Viðskipti innlent

Kickup aftur á markað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Már Ketilsson á góðri stundu.
Guðmundur Már Ketilsson á góðri stundu.
Munntóbakslíkið Kickup, sem innkallað var úr verslunum í fyrr að ósk Matvælastofnunar, er komið aftur í búðir. Varan var tekin úr umferð þar sem hún þótti ekki uppfylla lög um matvæli.

Gamla varan innihélt koffín en í lögum segir að íblöndun koffíns í aðrar vörur en drykkjarvörur sé óheimil. Í tilkynningu frá Kickup kemur fram að vörunni hafi verið breytt til þess að mæta þeim skilyrðum sem fæðubótaefni þurfi að uppfylla.

„Ný vara leit svo dagsins ljós í janúar 2014 og er hún nú aftur fáanleg í hillum verslana útum allt land en framleiðendurnir eru það ánægðir með niðurstöðuna að þeir ætla að skipta út allri sinni framleiðslu fyrir "íslensku" uppskriftina,“ segir í tilkynningunni.

Samkvæmt Guðmundi Má Ketilssyni hjá Kickup var fyrst reynt að flytja Kickup til landsins árið 2011. Þá sem fæðubótarefni.

„En varan var þá stoppuð í tollinum og flokkuð sem tóbakslíki og sem slík þurftum við að greiða af henni tóbaksgjöld og ÁTVR þurfti að sjá um alla sölu og dreifingu sem við samþykktum ekki og í raun ÁTVR ekki heldur þar sem varan inniheldur hvorki tóbak né nikótín.“

Lagabreyting var samþykkt á Alþingi í desember 2012 og innflutningur á tóbakslíkinu Kickup hófst í janúar 2013.

„Eftir að hafa verið í hillum verslana í rúmlega mánuð gerði MAST sem sagt athugasemdir með fyrirframgreindum afleiðingum og við þurftum að innkalla allar vörur úr verslunum en meginástæða innköllunar var sú að varan innihélt viðbætt koffín. Við kærðum málið til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem úrskurðaði í málinu seinasta sumar og var þeirra úrskurður sá að Kickup væri fæðubótarefni en ekki tóbakslíki.“

Guðmundur tekur fram að engu að síður sé Kickup enn flokkað sem tóbakslíki hjá Tollstjóra og greiddu 25,5 prósenta virðisaukaskattur en ekki 7 prósent líkt og í tilfelli annarra matvæla.

„Kickup er eina varan sem er í boði á Íslandi sem gagngert er framleidd til að aðstoða þá einstaklinga sem vilja hætta eða draga úr neyslu munntóbaks og er skaðlaus með öllu.“


Tengdar fréttir

Árborg bannar munntóbakslíki

Notkun á sænska munntóbakslíkinu Kickup hefur verið bönnuð í grunnskólum, félagsmiðstöðvum og íþróttahúsum sveitarfélagsins Árborgar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×