Fiskeldið styrkir byggðaþróun á Vestfjörðum Haraldur Guðmundsson skrifar 11. júní 2014 10:47 Mannfjöldi í Vesturbyggð og Tálknafirði er í dag 1.246 íbúar og hefur fjölgað um 60 íbúa eða 5% frá árinu 2012 en þá var íbúafjöldinn kominn niður í 1.186. Ef spár ganga eftir verður fiskeldið á suðurfjörðunum mjög umfangsmikið á tiltölulega skömmum tíma. Vinnsla á afurðum frá eldinu verður mikil og þörf á auknum mannafla við vinnslu á afurðum. Sumar sjávarbyggðirnar eiga því nokkur atvinnutækifæri inni í fiskeldi sem eru handan við hornið, t.d. á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði. Reikna má fastlega með að þróun íbúafjölda á suðurfjörðunum verði afar jákvæð á næstu árum. Á Bíldudal er næg atvinna en miklar breytingar eru fram undan í atvinnulífinu á staðnum. Unnið er að undirbúningi á umfangsmiklu laxeldi sem gæti skapað 150 störf þegar fram í sækir. Viðfangsefnið þar er að búa samfélagið undir að taka á móti svo stóru fyrirtæki þannig að þróunin verði farsæl fyrir byggðarlagið. Á Tálknafirði er stærsta atvinnugreinin sjávarútvegur og vinnsla en umsvifin í fiskeldi hvers konar fara vaxandi. Á staðnum eru starfandi tvær seiðaeldisstöðvar, önnur í eigu Dýrfisks og hin í eigu Arnarlax. Einnig rekur Tungusilungur landeldi og reykhús, Fjarðalax er með útibú á staðnum sem þjónustar laxeldi sem er í firðinum og í Tálknafirði er vísir að þorskeldi. Patreksfjörður er kauptúnið í Vesturbyggð sem stendur við samnefndan fjörð, syðstan fjarða á Vestfjörðum. Íbúar hafa afkomu sína af sjávarútvegi, fiskvinnslu og fiskeldi sem og þjónustu við nágrannasveitir og ferðamenn. Fjarðalax er með laxeldi í firðinum og vinnslu á laxi í kauptúninu. Uppbygging á suðurfjörðunum byggist í vaxandi mæli á fiskeldi og ferðaþjónustu sem styðja hvort annað. Þar má meðal annars nefna nýtt heilsárshótel á Patreksfirði, vinnslu og flutning á fiski frá Patreksfirði, uppbyggingu seiðaeldisstöðvar Dýrfisks í Norður-Botni í Tálknafirði og seiðaeldisstöðvar Arnarlax á Gileyri við Tálknafjörð, flutning á seiðum frá Tálknafirði í aðra firði, útsetningu 250.000 seiða á þessu vori hjá Arnarlaxi og fyrirhugaða byggingu á 3.000 til 4.000 fermetra vinnsluhúsi á Bíldudal. Reikna má með að slátrað verði 3.500 tonnum af laxi í ár á suðurfjarðasvæðinu. Framleiðsla á laxfiskum mun fljótlega tvöfaldast á suðurfjörðunum og gera má ráð fyrir að fljótlega skapist enn meiri verðmæti í fiskeldi eða allt að þrjár milljónir króna á hvert mannsbarn á suðurfjörðum Vestfjarða. Mikil samgöngubót er að nýrri Breiðafjarðarferju, Baldri, sem kom til Stykkishólms í apríl sl. Við komu ferjunnar tvöfaldast rými fyrir bíla, en nýja skipið tekur 45-50 bíla og um 300 farþega. Þörfin fyrir stærri ferju var orðin brýn enda hafa flutningar frá suðurfjörðunum aukist mikið með auknu fiskeldi og aukinni vinnslu ferskra sjávarafurða til útflutnings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Mannfjöldi í Vesturbyggð og Tálknafirði er í dag 1.246 íbúar og hefur fjölgað um 60 íbúa eða 5% frá árinu 2012 en þá var íbúafjöldinn kominn niður í 1.186. Ef spár ganga eftir verður fiskeldið á suðurfjörðunum mjög umfangsmikið á tiltölulega skömmum tíma. Vinnsla á afurðum frá eldinu verður mikil og þörf á auknum mannafla við vinnslu á afurðum. Sumar sjávarbyggðirnar eiga því nokkur atvinnutækifæri inni í fiskeldi sem eru handan við hornið, t.d. á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði. Reikna má fastlega með að þróun íbúafjölda á suðurfjörðunum verði afar jákvæð á næstu árum. Á Bíldudal er næg atvinna en miklar breytingar eru fram undan í atvinnulífinu á staðnum. Unnið er að undirbúningi á umfangsmiklu laxeldi sem gæti skapað 150 störf þegar fram í sækir. Viðfangsefnið þar er að búa samfélagið undir að taka á móti svo stóru fyrirtæki þannig að þróunin verði farsæl fyrir byggðarlagið. Á Tálknafirði er stærsta atvinnugreinin sjávarútvegur og vinnsla en umsvifin í fiskeldi hvers konar fara vaxandi. Á staðnum eru starfandi tvær seiðaeldisstöðvar, önnur í eigu Dýrfisks og hin í eigu Arnarlax. Einnig rekur Tungusilungur landeldi og reykhús, Fjarðalax er með útibú á staðnum sem þjónustar laxeldi sem er í firðinum og í Tálknafirði er vísir að þorskeldi. Patreksfjörður er kauptúnið í Vesturbyggð sem stendur við samnefndan fjörð, syðstan fjarða á Vestfjörðum. Íbúar hafa afkomu sína af sjávarútvegi, fiskvinnslu og fiskeldi sem og þjónustu við nágrannasveitir og ferðamenn. Fjarðalax er með laxeldi í firðinum og vinnslu á laxi í kauptúninu. Uppbygging á suðurfjörðunum byggist í vaxandi mæli á fiskeldi og ferðaþjónustu sem styðja hvort annað. Þar má meðal annars nefna nýtt heilsárshótel á Patreksfirði, vinnslu og flutning á fiski frá Patreksfirði, uppbyggingu seiðaeldisstöðvar Dýrfisks í Norður-Botni í Tálknafirði og seiðaeldisstöðvar Arnarlax á Gileyri við Tálknafjörð, flutning á seiðum frá Tálknafirði í aðra firði, útsetningu 250.000 seiða á þessu vori hjá Arnarlaxi og fyrirhugaða byggingu á 3.000 til 4.000 fermetra vinnsluhúsi á Bíldudal. Reikna má með að slátrað verði 3.500 tonnum af laxi í ár á suðurfjarðasvæðinu. Framleiðsla á laxfiskum mun fljótlega tvöfaldast á suðurfjörðunum og gera má ráð fyrir að fljótlega skapist enn meiri verðmæti í fiskeldi eða allt að þrjár milljónir króna á hvert mannsbarn á suðurfjörðum Vestfjarða. Mikil samgöngubót er að nýrri Breiðafjarðarferju, Baldri, sem kom til Stykkishólms í apríl sl. Við komu ferjunnar tvöfaldast rými fyrir bíla, en nýja skipið tekur 45-50 bíla og um 300 farþega. Þörfin fyrir stærri ferju var orðin brýn enda hafa flutningar frá suðurfjörðunum aukist mikið með auknu fiskeldi og aukinni vinnslu ferskra sjávarafurða til útflutnings.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun