Hamilton sækir innblástur til Muhammads Ali Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júlí 2014 15:45 Lewis Hamilton er í öðru sæti stigakeppninnar. vísir/getty Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes í Formúlu 1, segist sækja innblástur til hnefaleikakappans MuhammadsAli fyrir Silverstone-kappaksturinn sem fram fer á sunnudaginn. Hamilton byrjaði tímabilið frábærlega og vann fjórar af fyrstu fimm keppnunum. Síðan þá hefur Hamilton lent í öðru sæti í tvígang á eftir liðsfélaga sínum NicoRosberg, en í Kanada þurfti hann að hætta keppni. Rosberg hefur verið mjög stöðugur á tímabilinu; unnið þrjár keppnir og lent fimm sinnum í öðru sæti. Hann er í efsta sæti stigakeppni ökumanna eftir átta kappakstra með 165 stig, 29 stigum á undan Hamilton. „Ég hugsa mikið um Muhammad Ali,“ segir Hamilton í viðtali við BBC og vísar til „rope a dope“-bardagans gegn GeorgeForman árið 1974. „Hann hélt sig við reipin og leyfði Forman að hafa yfirhöndina þar til hann ákvað að nú væri nóg komið og sneri bardaganum sér í hag. Ég vonast til að geta gert svipaða hluti. Ali veitir mér innblástur.“ Það skiptir Breta miklu máli að vinna Silverstone-kappaksturinn á heimavelli, en það tókst Hamilton árið 2008 þegar hann varð meistari með McLaren. Rosberg vann á Silverstone í fyrra nokkuð óvænt en það kæmi fáum á óvart ef hann myndi fagna sigri á sunnudaginn. Mercedes-bílarnir eru nær ósigrandi og unnu Hamilton og Rosberg fyrstu sjö keppnir ársins áður en Felipe Massa vann afar óvæntan sigur í Kanada.Svona hefur tímabilið verið; einn Mercedes bíll á eftir þeim næsta í baráttunni um fyrsta sæti.vísir/getty Formúla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes í Formúlu 1, segist sækja innblástur til hnefaleikakappans MuhammadsAli fyrir Silverstone-kappaksturinn sem fram fer á sunnudaginn. Hamilton byrjaði tímabilið frábærlega og vann fjórar af fyrstu fimm keppnunum. Síðan þá hefur Hamilton lent í öðru sæti í tvígang á eftir liðsfélaga sínum NicoRosberg, en í Kanada þurfti hann að hætta keppni. Rosberg hefur verið mjög stöðugur á tímabilinu; unnið þrjár keppnir og lent fimm sinnum í öðru sæti. Hann er í efsta sæti stigakeppni ökumanna eftir átta kappakstra með 165 stig, 29 stigum á undan Hamilton. „Ég hugsa mikið um Muhammad Ali,“ segir Hamilton í viðtali við BBC og vísar til „rope a dope“-bardagans gegn GeorgeForman árið 1974. „Hann hélt sig við reipin og leyfði Forman að hafa yfirhöndina þar til hann ákvað að nú væri nóg komið og sneri bardaganum sér í hag. Ég vonast til að geta gert svipaða hluti. Ali veitir mér innblástur.“ Það skiptir Breta miklu máli að vinna Silverstone-kappaksturinn á heimavelli, en það tókst Hamilton árið 2008 þegar hann varð meistari með McLaren. Rosberg vann á Silverstone í fyrra nokkuð óvænt en það kæmi fáum á óvart ef hann myndi fagna sigri á sunnudaginn. Mercedes-bílarnir eru nær ósigrandi og unnu Hamilton og Rosberg fyrstu sjö keppnir ársins áður en Felipe Massa vann afar óvæntan sigur í Kanada.Svona hefur tímabilið verið; einn Mercedes bíll á eftir þeim næsta í baráttunni um fyrsta sæti.vísir/getty
Formúla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira