Ferjumenn óskast Trausti Ólafsson skrifar 10. júní 2014 20:59 Tilnefnt hefur verið til leiklistarverðlauna Grímunnar í öllum þeim flokkum sem má hugsa sér að verðlauna megi. Sýning ársins, leikarar ársins, aðal- og auka, leikstjóri, leikmynd og allt hvað heiti hefur. Einn flokkurinn sem tilnefnt er til verðlauna í er leikrit ársins, nýtt íslenskt leikrit ársins. Þar er flottur hópur á ferð, tveir tiltölulega nýir og lítið þekktir höfundar, Lilja Sigurðardóttir og Tyrfingur Tyrfingsson, einn librettóhöfundur, Friðrik Erlingsson, sem hefur skrifað margar bækur, leikrit, hvers kyns texta og þýtt Vesalingana; og svo eru það tvö skáld, Mikael Torfason og Auður Ava Ólafsdóttir, sem hafa einkum lagt stund á annars konar ritsmíðar en leikritun. Mig minnir að Harmsaga sé fyrsta leikrit Mikaels og Auður Ava hefur að ég best man aðeins sent frá sér eitt leikrit á undan Svanir skilja ekki. Fyrra leikrit Auðar Övu hét Svartur hundur prestsins. Það er smart titill og var ekki slæmt leikrit þótt það væri ekki sérlega frumlegt. Allt form og framsetning minnti á raunsæis- og natúralismatímabil Ibsens karlsins. Þetta var mjög bersýnilegt þótt flikkað væri upp á formið með ryþmískum töktum leikaranna. Sem gerðu þær æfingar reyndar mjög misjafnlega vel. En allt í sýningu Þjóðleikhússins á svarta hundinum hennar Auðar Övu, sem skrifar góðar skáldsögur, fékk samt óskaplega góða dóma gagnrýnenda. Engum datt í hug að minnast á að svona leikrit um viðkvæm falin efni í fjölskyldum hefðu nú verið skrifuð dálítið oft áður og leikritið sjálft bætti þess vegna ekki mjög miklu við. En kannski leikhúsið þurfi ekki á frumleika í leikritaskrifum að halda. Annað varð uppi á teningnum þegar fyrsta leikrit annars virts og vinsæls skáldsagnahöfundar, Kristínar Marju Baldursdóttur, var frumsýnt í Borgarleikhúsinu 21. mars í vetur. Gagnrýnendur kepptust við að segja lesendum sínum frá því hvað þetta væri vont leikrit og ekki bætti leikmyndin og leikstjórnin um. Þetta væri allt eitthvað svo vandræðalegt og náttúrlega ekki nærri fullunnið enda ekkert endilega víst að góður skáldsagnahöfundur eins og Kristín Marja gæti skrifað gott leikrit. Eftir að hafa lesið afleita dóma um sýninguna á Ferjunni lét ég það dragast úr hömlu að sjá þetta verk. Því miður vegna þess að gagnrýnendur hafa greinilega verið með hefðbundnu gleraugun á nefinu þegar þeir fjölluðu um leikrit Kristínar Marju. Það eru miklar brotalamir í byggingu verksins, minnir mig að einhverjir segðu. Það má til sanns vegar færa sé tekinn gamli góði grísk-ibseníski mælikvarðinn á leikritið. En hann bara passar ekki við þetta verk. Kvarðarnir fara allir í rugl sé reynt að mæla Ferjuna með gamla góða Aristótelesi. Enda hafa margir skrifað öðru vísi leikrit en hann lagði til löngu fyrir Krists burð og meðvitað eða ómeðvitað sækir Kristín Marja í smiðju slíkra höfunda. Ferjan er í senn absúrdískur farsi og allegóría um ýmis átakaefni mannlífsins sem enginn, hvorki karlar né konur, kemst hjá því að takast á við á leið sinni yfir á hinn bakkann. Í Ferjunni er semsé vikið að ýmsu sem er meira á dýptina en virðist við fyrstu sýn. Það er gert meðal annars í samtölum sem eru leiftrandi létt og oft mjög fyndin eins og er líka stór kostur skáldsagna Kristínar Marju. Líka þegar og þótt þær fjalli um dauðans alvöru. Sem Ferjan gerir líka. Og það er ekki oft sem maður verður vitni að jafn lifandi sal áhorfenda og var þetta kvöld í Borgarleikhúsinu. Ferjan rataði greinilega til sinna þótt gagnrýnendur hefðu verið svona fúlir. Það er út af fyrir sig svolítið skemmtilegt kraftaverk því að stundum tekst nefnilega slæmum gagnrýnendum að ganga af ágætis leiksýningum dauðum. Ekki þar fyrir. Gagnrýnendur höfðu sitthvað til síns máls þegar þeir skrifuðu um uppfærslu Borgarleikhússins á Ferjunni. Sýningin ber mörg merki þess hvernig vinnuaðferðum er beitt í stóru stofnanaleikhúsi. Þar er ekki við listamennina sjálfa að sakast, ekki leikstjórann, ekki leikmyndahöfund, ekki leikarana. Það er sjálft vinnulagið sem er orsakavaldurinn. Allt er meira og minna tilbúið áður en æfingarnar hefjast, leikstjórinn og leikmyndahöfundur hafa fundað og komist að niðurstöðu um rýmið sem leika á fullskrifað leikritið í og hvernig það skuli líta út. Svo er leikurunum raðað inn í þetta rými og þeir gera sitt besta til þess að fylla út í það, skapa í fyrirfram gefnum aðstæðum. Undir þeim kringusmtæðum verður öll frumsköpun dálítið snúin. En það er frumsköpun sem leikhúsið þarf á að halda. Alltaf. En einkum og sér í lagi þó þegar frumsýna á nýtt leikrit sem aldrei hefur áður verið unnið með í leikhúsi. Það er engin tilviljun að Peter Brook talar um autt rými sem þann stað sem raunveruleg sköpun í leikhúsi á sér stað. Í leiksýningarverksmiðjum er farin þveröfug leið. Rýmið er fyllt og svo á að fara að skapa. Þegar eiginleg frumsköpun er að verki í leikhúsinu getur orðið verulega gaman og gefandi að eiga þar kvöldstund og njóta afrakstursins. Skemmst er að minnast sýningar nemenda Kvikmyndaskóla Íslands á Óráði í leikstjórn Pálínu Jónsdóttur nú í vor. Textinn var unninn úr spuna leikaraefnanna undir stjórn Hlínar Agnarsdóttur. Pálína tók síðan við og skapaði sýninguna. Á methraða varð til heildstæð leiksýning þar sem allir sjónrænir þættir og leikræn uppbygging héldust í hendur. Við þurfum meira af slíkum vinnubrögðum og listrænni sýn í íslenskt leikhús. Jon Fosse, eitt helsta núlifandi leikritaskáld heims, fæddur árið 1959 og því ekki nema fimmtíu og fimm ára, hefur ákveðið að skrifa ekki framar eitt einasta tilsvar hvað þá heilt leikrit fyrir leiksvið. Nóg er að gert finnst honum enda leikritin orðin fjöldamörg. En þau eru ekki orðmörg því að Jon Fosse leikur sér að því að nota sömu orðin og orðasamböndin aftur og aftur í endalausum endurtekningum á sömu stefjunum og atburðarásins er reikul í verkum hans. Það er ekki beint aristótelískt að skrifa þess háttar leikrit. Enda átti Fosse erfitt uppdráttar sem leikskáld og það var ekki fyrr en frægð hans kom að utan og verk hans höfðu vakið þvílíka athygli annars staðar í heiminum en í Noregi að leitun var á öðru eins að landar hans tóku hann í sátt. Það er að segja sumir þeirra. Fyrir utan þann lýríska blæ með afskaplega takmörkuðum orðaforða sem einkennir leikrit Jons Fosse er líka oft erfitt að átta sig á því hvað er eiginlega um að vera í spírallaga framvindu þessara verka. Miklu mun erfiðara og flóknara en í Ferjunni hennar Kristínar Marju. Ósköp var hann Fosse nú heppinn að fæðast ekki á Íslandi og reyna fyrir sér sem leikritahöfundur hér. Hann hefði sjálfsagt aldrei einu sinni náð svo langt að gagnrýnendur fengju að flá af honum skinnið. Af því að hann skrifar ekki eins og Miller og Ibsen. Og guð hjálpi því íslenska leikhúsi sem hefði látið sér detta í hug að sýna leikrit eins og þau sem Fosse semur ef stóri heimurinn hefði ekki verið búinn að skrifa upp á hann. Sem snilling. Ég man hvað mig klæjaði í fingurna að láta setja upp Einhver mun koma eftir Fosse þegar ég var leikhússtjóri á Akureyri. En þá var hann bara að byrja að fikra sig áfram og ekki orðinn heimsfrægur. Líklega jafngott ég lét ekki þá hugmynd að kynna Fosse fyrir íslenskum leikhúsgestum verða að veruleika. Eða hvað? Var það kannski bara hugleysi sem réði för? Eða var það sú vitneskja að gagnrýnendur myndu slátra leikritinu, leikhúsinu og mér fyrir vitleysuna, sem gerði útslagið? Hvað sem því líður er það víst að við þurfum að fá fjölbreyttari gagnrýni á leiksýningar og fjölhæfari leikhúsgagnrýnendur en nú gerist og gengur á flestum bæjum, fólk sem býr yfir þekkingu og skilningi á leikhúsi, leikritun og list leikaranna, sem ekki takmarkast við natúralisma og hefðbundin leikritsform. Fáum slíka ferjumenn í lið með okkur til þess að skila okkur til nýs lands og landvinninga í listum leikhússins. En umfram allt þurfum við að skapa listamönnum sem vinna í leikhúsi aðstæður til þess að sinna þar sannri frumsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Tilnefnt hefur verið til leiklistarverðlauna Grímunnar í öllum þeim flokkum sem má hugsa sér að verðlauna megi. Sýning ársins, leikarar ársins, aðal- og auka, leikstjóri, leikmynd og allt hvað heiti hefur. Einn flokkurinn sem tilnefnt er til verðlauna í er leikrit ársins, nýtt íslenskt leikrit ársins. Þar er flottur hópur á ferð, tveir tiltölulega nýir og lítið þekktir höfundar, Lilja Sigurðardóttir og Tyrfingur Tyrfingsson, einn librettóhöfundur, Friðrik Erlingsson, sem hefur skrifað margar bækur, leikrit, hvers kyns texta og þýtt Vesalingana; og svo eru það tvö skáld, Mikael Torfason og Auður Ava Ólafsdóttir, sem hafa einkum lagt stund á annars konar ritsmíðar en leikritun. Mig minnir að Harmsaga sé fyrsta leikrit Mikaels og Auður Ava hefur að ég best man aðeins sent frá sér eitt leikrit á undan Svanir skilja ekki. Fyrra leikrit Auðar Övu hét Svartur hundur prestsins. Það er smart titill og var ekki slæmt leikrit þótt það væri ekki sérlega frumlegt. Allt form og framsetning minnti á raunsæis- og natúralismatímabil Ibsens karlsins. Þetta var mjög bersýnilegt þótt flikkað væri upp á formið með ryþmískum töktum leikaranna. Sem gerðu þær æfingar reyndar mjög misjafnlega vel. En allt í sýningu Þjóðleikhússins á svarta hundinum hennar Auðar Övu, sem skrifar góðar skáldsögur, fékk samt óskaplega góða dóma gagnrýnenda. Engum datt í hug að minnast á að svona leikrit um viðkvæm falin efni í fjölskyldum hefðu nú verið skrifuð dálítið oft áður og leikritið sjálft bætti þess vegna ekki mjög miklu við. En kannski leikhúsið þurfi ekki á frumleika í leikritaskrifum að halda. Annað varð uppi á teningnum þegar fyrsta leikrit annars virts og vinsæls skáldsagnahöfundar, Kristínar Marju Baldursdóttur, var frumsýnt í Borgarleikhúsinu 21. mars í vetur. Gagnrýnendur kepptust við að segja lesendum sínum frá því hvað þetta væri vont leikrit og ekki bætti leikmyndin og leikstjórnin um. Þetta væri allt eitthvað svo vandræðalegt og náttúrlega ekki nærri fullunnið enda ekkert endilega víst að góður skáldsagnahöfundur eins og Kristín Marja gæti skrifað gott leikrit. Eftir að hafa lesið afleita dóma um sýninguna á Ferjunni lét ég það dragast úr hömlu að sjá þetta verk. Því miður vegna þess að gagnrýnendur hafa greinilega verið með hefðbundnu gleraugun á nefinu þegar þeir fjölluðu um leikrit Kristínar Marju. Það eru miklar brotalamir í byggingu verksins, minnir mig að einhverjir segðu. Það má til sanns vegar færa sé tekinn gamli góði grísk-ibseníski mælikvarðinn á leikritið. En hann bara passar ekki við þetta verk. Kvarðarnir fara allir í rugl sé reynt að mæla Ferjuna með gamla góða Aristótelesi. Enda hafa margir skrifað öðru vísi leikrit en hann lagði til löngu fyrir Krists burð og meðvitað eða ómeðvitað sækir Kristín Marja í smiðju slíkra höfunda. Ferjan er í senn absúrdískur farsi og allegóría um ýmis átakaefni mannlífsins sem enginn, hvorki karlar né konur, kemst hjá því að takast á við á leið sinni yfir á hinn bakkann. Í Ferjunni er semsé vikið að ýmsu sem er meira á dýptina en virðist við fyrstu sýn. Það er gert meðal annars í samtölum sem eru leiftrandi létt og oft mjög fyndin eins og er líka stór kostur skáldsagna Kristínar Marju. Líka þegar og þótt þær fjalli um dauðans alvöru. Sem Ferjan gerir líka. Og það er ekki oft sem maður verður vitni að jafn lifandi sal áhorfenda og var þetta kvöld í Borgarleikhúsinu. Ferjan rataði greinilega til sinna þótt gagnrýnendur hefðu verið svona fúlir. Það er út af fyrir sig svolítið skemmtilegt kraftaverk því að stundum tekst nefnilega slæmum gagnrýnendum að ganga af ágætis leiksýningum dauðum. Ekki þar fyrir. Gagnrýnendur höfðu sitthvað til síns máls þegar þeir skrifuðu um uppfærslu Borgarleikhússins á Ferjunni. Sýningin ber mörg merki þess hvernig vinnuaðferðum er beitt í stóru stofnanaleikhúsi. Þar er ekki við listamennina sjálfa að sakast, ekki leikstjórann, ekki leikmyndahöfund, ekki leikarana. Það er sjálft vinnulagið sem er orsakavaldurinn. Allt er meira og minna tilbúið áður en æfingarnar hefjast, leikstjórinn og leikmyndahöfundur hafa fundað og komist að niðurstöðu um rýmið sem leika á fullskrifað leikritið í og hvernig það skuli líta út. Svo er leikurunum raðað inn í þetta rými og þeir gera sitt besta til þess að fylla út í það, skapa í fyrirfram gefnum aðstæðum. Undir þeim kringusmtæðum verður öll frumsköpun dálítið snúin. En það er frumsköpun sem leikhúsið þarf á að halda. Alltaf. En einkum og sér í lagi þó þegar frumsýna á nýtt leikrit sem aldrei hefur áður verið unnið með í leikhúsi. Það er engin tilviljun að Peter Brook talar um autt rými sem þann stað sem raunveruleg sköpun í leikhúsi á sér stað. Í leiksýningarverksmiðjum er farin þveröfug leið. Rýmið er fyllt og svo á að fara að skapa. Þegar eiginleg frumsköpun er að verki í leikhúsinu getur orðið verulega gaman og gefandi að eiga þar kvöldstund og njóta afrakstursins. Skemmst er að minnast sýningar nemenda Kvikmyndaskóla Íslands á Óráði í leikstjórn Pálínu Jónsdóttur nú í vor. Textinn var unninn úr spuna leikaraefnanna undir stjórn Hlínar Agnarsdóttur. Pálína tók síðan við og skapaði sýninguna. Á methraða varð til heildstæð leiksýning þar sem allir sjónrænir þættir og leikræn uppbygging héldust í hendur. Við þurfum meira af slíkum vinnubrögðum og listrænni sýn í íslenskt leikhús. Jon Fosse, eitt helsta núlifandi leikritaskáld heims, fæddur árið 1959 og því ekki nema fimmtíu og fimm ára, hefur ákveðið að skrifa ekki framar eitt einasta tilsvar hvað þá heilt leikrit fyrir leiksvið. Nóg er að gert finnst honum enda leikritin orðin fjöldamörg. En þau eru ekki orðmörg því að Jon Fosse leikur sér að því að nota sömu orðin og orðasamböndin aftur og aftur í endalausum endurtekningum á sömu stefjunum og atburðarásins er reikul í verkum hans. Það er ekki beint aristótelískt að skrifa þess háttar leikrit. Enda átti Fosse erfitt uppdráttar sem leikskáld og það var ekki fyrr en frægð hans kom að utan og verk hans höfðu vakið þvílíka athygli annars staðar í heiminum en í Noregi að leitun var á öðru eins að landar hans tóku hann í sátt. Það er að segja sumir þeirra. Fyrir utan þann lýríska blæ með afskaplega takmörkuðum orðaforða sem einkennir leikrit Jons Fosse er líka oft erfitt að átta sig á því hvað er eiginlega um að vera í spírallaga framvindu þessara verka. Miklu mun erfiðara og flóknara en í Ferjunni hennar Kristínar Marju. Ósköp var hann Fosse nú heppinn að fæðast ekki á Íslandi og reyna fyrir sér sem leikritahöfundur hér. Hann hefði sjálfsagt aldrei einu sinni náð svo langt að gagnrýnendur fengju að flá af honum skinnið. Af því að hann skrifar ekki eins og Miller og Ibsen. Og guð hjálpi því íslenska leikhúsi sem hefði látið sér detta í hug að sýna leikrit eins og þau sem Fosse semur ef stóri heimurinn hefði ekki verið búinn að skrifa upp á hann. Sem snilling. Ég man hvað mig klæjaði í fingurna að láta setja upp Einhver mun koma eftir Fosse þegar ég var leikhússtjóri á Akureyri. En þá var hann bara að byrja að fikra sig áfram og ekki orðinn heimsfrægur. Líklega jafngott ég lét ekki þá hugmynd að kynna Fosse fyrir íslenskum leikhúsgestum verða að veruleika. Eða hvað? Var það kannski bara hugleysi sem réði för? Eða var það sú vitneskja að gagnrýnendur myndu slátra leikritinu, leikhúsinu og mér fyrir vitleysuna, sem gerði útslagið? Hvað sem því líður er það víst að við þurfum að fá fjölbreyttari gagnrýni á leiksýningar og fjölhæfari leikhúsgagnrýnendur en nú gerist og gengur á flestum bæjum, fólk sem býr yfir þekkingu og skilningi á leikhúsi, leikritun og list leikaranna, sem ekki takmarkast við natúralisma og hefðbundin leikritsform. Fáum slíka ferjumenn í lið með okkur til þess að skila okkur til nýs lands og landvinninga í listum leikhússins. En umfram allt þurfum við að skapa listamönnum sem vinna í leikhúsi aðstæður til þess að sinna þar sannri frumsköpun.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun