Stórir áfangar í afnámi gjaldeyrishafta á þessu ári Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. júní 2014 20:15 Viðskiptaráð Íslands birti í gær skýrslu um afnám gjaldeyrishafta undir yfirskriftinni: „Höggva þarf á hnútinn: Uppgjör þrotabúa föllnu bankanna." Í skýrslunni segir að ekki sé fyrirséð að nokkuð muni þokast varðandi nauðasamninga á næstu misserum - það sé einfaldlega of langt milli aðila til að raunhæft sé að binda vonir við slíkt. Þá segir: „Þrátt fyrir þessa pattstöðu telur Viðskiptaráð að lausn sé til staðar sem er til hagsbóta fyrir bæði þjóðarbúið og kröfuhafa. Slík lausn fæli í sér að slitastjórnir fengju samþykkta beiðni um undanþágu vegna nauðasamnings sem uppfyllir ekki skilyrði stjórnvalda að fullu leyti. Á móti myndu kröfuhafar gefa eftir hluta af þeim kröfum sem slitastjórnirnar gera í dag.“ „Við áætlum sem svo að tímavirði fjármagns, og annar kostnaður, sem er annars vegar bankaskatturinn og hins vegar rekstrarkostnaður þrotabúanna, nemi um það bil 260 milljörðum íslenskra króna á ári. Þannig að tíminn er svo sannarlega peningar fyrir kröfuhafanna”, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa nýtt tímann vel undanfarið ár við að kortleggja vandann við afnám gjaldeyrishafta. „Við erum núna að stíga þau skref að ráða til okkar erlenda ráðgjafa og undirbúa seinni fasann í þessu. Áherslan hefur fram til þessa verið meira á framkvæmd haftanna en nú ætlum við að fara að leggja alla áherslu á afnámsferlið. Við munum síðar í þessum mánuði ráða sérstaka ráðgjafa okkur til halds og trausts við ýmis mál sem skipta máli í hinu stóra samhengi hlutanna. Í framhaldinu munum við kynna okkar áform fyrir samstarfsaðilum okkar erlendis,” segir Bjarni. Telur þú líklegt að það dragi til tíðinda í þessu máli á þessu ári? „Það er ekki alfarið í höndum stjórnvalda að ráða úrslitum um það. En ég er með væntingar um að það verði stórir áfangar stignir á þessu ári já”, segir Bjarni Benediktsson. Tengdar fréttir Slitastjórnir fái beiðnir um undanþágur í gegn Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir rök vera fyrir því að stjórnvöld eigi að veita undanþágur frá gjaldeyrislögum vegna nauðasamninga um slitameðferðir þrotabúa föllnu bankanna. Byrði vandans yrði þá skipt á milli kröfuhafa og þjóðarbúsins. 19. júní 2014 08:39 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands birti í gær skýrslu um afnám gjaldeyrishafta undir yfirskriftinni: „Höggva þarf á hnútinn: Uppgjör þrotabúa föllnu bankanna." Í skýrslunni segir að ekki sé fyrirséð að nokkuð muni þokast varðandi nauðasamninga á næstu misserum - það sé einfaldlega of langt milli aðila til að raunhæft sé að binda vonir við slíkt. Þá segir: „Þrátt fyrir þessa pattstöðu telur Viðskiptaráð að lausn sé til staðar sem er til hagsbóta fyrir bæði þjóðarbúið og kröfuhafa. Slík lausn fæli í sér að slitastjórnir fengju samþykkta beiðni um undanþágu vegna nauðasamnings sem uppfyllir ekki skilyrði stjórnvalda að fullu leyti. Á móti myndu kröfuhafar gefa eftir hluta af þeim kröfum sem slitastjórnirnar gera í dag.“ „Við áætlum sem svo að tímavirði fjármagns, og annar kostnaður, sem er annars vegar bankaskatturinn og hins vegar rekstrarkostnaður þrotabúanna, nemi um það bil 260 milljörðum íslenskra króna á ári. Þannig að tíminn er svo sannarlega peningar fyrir kröfuhafanna”, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa nýtt tímann vel undanfarið ár við að kortleggja vandann við afnám gjaldeyrishafta. „Við erum núna að stíga þau skref að ráða til okkar erlenda ráðgjafa og undirbúa seinni fasann í þessu. Áherslan hefur fram til þessa verið meira á framkvæmd haftanna en nú ætlum við að fara að leggja alla áherslu á afnámsferlið. Við munum síðar í þessum mánuði ráða sérstaka ráðgjafa okkur til halds og trausts við ýmis mál sem skipta máli í hinu stóra samhengi hlutanna. Í framhaldinu munum við kynna okkar áform fyrir samstarfsaðilum okkar erlendis,” segir Bjarni. Telur þú líklegt að það dragi til tíðinda í þessu máli á þessu ári? „Það er ekki alfarið í höndum stjórnvalda að ráða úrslitum um það. En ég er með væntingar um að það verði stórir áfangar stignir á þessu ári já”, segir Bjarni Benediktsson.
Tengdar fréttir Slitastjórnir fái beiðnir um undanþágur í gegn Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir rök vera fyrir því að stjórnvöld eigi að veita undanþágur frá gjaldeyrislögum vegna nauðasamninga um slitameðferðir þrotabúa föllnu bankanna. Byrði vandans yrði þá skipt á milli kröfuhafa og þjóðarbúsins. 19. júní 2014 08:39 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Slitastjórnir fái beiðnir um undanþágur í gegn Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir rök vera fyrir því að stjórnvöld eigi að veita undanþágur frá gjaldeyrislögum vegna nauðasamninga um slitameðferðir þrotabúa föllnu bankanna. Byrði vandans yrði þá skipt á milli kröfuhafa og þjóðarbúsins. 19. júní 2014 08:39