Fiskeldið styrkir byggðaþróun á Vestfjörðum Haraldur Guðmundsson skrifar 11. júní 2014 10:47 Mannfjöldi í Vesturbyggð og Tálknafirði er í dag 1.246 íbúar og hefur fjölgað um 60 íbúa eða 5% frá árinu 2012 en þá var íbúafjöldinn kominn niður í 1.186. Ef spár ganga eftir verður fiskeldið á suðurfjörðunum mjög umfangsmikið á tiltölulega skömmum tíma. Vinnsla á afurðum frá eldinu verður mikil og þörf á auknum mannafla við vinnslu á afurðum. Sumar sjávarbyggðirnar eiga því nokkur atvinnutækifæri inni í fiskeldi sem eru handan við hornið, t.d. á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði. Reikna má fastlega með að þróun íbúafjölda á suðurfjörðunum verði afar jákvæð á næstu árum. Á Bíldudal er næg atvinna en miklar breytingar eru fram undan í atvinnulífinu á staðnum. Unnið er að undirbúningi á umfangsmiklu laxeldi sem gæti skapað 150 störf þegar fram í sækir. Viðfangsefnið þar er að búa samfélagið undir að taka á móti svo stóru fyrirtæki þannig að þróunin verði farsæl fyrir byggðarlagið. Á Tálknafirði er stærsta atvinnugreinin sjávarútvegur og vinnsla en umsvifin í fiskeldi hvers konar fara vaxandi. Á staðnum eru starfandi tvær seiðaeldisstöðvar, önnur í eigu Dýrfisks og hin í eigu Arnarlax. Einnig rekur Tungusilungur landeldi og reykhús, Fjarðalax er með útibú á staðnum sem þjónustar laxeldi sem er í firðinum og í Tálknafirði er vísir að þorskeldi. Patreksfjörður er kauptúnið í Vesturbyggð sem stendur við samnefndan fjörð, syðstan fjarða á Vestfjörðum. Íbúar hafa afkomu sína af sjávarútvegi, fiskvinnslu og fiskeldi sem og þjónustu við nágrannasveitir og ferðamenn. Fjarðalax er með laxeldi í firðinum og vinnslu á laxi í kauptúninu. Uppbygging á suðurfjörðunum byggist í vaxandi mæli á fiskeldi og ferðaþjónustu sem styðja hvort annað. Þar má meðal annars nefna nýtt heilsárshótel á Patreksfirði, vinnslu og flutning á fiski frá Patreksfirði, uppbyggingu seiðaeldisstöðvar Dýrfisks í Norður-Botni í Tálknafirði og seiðaeldisstöðvar Arnarlax á Gileyri við Tálknafjörð, flutning á seiðum frá Tálknafirði í aðra firði, útsetningu 250.000 seiða á þessu vori hjá Arnarlaxi og fyrirhugaða byggingu á 3.000 til 4.000 fermetra vinnsluhúsi á Bíldudal. Reikna má með að slátrað verði 3.500 tonnum af laxi í ár á suðurfjarðasvæðinu. Framleiðsla á laxfiskum mun fljótlega tvöfaldast á suðurfjörðunum og gera má ráð fyrir að fljótlega skapist enn meiri verðmæti í fiskeldi eða allt að þrjár milljónir króna á hvert mannsbarn á suðurfjörðum Vestfjarða. Mikil samgöngubót er að nýrri Breiðafjarðarferju, Baldri, sem kom til Stykkishólms í apríl sl. Við komu ferjunnar tvöfaldast rými fyrir bíla, en nýja skipið tekur 45-50 bíla og um 300 farþega. Þörfin fyrir stærri ferju var orðin brýn enda hafa flutningar frá suðurfjörðunum aukist mikið með auknu fiskeldi og aukinni vinnslu ferskra sjávarafurða til útflutnings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Mannfjöldi í Vesturbyggð og Tálknafirði er í dag 1.246 íbúar og hefur fjölgað um 60 íbúa eða 5% frá árinu 2012 en þá var íbúafjöldinn kominn niður í 1.186. Ef spár ganga eftir verður fiskeldið á suðurfjörðunum mjög umfangsmikið á tiltölulega skömmum tíma. Vinnsla á afurðum frá eldinu verður mikil og þörf á auknum mannafla við vinnslu á afurðum. Sumar sjávarbyggðirnar eiga því nokkur atvinnutækifæri inni í fiskeldi sem eru handan við hornið, t.d. á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði. Reikna má fastlega með að þróun íbúafjölda á suðurfjörðunum verði afar jákvæð á næstu árum. Á Bíldudal er næg atvinna en miklar breytingar eru fram undan í atvinnulífinu á staðnum. Unnið er að undirbúningi á umfangsmiklu laxeldi sem gæti skapað 150 störf þegar fram í sækir. Viðfangsefnið þar er að búa samfélagið undir að taka á móti svo stóru fyrirtæki þannig að þróunin verði farsæl fyrir byggðarlagið. Á Tálknafirði er stærsta atvinnugreinin sjávarútvegur og vinnsla en umsvifin í fiskeldi hvers konar fara vaxandi. Á staðnum eru starfandi tvær seiðaeldisstöðvar, önnur í eigu Dýrfisks og hin í eigu Arnarlax. Einnig rekur Tungusilungur landeldi og reykhús, Fjarðalax er með útibú á staðnum sem þjónustar laxeldi sem er í firðinum og í Tálknafirði er vísir að þorskeldi. Patreksfjörður er kauptúnið í Vesturbyggð sem stendur við samnefndan fjörð, syðstan fjarða á Vestfjörðum. Íbúar hafa afkomu sína af sjávarútvegi, fiskvinnslu og fiskeldi sem og þjónustu við nágrannasveitir og ferðamenn. Fjarðalax er með laxeldi í firðinum og vinnslu á laxi í kauptúninu. Uppbygging á suðurfjörðunum byggist í vaxandi mæli á fiskeldi og ferðaþjónustu sem styðja hvort annað. Þar má meðal annars nefna nýtt heilsárshótel á Patreksfirði, vinnslu og flutning á fiski frá Patreksfirði, uppbyggingu seiðaeldisstöðvar Dýrfisks í Norður-Botni í Tálknafirði og seiðaeldisstöðvar Arnarlax á Gileyri við Tálknafjörð, flutning á seiðum frá Tálknafirði í aðra firði, útsetningu 250.000 seiða á þessu vori hjá Arnarlaxi og fyrirhugaða byggingu á 3.000 til 4.000 fermetra vinnsluhúsi á Bíldudal. Reikna má með að slátrað verði 3.500 tonnum af laxi í ár á suðurfjarðasvæðinu. Framleiðsla á laxfiskum mun fljótlega tvöfaldast á suðurfjörðunum og gera má ráð fyrir að fljótlega skapist enn meiri verðmæti í fiskeldi eða allt að þrjár milljónir króna á hvert mannsbarn á suðurfjörðum Vestfjarða. Mikil samgöngubót er að nýrri Breiðafjarðarferju, Baldri, sem kom til Stykkishólms í apríl sl. Við komu ferjunnar tvöfaldast rými fyrir bíla, en nýja skipið tekur 45-50 bíla og um 300 farþega. Þörfin fyrir stærri ferju var orðin brýn enda hafa flutningar frá suðurfjörðunum aukist mikið með auknu fiskeldi og aukinni vinnslu ferskra sjávarafurða til útflutnings.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun