Af konu og hval - tengsl eða tilviljun? Baldur Þorvaldsson skrifar 29. júlí 2014 12:00 Eftir tvö ár sem leiðsögumaður í hvalaskoðun í Reykjavík, Noregi og á Grundarfirði bý ég yfir ágætis þekkingu sem hjálpar við að svara spurningum farþega. Einstaka sinnum koma þó spurningar sem ég veit ekki svarið við eða reyni að forðast að svara beint. Ein er hvort hvalir séu mjög gáfaðir og önnur hvort þeir séu gæddir eitthvers konar skynjun á eða tengingu við okkur mannfólkið. Hvort þeir séu gáfaðari en gengur og gerist um spendýr skal ég ekki segja; hugtakið gáfnafar er enda frekar loðið og teygjanlegt; en varðandi hvort þeir búi yfir eitthvers konar skynjun eða tengingu hef ég reynt að draga úr þess konar hugmyndum frekar en hitt. Hvalir og höfrungar nálgast oft menn og báta en vafalítið mest sökum forvitni og leikgleði. Þó gerðist atvik á sjónum 17. júlí síðastliðinn sem fékk mig til að velta fyrir mér hvort þessir risar hafdjúpanna séu jafnvel dularfyllri en ég taldi áður. Langar mig að deila minningunni af atviki þessu hér. Við vorum í miðdegisferð og Hafsúlan var svo til full af farþegum. Á meðal þeirra voru þrjár mæðgur og var önnur dóttirin í hjólastól. Ég fæ alltaf smá sting þegar farþegar í hjólastól eru með. Maður vill að allir nái að sjá hvalina en hrefna, sú tegund sem við treystum mest á í Faxaflóa, er ekki stór í samanburði við aðra reyðarhvali. Hún sýnir jafnan ekki mikið af sér, kemur upp hratt og hverfur fljótt og hvar eða hversu nálægt skipinu er oft óútreiknanlegt. Við sem vinnum með hrefnum fáum þó tilfinningu fyrir hegðun hennar og bendum farþegum á hvert eigi að horfa og skipstjóra á hvernig eigi að haga skipinu með svokölluðu klukkukerfi. Farþegar þurfa þó oft að labba nokkuð um dekkið til að sjá sem best og mest. Sökum alls þessa getur hrefnuskoðun reynt á fólk með heilbrigða fætur og skiljanlega meira á fólk í hjólastólum. Þeir sem ég hef talað við hafa þó allir náð að sjá dýrin ágætlega. Þegar fyrsta hrefnan fannst fór ég til mægnanna og ráðlagði þeim að stilla hjólastólnum framarlega á stjórnborðshliðinni (þ.e. hægri hlið fyrir landkrabba). Ennfremur bað ég nálæga farþega að taka tillit til þeirra. Gulli skipstjóri vissi af konunni og reyndi sitt besta til að snúa skipinu þannig að hún sæi sem best en ólíklegt fannst mér að hún myndi sjá hvalinn vel. Ég vissi þó að ég hafði gert allt sem ég gæti gert og að framhaldið væri undir hrefnunni komið. Þegar ferðin var um hálfnuð sást til beinhákarls og beindist þá athyglin að honum. Var hann hinn rólegasti og snæddi sitt svif á meðan farþegarnir dáðust að þessum stóra en friðsama fiski. Ein eða tvær hrefnur voru að sniglast í grenndinni en flestra augu voru á hákarlinum. Sjálfur veitti ég hvölunum svo til enga athygli og var að einbeita mér að hákarlinum þegar ein hrefnan birtist allt í einu eins og skrattinn úr sauðaleggnum alveg við hliðina á okkur, stutt frá hákarlinum og framarlega á stjórnborðshlið, á fullkomnum stað fyrir konuna í hjólastólnum.Farþegarnir náðu frábærum myndum af hrefnunni.Mynd/Carine ZimmermannHrefnan kom upp í gegnum yfirborðið með galopinn kjaftinn og af svo miklum krafti að það er eins og hún hafi kafað undir skipið á fullu gasi áður. Inn í skíðisgirtann kjaftinn tók hún gúlsopa af sjó ásamt vafalaust sandsíli og lenti svo á bakinu í sjónum. Í yfirborðinu lá hún svo með magann útbelgdann meðan hún losaði sig við sjóinn gegnum skíðin og kyngdi svo sílinu áður en hún hvarf í djúpið. Ég fæ borgað fyrir að tala en ég sinnti ekki vinnu minni vegna þess að ég varð svo til kjaftstopp við þessa sýningu, og hef þó séð svona áður. Annað gilti þó um farþegana sem grétu, æptu og skræktu af fögnuði. Á landleið reyndi ég að spjalla við mæðgurnar til að heyra hvernig þeim hafði fundist ferðin en enskukunnátta þeirra var bágborin svo ekki varð mikið úr spjalli. Ég hef þó haft samskipti við nógu marga farþega til að geta fundið ágætlega á mér hvenær fólk er sátt og hvenær ósátt og treysti ég mér til að fullyrða að allar þrjár voru himinlifandi. Það er spurning hvort það var aðeins tilviljun að hrefnan kom upp nákvæmlega þarna og með svona líka baslagangi? Kann hún að hafa skynjað að um borð væri manneskja sem ætti erfitt en vildi sjá hana? Þessi hrefna var í einbeittum fæðuhugleiðingum og þegar svo er þá virðast þær hugsa lítið um það sem er í kringum þær. Það var þó vafalítið sandsíli á fleiri stöðum í kring en þetta var eina gleypistökkið sem við sáum í ferðinni. Einstaka sinnum sjáum við hrefnur taka svona stökk nokkrum sinnum en oftar aðeins einu sinni, enda tvístrast bráðin við svona atlögur. Vafalaust munu sumir hlægja að tilhugsuninni um að hvalir séu meira en bara syndandi grillsteik. Sjálfur treysti ég mér ekki til að skera úr um hvort þetta voru tengsl eða tilviljun en maður reynir að hafa opinn huga og útiloka ekki neitt. En haustið 1998 var farið í hvalaskoðun á Húsavík sem fékk viðstadda til að velta ýmsu fyrir sér varðandi hugsanlegar dularfyllri hliðar þessara hafbúa.Curtis Brown á Skjálfanda.Úr Stiklum Ómars RagnarssonarÍ október það ár kom til Íslands 16 ára breskur drengur, Curtis Brown, ásamt fjölskyldu sinni. Curtis var fársjúkur af hvítblæði og dauðvona en átti sér þá ósk heitasta að fá að sjá hvali áður en hann dæi og valdi fjölskylda hans til þess Húsavík. Curtis var orðinn svo þreklítill að hann varð að notast við hjólastól og fá súrefnisgjöf úr kút. Fékk Ásbjörn Björgvinsson, nú formaður Ferðamálasamtaka Íslands og þáverandi forstöðumaður hvalasafnsins á Húsavík, það verkefni að vera þeim innan handar en jafnvel var talið óvíst að Curtis myndi lifa Íslandsferðina af. Varð ferð þessi hluti af Stikluþætti Ómars Ragnarssonar sem bar heitið Á slóð Náttfara. Skartaði Skjálfandi sínu fegursta eftir súld dagana á undan. Siglt var út á bátnum Náttfara og skoðuð hrefna. Höfðu menn um borð á orði að það væri eins og hrefnurnar finndu eitthvað á sér varðandi Curtis þar sem þær komu alltaf upp á þeirri hlið sem hann var á og oft mjög nærri honum. Einnig syntu höfrungar með stefninu. Curtis var alsæll en úrvinda er komið var aftur til Húsavíkur. Flytja þurfti hann með sjúkrabíl til Akureyrar og þaðan heim til Bretlands með sjúkraflugi þar sem hann lést örfáum dögum síðar. Hinsta ósk hans varð Ómari Ragnarssyni innblástur að laginu Maður og hvalur.Maður og hvalur (Lag og texti: Ómar Ragnarsson – birt með leyfi Ómars)Maður og hvalurmætast á hafsins öldu slóðbáðir með lungu og heitt blóðMaður og hvalur.Maður og hvalurSúrefnið teiga og soga djúptmikið er lífið munasljúftMaður og hvalur.En eithvað býr undireitthvað svo sárt úr augum skínenginn fær flúið örlög sínaugnablik stutt er línan hvín.Óræður geigurhorfast í augu í hinsta sinnannar mun lifa en ekki hinnþví hann er feigur.Maður og hvalurmætast á hafsins öldu slóðbáðir með lungu og heitt blóðMaður og hvalur Maður og hvalur.Súrefnið teiga og soga djúptmikið er lífið munasljúftMaður og hvalur.En eithvað býr undireitthvað svo sárt úr augum skínenginn fær flúið örlög sínaugnablik stutt og þrekið dvín.Óræður geigurhorfast í augu í hinsta sinnannar mun lifa en ekki hinnþví hann er feigur.Ungi maðurinn sem andköf tekurofurlhljótt hvíslar þáFarðu og njóttu lífsins ljúfi vinurer liftir þér báran blá.Baðaður í geislum sumarsólarsyntu í burt frá mérSíðan vil ég deyja sæll og glaðurog sökkva í djúpið með þér.Óskastund alsæl.Uppfyllt er lífsins heita þráþað er að fjara út föl er bráfeigðin hún kallar drenginn á.Sjókuldinn svalurÞeir horfast í augu í hinsta sinnAnnar mun lifa en ekki hinnMaður og hvalur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir tvö ár sem leiðsögumaður í hvalaskoðun í Reykjavík, Noregi og á Grundarfirði bý ég yfir ágætis þekkingu sem hjálpar við að svara spurningum farþega. Einstaka sinnum koma þó spurningar sem ég veit ekki svarið við eða reyni að forðast að svara beint. Ein er hvort hvalir séu mjög gáfaðir og önnur hvort þeir séu gæddir eitthvers konar skynjun á eða tengingu við okkur mannfólkið. Hvort þeir séu gáfaðari en gengur og gerist um spendýr skal ég ekki segja; hugtakið gáfnafar er enda frekar loðið og teygjanlegt; en varðandi hvort þeir búi yfir eitthvers konar skynjun eða tengingu hef ég reynt að draga úr þess konar hugmyndum frekar en hitt. Hvalir og höfrungar nálgast oft menn og báta en vafalítið mest sökum forvitni og leikgleði. Þó gerðist atvik á sjónum 17. júlí síðastliðinn sem fékk mig til að velta fyrir mér hvort þessir risar hafdjúpanna séu jafnvel dularfyllri en ég taldi áður. Langar mig að deila minningunni af atviki þessu hér. Við vorum í miðdegisferð og Hafsúlan var svo til full af farþegum. Á meðal þeirra voru þrjár mæðgur og var önnur dóttirin í hjólastól. Ég fæ alltaf smá sting þegar farþegar í hjólastól eru með. Maður vill að allir nái að sjá hvalina en hrefna, sú tegund sem við treystum mest á í Faxaflóa, er ekki stór í samanburði við aðra reyðarhvali. Hún sýnir jafnan ekki mikið af sér, kemur upp hratt og hverfur fljótt og hvar eða hversu nálægt skipinu er oft óútreiknanlegt. Við sem vinnum með hrefnum fáum þó tilfinningu fyrir hegðun hennar og bendum farþegum á hvert eigi að horfa og skipstjóra á hvernig eigi að haga skipinu með svokölluðu klukkukerfi. Farþegar þurfa þó oft að labba nokkuð um dekkið til að sjá sem best og mest. Sökum alls þessa getur hrefnuskoðun reynt á fólk með heilbrigða fætur og skiljanlega meira á fólk í hjólastólum. Þeir sem ég hef talað við hafa þó allir náð að sjá dýrin ágætlega. Þegar fyrsta hrefnan fannst fór ég til mægnanna og ráðlagði þeim að stilla hjólastólnum framarlega á stjórnborðshliðinni (þ.e. hægri hlið fyrir landkrabba). Ennfremur bað ég nálæga farþega að taka tillit til þeirra. Gulli skipstjóri vissi af konunni og reyndi sitt besta til að snúa skipinu þannig að hún sæi sem best en ólíklegt fannst mér að hún myndi sjá hvalinn vel. Ég vissi þó að ég hafði gert allt sem ég gæti gert og að framhaldið væri undir hrefnunni komið. Þegar ferðin var um hálfnuð sást til beinhákarls og beindist þá athyglin að honum. Var hann hinn rólegasti og snæddi sitt svif á meðan farþegarnir dáðust að þessum stóra en friðsama fiski. Ein eða tvær hrefnur voru að sniglast í grenndinni en flestra augu voru á hákarlinum. Sjálfur veitti ég hvölunum svo til enga athygli og var að einbeita mér að hákarlinum þegar ein hrefnan birtist allt í einu eins og skrattinn úr sauðaleggnum alveg við hliðina á okkur, stutt frá hákarlinum og framarlega á stjórnborðshlið, á fullkomnum stað fyrir konuna í hjólastólnum.Farþegarnir náðu frábærum myndum af hrefnunni.Mynd/Carine ZimmermannHrefnan kom upp í gegnum yfirborðið með galopinn kjaftinn og af svo miklum krafti að það er eins og hún hafi kafað undir skipið á fullu gasi áður. Inn í skíðisgirtann kjaftinn tók hún gúlsopa af sjó ásamt vafalaust sandsíli og lenti svo á bakinu í sjónum. Í yfirborðinu lá hún svo með magann útbelgdann meðan hún losaði sig við sjóinn gegnum skíðin og kyngdi svo sílinu áður en hún hvarf í djúpið. Ég fæ borgað fyrir að tala en ég sinnti ekki vinnu minni vegna þess að ég varð svo til kjaftstopp við þessa sýningu, og hef þó séð svona áður. Annað gilti þó um farþegana sem grétu, æptu og skræktu af fögnuði. Á landleið reyndi ég að spjalla við mæðgurnar til að heyra hvernig þeim hafði fundist ferðin en enskukunnátta þeirra var bágborin svo ekki varð mikið úr spjalli. Ég hef þó haft samskipti við nógu marga farþega til að geta fundið ágætlega á mér hvenær fólk er sátt og hvenær ósátt og treysti ég mér til að fullyrða að allar þrjár voru himinlifandi. Það er spurning hvort það var aðeins tilviljun að hrefnan kom upp nákvæmlega þarna og með svona líka baslagangi? Kann hún að hafa skynjað að um borð væri manneskja sem ætti erfitt en vildi sjá hana? Þessi hrefna var í einbeittum fæðuhugleiðingum og þegar svo er þá virðast þær hugsa lítið um það sem er í kringum þær. Það var þó vafalítið sandsíli á fleiri stöðum í kring en þetta var eina gleypistökkið sem við sáum í ferðinni. Einstaka sinnum sjáum við hrefnur taka svona stökk nokkrum sinnum en oftar aðeins einu sinni, enda tvístrast bráðin við svona atlögur. Vafalaust munu sumir hlægja að tilhugsuninni um að hvalir séu meira en bara syndandi grillsteik. Sjálfur treysti ég mér ekki til að skera úr um hvort þetta voru tengsl eða tilviljun en maður reynir að hafa opinn huga og útiloka ekki neitt. En haustið 1998 var farið í hvalaskoðun á Húsavík sem fékk viðstadda til að velta ýmsu fyrir sér varðandi hugsanlegar dularfyllri hliðar þessara hafbúa.Curtis Brown á Skjálfanda.Úr Stiklum Ómars RagnarssonarÍ október það ár kom til Íslands 16 ára breskur drengur, Curtis Brown, ásamt fjölskyldu sinni. Curtis var fársjúkur af hvítblæði og dauðvona en átti sér þá ósk heitasta að fá að sjá hvali áður en hann dæi og valdi fjölskylda hans til þess Húsavík. Curtis var orðinn svo þreklítill að hann varð að notast við hjólastól og fá súrefnisgjöf úr kút. Fékk Ásbjörn Björgvinsson, nú formaður Ferðamálasamtaka Íslands og þáverandi forstöðumaður hvalasafnsins á Húsavík, það verkefni að vera þeim innan handar en jafnvel var talið óvíst að Curtis myndi lifa Íslandsferðina af. Varð ferð þessi hluti af Stikluþætti Ómars Ragnarssonar sem bar heitið Á slóð Náttfara. Skartaði Skjálfandi sínu fegursta eftir súld dagana á undan. Siglt var út á bátnum Náttfara og skoðuð hrefna. Höfðu menn um borð á orði að það væri eins og hrefnurnar finndu eitthvað á sér varðandi Curtis þar sem þær komu alltaf upp á þeirri hlið sem hann var á og oft mjög nærri honum. Einnig syntu höfrungar með stefninu. Curtis var alsæll en úrvinda er komið var aftur til Húsavíkur. Flytja þurfti hann með sjúkrabíl til Akureyrar og þaðan heim til Bretlands með sjúkraflugi þar sem hann lést örfáum dögum síðar. Hinsta ósk hans varð Ómari Ragnarssyni innblástur að laginu Maður og hvalur.Maður og hvalur (Lag og texti: Ómar Ragnarsson – birt með leyfi Ómars)Maður og hvalurmætast á hafsins öldu slóðbáðir með lungu og heitt blóðMaður og hvalur.Maður og hvalurSúrefnið teiga og soga djúptmikið er lífið munasljúftMaður og hvalur.En eithvað býr undireitthvað svo sárt úr augum skínenginn fær flúið örlög sínaugnablik stutt er línan hvín.Óræður geigurhorfast í augu í hinsta sinnannar mun lifa en ekki hinnþví hann er feigur.Maður og hvalurmætast á hafsins öldu slóðbáðir með lungu og heitt blóðMaður og hvalur Maður og hvalur.Súrefnið teiga og soga djúptmikið er lífið munasljúftMaður og hvalur.En eithvað býr undireitthvað svo sárt úr augum skínenginn fær flúið örlög sínaugnablik stutt og þrekið dvín.Óræður geigurhorfast í augu í hinsta sinnannar mun lifa en ekki hinnþví hann er feigur.Ungi maðurinn sem andköf tekurofurlhljótt hvíslar þáFarðu og njóttu lífsins ljúfi vinurer liftir þér báran blá.Baðaður í geislum sumarsólarsyntu í burt frá mérSíðan vil ég deyja sæll og glaðurog sökkva í djúpið með þér.Óskastund alsæl.Uppfyllt er lífsins heita þráþað er að fjara út föl er bráfeigðin hún kallar drenginn á.Sjókuldinn svalurÞeir horfast í augu í hinsta sinnAnnar mun lifa en ekki hinnMaður og hvalur.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar