Fótbolti

Guðbjörg farin frá Potsdam til Lilleström

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðbjörg Gunnarsdóttir er komin aftur til Noregs.
Guðbjörg Gunnarsdóttir er komin aftur til Noregs. vísir/getty
Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, er hætt hjá þýska stórliðinu Potsdam og búin að semja við norska úrvalsdeildarliðið Lilleström, en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Guðjbörg gekk í raðir Potsdam, sem er sexfaldur meistari þar í landi og tvöfaldur Evrópumeistari, frá norska liðinu Avaldsnes um áramótin en dvö hennar í Þýskalandi er nú lokið.

„Þýskaland var erfitt á marga vegu. Eins og við æfðum var ekki hugsunin að reyna að bæta sig heldur koma sér í gegnum æfinguna án meiðsla. En Lilleström vill mér persónulega miklu betur og ég þurfti að komast í umhverfi þar sem maður er manneskja en ekki hlutur,“ segir Guðbjörg í samtali við Andra YrkilValsson í Morgunblaðinu í dag.

Norska deildin er í sumarfríi en þar er Lilleström á toppnum með sjö stiga forystu á næsta lið. Deildin hefst 9. ágúst og segist Guðbjörg vera staðráðin í að verða aðalmarkvörður liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×