Hver þarf svosem þjóðfána? Hörður Lárusson skrifar 16. júní 2014 15:21 Þeir sem þekkja mig vita að ég hef mun meiri áhuga á íslenska fánanum en gengur og gerist. Síðastliðin sex ár hef ég unnið nokkur verkefni honum tengd og er með fleiri á prjónunum. Þessi áhugi minn hefur náð því marki að ég hef verið spurður í viðtali við danskan blaðamann hvort ég sé ekki bara þjóðernissinni af „verstu sort“. Ástæðan fyrir áhuganum er hins vegar einfaldlega sú að ég er grafískur hönnuður, hef mikinn áhuga á táknum og er óttalega væminn þegar það kemur að þeim táknum sem standa fyrir land og þjóð. Því viðurkenni ég fúslega að ég hjartað sló aðeins hraðar í síðustu viku þegar ég las bloggfærslu Helga Hrafns Gunnarssonar alþingismanns, þar sem hann fjallar um mikilvægi þess að Íslendingar eigi sér fánalög. Skoðun hans er nokkuð skýr í lokamálsgreininni: „Þjóðfáninn er ekki „heilagur“. Það er ekki „alvarlegt“ að hann sé vanvirtur og ekki „mikilvægt“ að til séu lög sem segja til um hvar og hvenær megi nota hann.“ Ég átti frekar erfitt með mig satt best að segja, bæði af því að ég móðgaðist smá við að lesa pistilinn (hann biðst reyndar afsökunar á því í pistlinum sjálfum, hafi hann móðgað einhvern), en líka af því að sumu leiti er ég sammála því sem hann segir. Málið er að ég hef talað mikið fyrir því að við þurfum að vera duglegri að nota fánann okkar og að við eigum ekki að vera svona hrædd við hann. Margt af því sem fólk heldur um fánann eru mýtur. Mikið af þeim reglum sem við höldum að við séum að fylgja er bara eitthvað sem okkur hefur verið sagt. Því hversu margir hafa í raun lesið fánalögin? Réttið upp hönd. Það er vissulega margt sem fánalögin segja okkur að við megum og megum ekki gera. En fyrst og fremst snýst þetta um að sýna fánanum virðingu. Sömu virðingu og við viljum sýna landinu okkar, náttúru og hvert öðru. Jú, fáninn er bara þrjú mismunandi lituð efni saumuð saman á ákveðinn hátt. Þetta er bara klútur á bandi. En þetta er um leið tákn lands og þjóðar. Og ef það mega ekki vera til smá leiðbeiningar, fáeinar lagagreinar um hvernig við eigum að nota þetta tákn rétt, þá er nú ansi margt annað sem manni finnst skrítið að verið sé að setja lög um. Punkturinn hjá Helga er að það sé kjánalegt að binda hefðir í lög. En þetta snýst um mun meira en hefðir. Þetta snýst um að þjóðfáninn sé áfram það tákn sem hann er. Tákn fyrir íslensku þjóðina. Það er ekkert að því að hafa fánalög á meðan þau hamla því ekki að við notum fánann á þann hátt sem okkur finnst virðingavert. Pössum upp á hann og verum óhrædd við að nota hann. Þetta er jú einu sinni okkar eigin klútur á bandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem þekkja mig vita að ég hef mun meiri áhuga á íslenska fánanum en gengur og gerist. Síðastliðin sex ár hef ég unnið nokkur verkefni honum tengd og er með fleiri á prjónunum. Þessi áhugi minn hefur náð því marki að ég hef verið spurður í viðtali við danskan blaðamann hvort ég sé ekki bara þjóðernissinni af „verstu sort“. Ástæðan fyrir áhuganum er hins vegar einfaldlega sú að ég er grafískur hönnuður, hef mikinn áhuga á táknum og er óttalega væminn þegar það kemur að þeim táknum sem standa fyrir land og þjóð. Því viðurkenni ég fúslega að ég hjartað sló aðeins hraðar í síðustu viku þegar ég las bloggfærslu Helga Hrafns Gunnarssonar alþingismanns, þar sem hann fjallar um mikilvægi þess að Íslendingar eigi sér fánalög. Skoðun hans er nokkuð skýr í lokamálsgreininni: „Þjóðfáninn er ekki „heilagur“. Það er ekki „alvarlegt“ að hann sé vanvirtur og ekki „mikilvægt“ að til séu lög sem segja til um hvar og hvenær megi nota hann.“ Ég átti frekar erfitt með mig satt best að segja, bæði af því að ég móðgaðist smá við að lesa pistilinn (hann biðst reyndar afsökunar á því í pistlinum sjálfum, hafi hann móðgað einhvern), en líka af því að sumu leiti er ég sammála því sem hann segir. Málið er að ég hef talað mikið fyrir því að við þurfum að vera duglegri að nota fánann okkar og að við eigum ekki að vera svona hrædd við hann. Margt af því sem fólk heldur um fánann eru mýtur. Mikið af þeim reglum sem við höldum að við séum að fylgja er bara eitthvað sem okkur hefur verið sagt. Því hversu margir hafa í raun lesið fánalögin? Réttið upp hönd. Það er vissulega margt sem fánalögin segja okkur að við megum og megum ekki gera. En fyrst og fremst snýst þetta um að sýna fánanum virðingu. Sömu virðingu og við viljum sýna landinu okkar, náttúru og hvert öðru. Jú, fáninn er bara þrjú mismunandi lituð efni saumuð saman á ákveðinn hátt. Þetta er bara klútur á bandi. En þetta er um leið tákn lands og þjóðar. Og ef það mega ekki vera til smá leiðbeiningar, fáeinar lagagreinar um hvernig við eigum að nota þetta tákn rétt, þá er nú ansi margt annað sem manni finnst skrítið að verið sé að setja lög um. Punkturinn hjá Helga er að það sé kjánalegt að binda hefðir í lög. En þetta snýst um mun meira en hefðir. Þetta snýst um að þjóðfáninn sé áfram það tákn sem hann er. Tákn fyrir íslensku þjóðina. Það er ekkert að því að hafa fánalög á meðan þau hamla því ekki að við notum fánann á þann hátt sem okkur finnst virðingavert. Pössum upp á hann og verum óhrædd við að nota hann. Þetta er jú einu sinni okkar eigin klútur á bandi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun