Hannes: Þarf að lækka þennan fæðis- og ferðakostnað Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2014 15:28 „Kostnaðurinn í Dominos-deild karla á síðasta ári var 85.000 krónur á leikinn í deildarkeppninni og 117.000 krónur í úrslitakeppninni. Heildardómarakostnaðurinn var 14 milljónir.“ Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við ArnarBjörnsson, en eins og Fréttablaðið greindi frá í dag vilja forráðamenn félaganna í landinu lækka dómarakostnaðinn, meðal annars til að standa undir kostnaði af heimaleikjum. „Ég held að menn geti staðið undir þessu, en við þurfum að finna leið til að gera það. Þetta er bara einn hluti af partur af mörgum hjá okkur. Þetta er eitt af því sem þú býrð við þegar þú ert með íþróttina um allt landið,“ segir Hannes. „Ferða- og fæðiskostnaður er eitthvað sem er öllum íþróttafélögum mikill baggi - sérstaklega á landsbyggðinni. Þarna verða menn að reyna að standa saman og reyna að finna lausn til þess að lækka þessa tölu.“ Dómarakostnaðurinn er eitthvað sem knattspyrnufélögin þurfa ekki að hafa áhyggjur af því KSÍ borgar hann. „Við erum ekki svo heppin. Það er líka eitt okkar helsta baráttumál - að vinna með Alþjóðlega sambandinu okkar. Stundum fáum við 0 krónur og stundum 2-3 milljónir.“ „Þetta er flóknara í körfuboltanum hvað varðar hvernig peningarnir skila sér inn í hreyfinguna. Ef við tökum Meistaradeild Evrópu í fótbolta sem dæmi þá er hún hjá UEFA. Á meðan að helsti gullkálfurinn í körfunni, NBA, er rekið af einkaaðilum og kemur ekki nálægt Alþjóða sérsambandinu. Sama með Meistaradeild Evrópu í körfubolta. Hún er líka í eigu einkaaðila. En það er okkar baráttumál að fá meiri pening þaðan,“ segir Hannes. Í heildina eru allir sáttir við launakostnað dómarannna í körfuboltanum, en það eru gjöld fyrir ferðir og fæði sem félögin ráða ekki við. „Í rauninni má segja að allir séu sammála um að sú tala sé eitthvað sem er ásættanleg. Það er þessi ferða- og fæðiskostnaður sem verið er að reyna að lækka. Við höfum lækkað hann með því að semja við bílaleiguna Hertz. En við erum að vinna í þessu áfram.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Dómararnir í körfuboltanum eru alltof dýrir að mati félaganna Körfuboltafélög ná ekki upp í dómarakostnað með tekjum af heimaleikjum. Blóðugt að borga þremur mönnum sama pening og fæða má heilt lið með. 2. júlí 2014 07:00 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Sjá meira
„Kostnaðurinn í Dominos-deild karla á síðasta ári var 85.000 krónur á leikinn í deildarkeppninni og 117.000 krónur í úrslitakeppninni. Heildardómarakostnaðurinn var 14 milljónir.“ Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við ArnarBjörnsson, en eins og Fréttablaðið greindi frá í dag vilja forráðamenn félaganna í landinu lækka dómarakostnaðinn, meðal annars til að standa undir kostnaði af heimaleikjum. „Ég held að menn geti staðið undir þessu, en við þurfum að finna leið til að gera það. Þetta er bara einn hluti af partur af mörgum hjá okkur. Þetta er eitt af því sem þú býrð við þegar þú ert með íþróttina um allt landið,“ segir Hannes. „Ferða- og fæðiskostnaður er eitthvað sem er öllum íþróttafélögum mikill baggi - sérstaklega á landsbyggðinni. Þarna verða menn að reyna að standa saman og reyna að finna lausn til þess að lækka þessa tölu.“ Dómarakostnaðurinn er eitthvað sem knattspyrnufélögin þurfa ekki að hafa áhyggjur af því KSÍ borgar hann. „Við erum ekki svo heppin. Það er líka eitt okkar helsta baráttumál - að vinna með Alþjóðlega sambandinu okkar. Stundum fáum við 0 krónur og stundum 2-3 milljónir.“ „Þetta er flóknara í körfuboltanum hvað varðar hvernig peningarnir skila sér inn í hreyfinguna. Ef við tökum Meistaradeild Evrópu í fótbolta sem dæmi þá er hún hjá UEFA. Á meðan að helsti gullkálfurinn í körfunni, NBA, er rekið af einkaaðilum og kemur ekki nálægt Alþjóða sérsambandinu. Sama með Meistaradeild Evrópu í körfubolta. Hún er líka í eigu einkaaðila. En það er okkar baráttumál að fá meiri pening þaðan,“ segir Hannes. Í heildina eru allir sáttir við launakostnað dómarannna í körfuboltanum, en það eru gjöld fyrir ferðir og fæði sem félögin ráða ekki við. „Í rauninni má segja að allir séu sammála um að sú tala sé eitthvað sem er ásættanleg. Það er þessi ferða- og fæðiskostnaður sem verið er að reyna að lækka. Við höfum lækkað hann með því að semja við bílaleiguna Hertz. En við erum að vinna í þessu áfram.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Dómararnir í körfuboltanum eru alltof dýrir að mati félaganna Körfuboltafélög ná ekki upp í dómarakostnað með tekjum af heimaleikjum. Blóðugt að borga þremur mönnum sama pening og fæða má heilt lið með. 2. júlí 2014 07:00 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Sjá meira
Dómararnir í körfuboltanum eru alltof dýrir að mati félaganna Körfuboltafélög ná ekki upp í dómarakostnað með tekjum af heimaleikjum. Blóðugt að borga þremur mönnum sama pening og fæða má heilt lið með. 2. júlí 2014 07:00