefni, í þessu tilviki íslenska ríkið, þegar menn hafi starfað í einhver ár hjá fyrirtæki (Moelis & Company) sem hafi af því beina hagsmuni að úrlausn varðandi slitabú föllnu bankanna og afnám gjaldeyrishafta sé á ákveðinn hátt. Páll Eiríksson segir að slitastjórn Glitnis hafi látið fjármálaráðuneytið vita af þessum tengslum. Slitastjórn Glitnis hafði að sögn Páls áhyggjur af því að Kim gæti verið vanhæfur gagnvart Glitni, þ.e. hvort hann hafi búið yfir trúnaðarupplýsingum um bankann. Páll segir að slitastjórn Glitnis hafi fengið þær upplýsingar hjá Moelis að Kim hafi ekki komið að málefnum Glitnis þegar hann starfaði hjá fyrirtækinu.Nýtur fulls trausts fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist bera fullt traust til Kim. „Moelis er fyrirtæki með á milli 500 til 1000 starfsmenn. Glenn Kim var aldrei að vinna að málefnum kröfuhafanna og er ekki starfsmaður þessa fyrirtækis lengur heldur er einfaldlega starfsmaður okkar í augnablikinu og hann hefur áunnið sér traust í samskiptum við fjármálaráðuneytið og hefur skilað þeim verkefnum mjög vel og þeirri ráðgjöf sem við höfum leitað til hans með. Til dæmis við að finna hina alþjóðlegu ráðgjafa sem núna eru komnir að borðinu með okkur. Hann er á mína ábyrgð og hann hefur fullt traust frá mér til að sinna þessu verkefni og leiða það,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var Kim byrjaður að vinna fyrir ráðuneytið óformlega sem ráðgjafi síðastliðið vor á meðan hann var enn starfsmaður Moelis. Þess skal getið að Kim hefur áður unnið fyrir íslensk stjórnvöld því hann var ráðgjafi Seðlabankans í ýmsum verkefnum eftir bankahrunið. Þá hefur hann unnið með bandaríska lögmanninum Lee Buchheit að málefnum skuldsettra þjóðríkja en Buchheit er á meðal þeirra erlendu ráðgjafa sem fjármálaráðuneytið réð í júlí síðastliðnum. Tengdar fréttir Lee Buchheit í teymi um afnám hafta Ráðin hefur verið framkvæmdastjórn um losun fjármagnshafta. Stjórnin verður skipuð fjórum sérfræðingum. 9. júlí 2014 17:51 Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Glenn Victor Kim sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði sem yfirmann framkvæmdastjórnar um afnám gjaldeyrishafta starfaði þangað til í júní á þessu ári hjá Moelis & Company en fyrirtækið er einn helsti ráðgjafi slitastjórnar Glitnis banka varðandi nauðasamninga. Sett hefur verið spurningamerki við ráðningu Kim vegna þessara tengsla. Í síðasta mánuði tilkynnti fjármála- og efnahagsráðherra um ráðningu erlendra sérfræðinga sem yrðu stjórnvöldum til rágjafar varðandi afnám gjaldeyrishafta. Skipuð var sérstök framkvæmdastjórn um afnám hafta og Bandaríkjamaðurinn Glenn Victor Kim ráðinn formaður hennar. Kim hefur þegar uppfært Linkedin síðuna sína og greinir þar frá því að hann hafi verið starfsmaður fjármála- og efnahagsráðuneytisins síðan í júlí síðastliðnum. Þegar starfsferill Kim er skoðaður sést að hann var þangað til í júní á þessu ári starfsmaður bandaríska fjárfestingarbankans Moelis & Company. Þetta væri auðvitað ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Moelis hefur verið ráðgjafi slitastjórnar Glitnis á síðustu árum. Páll Eiríksson hjá slitastjórn Glitnis staðfesti að Moelis væri ráðgjafi slitastjórnarinnar og hefði verið um árabil. Hlutverk fyrirtækisins væri að endurskipuleggja eignasafn Glitnis og áætla endurheimtur í búið og undirbúa þá fjárhagslegu útreikninga sem þarf að fara í gegnum vegna nauðasamninga. Stjórnvöld og slitabúin hafa gagnstæða hagsmuni Þegar afnám gjaldeyrishafta og álitaefni varðandi eignir slitabúa föllnu bankanna eru annars vegar sitja stjórnvöld á öðrum enda borðsins og slitabúin á hinum. Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið þurfa að samþykkja undanþágu frá gjaldeyrishöftum svo nauðasamningar föllnu bankanna fari í gegn. Stjórnvöld og slitabúin hafa því gagnstæða hagsmuni í málinu. Heiðar Guðjónsson hagfræðingur sem hefur látið sig þessi mál varða sagði í samtali við fréttastofu að honum fyndist ekki trúverðugt að fyrrverandi starfsmaður Moelis væri í því hlutverki að leiða framkvæmdastjórn um afnám gjaldeyrishafta. Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson hjá slitastjórn Glitnis. Páll segir að þær upplýsingar hafi fengist frá Moelis & Company að Glenn Kim hafi ekkert komið að ráðgjöf fyrir Glitni en slitastjórnin segist hafa óttast að Kim væri vanhæfur gagnvart slitabúi bankans.Áhyggjur af hæfi og trúverðugleika Glenn Kim grundvallast einkum á því að hægt sé að spyrja hvort menn haldi tryggð við umbjóðanda í tímabundnu verkefni, í þessu tilviki íslenska ríkið, þegar menn hafi starfað í einhver ár hjá fyrirtæki (Moelis & Company) sem hafi af því beina hagsmuni að úrlausn varðandi slitabú föllnu bankanna og afnám gjaldeyrishafta sé á ákveðinn hátt. Páll Eiríksson segir að slitastjórn Glitnis hafi látið fjármálaráðuneytið vita af þessum tengslum. Slitastjórn Glitnis hafði að sögn Páls áhyggjur af því að Kim gæti verið vanhæfur gagnvart Glitni, þ.e. hvort hann hafi búið yfir trúnaðarupplýsingum um bankann. Páll segir að slitastjórn Glitnis hafi fengið þær upplýsingar hjá Moelis að Kim hafi ekki komið að málefnum Glitnis þegar hann starfaði hjá fyrirtækinu.Nýtur fulls trausts fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist bera fullt traust til Kim. „Moelis er fyrirtæki með á milli 500 til 1000 starfsmenn. Glenn Kim var aldrei að vinna að málefnum kröfuhafanna og er ekki starfsmaður þessa fyrirtækis lengur heldur er einfaldlega starfsmaður okkar í augnablikinu og hann hefur áunnið sér traust í samskiptum við fjármálaráðuneytið og hefur skilað þeim verkefnum mjög vel og þeirri ráðgjöf sem við höfum leitað til hans með. Til dæmis við að finna hina alþjóðlegu ráðgjafa sem núna eru komnir að borðinu með okkur. Hann er á mína ábyrgð og hann hefur fullt traust frá mér til að sinna þessu verkefni og leiða það,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var Kim byrjaður að vinna fyrir ráðuneytið óformlega sem ráðgjafi síðastliðið vor á meðan hann var enn starfsmaður Moelis. Þess skal getið að Kim hefur áður unnið fyrir íslensk stjórnvöld því hann var ráðgjafi Seðlabankans í ýmsum verkefnum eftir bankahrunið. Þá hefur hann unnið með bandaríska lögmanninum Lee Buchheit að málefnum skuldsettra þjóðríkja en Buchheit er á meðal þeirra erlendu ráðgjafa sem fjármálaráðuneytið réð í júlí síðastliðnum.
Tengdar fréttir Lee Buchheit í teymi um afnám hafta Ráðin hefur verið framkvæmdastjórn um losun fjármagnshafta. Stjórnin verður skipuð fjórum sérfræðingum. 9. júlí 2014 17:51 Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Lee Buchheit í teymi um afnám hafta Ráðin hefur verið framkvæmdastjórn um losun fjármagnshafta. Stjórnin verður skipuð fjórum sérfræðingum. 9. júlí 2014 17:51
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun