Gjaldeyrishöft geta orðið ávanabindandi Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 18. júlí 2014 12:14 Gengi krónunnar hríðféll í kjölfar bankahrunsins. Vísir/GVA Fjallað er um íslensku gjaldeyrishöftin og áhrif þeirra í grein sem birt var í viðskiptablaðinu Financial Times í gær. Höfundur greinarinnar, Gillian Tett, hefur áður fjallað um Ísland og fjárhag þjóðarinnar. Í þetta skiptið beinir hún sjónum sínum að gjaldeyrishöftunum sem íslenska ríkisstjórnin kom á til að hindra víðtækan gjaldeyrisflótta í kjölfar bankahrunsins árið 2008. Tett segir að notkun gjaldeyrishafta hafi gefið efnahag þjóðarinnar gott öndunarsvigrúm til þess að jafna sig á hruninu. Þá hafi mikil aukning í ferðamannaþjónustu, orkuframleiðslu og upplýsingatæknigeiranum bætt upp fyrir gríðarlegt brottfall úr bönkum og fjármálafyrirtækjum. Höfundur talar einnig um að þjóðinni hafi tekist að snúa kreppu í stöðugan hagvöxt, þrátt fyrir þungbært gengisfall krónunnar, og að leiðtogar Portúgal, Grikklands og Ítalíu séu líkast til örlítið afbrýðisamir í garð Íslands. Þó vill höfundur meina að leið stjórnvalda til þess að ná þessum góða árangri sé vafasöm. Hún segir að gjaldeyrishöftin, sem upphaflega voru ætluð sem bráðabirgðalausn, geti orðið Íslandi ávanabindandi.Þjóðernissinnuð stjórnvöldTett talar um að vegna þjóðernissinnaðrar afstöðu ráðandi stjórnvalda sé ekki líklegt að erlendir lánadrottnar, sem eiga tilkall til hluta þrotabúa föllnu bankanna, fái nema brotabrot af því sem þeir óska eftir að fá. Henni finnst líklegast að deilur stjórnvalda og fjárfestanna erlendu endi líklega í langdregnum réttarhöldum eða þá að gjaldeyrishöftin, sem áttu aðeins að standa meðan þjóðin náði andanum, verði framlengd um óákveðinn tíma. Tett segir að vegna yfirvofandi skulda ríkisins, sem nema rúmlega 221 prósentu vergrar þjóðarframleiðslu, sé aðeins of þægilegt fyrir stjórnvöld að geta falið sig bak við höftin. Höfundur segir að þjóðir af öllum stærðargráðum geti dregið lærdóm af íslenska ástandinu. Sérstaklega vegna þess að víða um heim fara skuldir hækkandi, en ekki lækkandi. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Fjallað er um íslensku gjaldeyrishöftin og áhrif þeirra í grein sem birt var í viðskiptablaðinu Financial Times í gær. Höfundur greinarinnar, Gillian Tett, hefur áður fjallað um Ísland og fjárhag þjóðarinnar. Í þetta skiptið beinir hún sjónum sínum að gjaldeyrishöftunum sem íslenska ríkisstjórnin kom á til að hindra víðtækan gjaldeyrisflótta í kjölfar bankahrunsins árið 2008. Tett segir að notkun gjaldeyrishafta hafi gefið efnahag þjóðarinnar gott öndunarsvigrúm til þess að jafna sig á hruninu. Þá hafi mikil aukning í ferðamannaþjónustu, orkuframleiðslu og upplýsingatæknigeiranum bætt upp fyrir gríðarlegt brottfall úr bönkum og fjármálafyrirtækjum. Höfundur talar einnig um að þjóðinni hafi tekist að snúa kreppu í stöðugan hagvöxt, þrátt fyrir þungbært gengisfall krónunnar, og að leiðtogar Portúgal, Grikklands og Ítalíu séu líkast til örlítið afbrýðisamir í garð Íslands. Þó vill höfundur meina að leið stjórnvalda til þess að ná þessum góða árangri sé vafasöm. Hún segir að gjaldeyrishöftin, sem upphaflega voru ætluð sem bráðabirgðalausn, geti orðið Íslandi ávanabindandi.Þjóðernissinnuð stjórnvöldTett talar um að vegna þjóðernissinnaðrar afstöðu ráðandi stjórnvalda sé ekki líklegt að erlendir lánadrottnar, sem eiga tilkall til hluta þrotabúa föllnu bankanna, fái nema brotabrot af því sem þeir óska eftir að fá. Henni finnst líklegast að deilur stjórnvalda og fjárfestanna erlendu endi líklega í langdregnum réttarhöldum eða þá að gjaldeyrishöftin, sem áttu aðeins að standa meðan þjóðin náði andanum, verði framlengd um óákveðinn tíma. Tett segir að vegna yfirvofandi skulda ríkisins, sem nema rúmlega 221 prósentu vergrar þjóðarframleiðslu, sé aðeins of þægilegt fyrir stjórnvöld að geta falið sig bak við höftin. Höfundur segir að þjóðir af öllum stærðargráðum geti dregið lærdóm af íslenska ástandinu. Sérstaklega vegna þess að víða um heim fara skuldir hækkandi, en ekki lækkandi.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun