Viðskipti innlent

Fríverslunarsamningur við Kína tók gildi í dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá fundi utanríkisráðherranna í síðustu viku.
Frá fundi utanríkisráðherranna í síðustu viku. Mynd/Utanríkisráðuneytið
„Samningurinn um fríverslun við Kína er mikilvægasti samningurinn sem Ísland hefur gert sl. 20 ár,“ segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, í pistli í Fréttablaðinu í dag.

Samningurinn tekur gildi í dag og hefur í för með sér að Íslendingar geta keypt vöru frá Kína án tolla.

„Fyrir útflutning er samningurinn hvalreki, sérstaklega sjávarútveg sem getur nú selt tollfrjálst inn á markað með 400 milljóna hollustudrifna millistétt með góða kaupgetu,“ segir Össur um samninginn.

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fundaði með utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, í vikunni . Var um að ræða fyrsta formlega fund milli utanríkisráðherra Kína og Íslands eftir að leiðtogaskipti urðu í Kína í fyrra.

Sagði kínverski utanríkisráðherrann samband Íslands og Kína einstakt að því er fram kemur á vef Utanríkisráðuneytisins. Viðskipti ríkjanna hefðu aukist þrátt fyrir efnahagslega lægð síðustu ára. Frekari möguleiki á vexti yrðu með fríverslunarsamningnum sem nú hefur formlega tekið gildi.

„Millistétt Kínverja er talin vera stærri en sem nemur heildarfjölda Bandaríkjamanna og nærri því að taka fram úr þeim sem stærsta hagkerfi heims,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra í innsendri grein í Fréttablaðinu í dag.


Tengdar fréttir

Til hagsbóta fyrir heimilin

Í dag, 1. júlí, tekur gildi fríverslunarsamningur Íslands og Kína en Ísland var fyrst ríkja Evrópu til að undirrita fríverslunarsamning við Kína.

Utanríkisráðherra fundar í Kína

Í dag átti Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fund í Peking með viðskiptaráðherra Kína, Gao Hucheng, í tilefni af gildistöku fríverslunarsamnings Íslands og Kína 1. júlí nk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×