Öll hálfnuðu verkin sem samt eru hafin ... Guðni Gunnarsson skrifar 20. júlí 2014 08:48 mynd/getty „Hálfnað er verk þá hafið er.“ Þessi staðhæfing getur alveg verið sönn. Um leið og við heitbindum okkur inn í skriflegt og tímasett markmið sem byggir á tilgangi erum við langt komin og þegar lögð af stað. En hver er þá ástæðan fyrir öllum hálfkláruðu verkunum? Ásetningi sem við setjum okkur, aftur og aftur, aðeins til að svíkja hann? Því að líf okkar er uppfullt af „góðum“ ásetningi um að bæta okkur á ýmsum sviðum lífsins – komast í betra form, hafa meira samband við vini og fjölskyldu, þrífa bílinn oftar, lesa meira. Listinn er ótæmandi.Ef ég tel mig sannarlega vilja komast í betra form og tek fyrsta skrefið með því að kaupa árskort í ræktina ... af hverju vel ég að hætta að mæta eftir þrjá mánuði?Fyrir þessu eru tvær ástæður:Fyrri ástæðan er skortur á innistæðu. Við gerum aðeins það sem við teljum okkur hafa heimild til að gera. Heimildin byggist á getu okkar til að þiggja ást og velsæld. Enginn fer umfram sína eigin heimild – hún er lykillinn að velsældinni.Síðari ástæðan er skortur á tilgangi. Um leið og ég set niður fyrir mér af hverju ég vil stunda líkamsrækt reglulega þá geri ég það – þegar tilgangurinn er ljós, þegar tilgangurinn er ást, þegar tilgangurinn er yfir höfuð til staðar. Því að líkamsrækt á for sendum skortsins (ég vil vera meira töff og aðlaðandi fyrir hina) mun ekki endast og hún verður alveg örugglega ekki til að auka ástina og frelsið í mínu lífi.Þegar við setjum okkur markmið sem eru skrifleg, nákvæm og tímasett, þá náum við þeim.Spakur maður sagði eitt sinn að markmið væru draumar með tímamörkum. Þegar þú vaknar og framkvæmir þá verða góðir draumar að veruleika, annar verða þeir að martröð. Það fannst mér alltaf gáfulega orðað. Og þykir enn. Kærleikur,Guðni Heilsa Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið
„Hálfnað er verk þá hafið er.“ Þessi staðhæfing getur alveg verið sönn. Um leið og við heitbindum okkur inn í skriflegt og tímasett markmið sem byggir á tilgangi erum við langt komin og þegar lögð af stað. En hver er þá ástæðan fyrir öllum hálfkláruðu verkunum? Ásetningi sem við setjum okkur, aftur og aftur, aðeins til að svíkja hann? Því að líf okkar er uppfullt af „góðum“ ásetningi um að bæta okkur á ýmsum sviðum lífsins – komast í betra form, hafa meira samband við vini og fjölskyldu, þrífa bílinn oftar, lesa meira. Listinn er ótæmandi.Ef ég tel mig sannarlega vilja komast í betra form og tek fyrsta skrefið með því að kaupa árskort í ræktina ... af hverju vel ég að hætta að mæta eftir þrjá mánuði?Fyrir þessu eru tvær ástæður:Fyrri ástæðan er skortur á innistæðu. Við gerum aðeins það sem við teljum okkur hafa heimild til að gera. Heimildin byggist á getu okkar til að þiggja ást og velsæld. Enginn fer umfram sína eigin heimild – hún er lykillinn að velsældinni.Síðari ástæðan er skortur á tilgangi. Um leið og ég set niður fyrir mér af hverju ég vil stunda líkamsrækt reglulega þá geri ég það – þegar tilgangurinn er ljós, þegar tilgangurinn er ást, þegar tilgangurinn er yfir höfuð til staðar. Því að líkamsrækt á for sendum skortsins (ég vil vera meira töff og aðlaðandi fyrir hina) mun ekki endast og hún verður alveg örugglega ekki til að auka ástina og frelsið í mínu lífi.Þegar við setjum okkur markmið sem eru skrifleg, nákvæm og tímasett, þá náum við þeim.Spakur maður sagði eitt sinn að markmið væru draumar með tímamörkum. Þegar þú vaknar og framkvæmir þá verða góðir draumar að veruleika, annar verða þeir að martröð. Það fannst mér alltaf gáfulega orðað. Og þykir enn. Kærleikur,Guðni
Heilsa Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið