Stjórnendur Arion banka segja fulls jafnræðis gætt í hlutafjárútboðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. júní 2014 19:54 Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka. Stjórnendur Arion banka vísa því á bug að bankinn hafi mismunað tilboðsgjöfum í hlutafjárútboði HB Granda. Forstjóri Kauphallarinnar sagði í síðustu viku að það væri „grafalvarlegt“ og „óvandaðir viðskiptahættir“ að menn hafi ekki staðið við tilboð í 5,7 prósent heildarhlutafjár í HB Granda í útboðinu, en Arion banki annaðist útboðið fyrir hönd eigenda bréfanna. Stjórnendur Arion banka telja að umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um hlutafjárútboð HB Granda hafi verið gildishlaðin og ósanngjörn fyrir bankann. Í frétt okkar í síðustu viku kom fram að tilboðsgjafar í 5,7 prósent hlutafjár, sem gerðu tilboð í bréf í HB Granda á genginu 27,7 hefðu fallið frá áskriftum sínum og ekki greitt fyrir bréfin. Það var þetta sem forstjóri Kauphallarinnar taldi svo alvarlegt. Viðskiptavinir Arion banka sem tóku þátt í hlutafjárútboðinu töldu þetta fela í sér mismunun. Þá sendi viðskiptavinur, sem tók þátt í útboðinu og greiddi fyrir sín bréf, rökstudda kvörtun til Fjármálaeftirlitsins og taldi að þetta gæti hugsanlega fallið undir markaðsmisnotkun hjá þeim sem sendu inn tilboð sem ekki var staðið við. Að senda inn falskt kauptilboð er eitt af því sem fellur undir markaðsmisnotkun samkvæmt 117. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Af þessu tilefni sagði Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka, að í raun gætu allir sent inn tilboð og fallið frá áskriftum. Þannig sætu tilboðsgjafar í raun við sama borð.Segja leikreglur hafa verið skýrar frá upphafi „Allir þátttakendur sátu við sama borð og jafnræðis var gætt í hvívetna. Leikreglur voru skýrar frá upphafi og öllum fjárfestum aðgengilegar. Allir sem skrifuðu sig fyrir hlut og fengu áskriftir sínar samþykktar fengu greiðsluseðla. Við lok eindaga voru allir ógreiddir greiðsluseðlar felldir niður. Þar skipti engu hvort fjárhæðirnar voru háar eða lágar. Strax í kjölfarið voru hlutabréfin tekin til viðskipta í Kauphöll. Eftir eindagann og eftir að hlutabréfin voru tekin til viðskipta í Kauphöllinni var því ekki hægt að greiða ógreidda áskrift,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, talsmaður Arion banka. Haraldur Guðni segir jafnframt að Arion banki telji það alvarlegt að einstakir tilboðsgjafar hafi ekki staðið við innsend tilboð í hlutabréfaútboði HB Granda. Nokkur umræða hefur verið um útboð HB Granda en það þykir ekki hafa heppnast jafn vel og önnur slík hjá félögum sem skráð hafa verið í Kauphöll eftir hrun. Þannig telja sérfræðingar á fjármálamarkaði sem fréttastofa hefur rætt við að bréfin í HB Granda hafi verið verðlögð of hátt við skráningu. Tengdar fréttir Segir útboð í HB Granda „grafalvarlegt“ og „óvandaða viðskiptahætti“ Forstjóri Kauphallar Íslands segir það grafalvarlegt að send hafi verið inn fölsk kauptilboð í hlutabréf HB Granda í hlutafjárútboði félagsins en ekki var staðið við tilboð sem námu 5,7 prósentum af heildarhlutafé. Viðskiptavinur Arion banka hefur kvartað til Fjármálaeftirlitsins og telur þetta markaðsmisnotkun. 30. maí 2014 19:04 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Stjórnendur Arion banka vísa því á bug að bankinn hafi mismunað tilboðsgjöfum í hlutafjárútboði HB Granda. Forstjóri Kauphallarinnar sagði í síðustu viku að það væri „grafalvarlegt“ og „óvandaðir viðskiptahættir“ að menn hafi ekki staðið við tilboð í 5,7 prósent heildarhlutafjár í HB Granda í útboðinu, en Arion banki annaðist útboðið fyrir hönd eigenda bréfanna. Stjórnendur Arion banka telja að umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um hlutafjárútboð HB Granda hafi verið gildishlaðin og ósanngjörn fyrir bankann. Í frétt okkar í síðustu viku kom fram að tilboðsgjafar í 5,7 prósent hlutafjár, sem gerðu tilboð í bréf í HB Granda á genginu 27,7 hefðu fallið frá áskriftum sínum og ekki greitt fyrir bréfin. Það var þetta sem forstjóri Kauphallarinnar taldi svo alvarlegt. Viðskiptavinir Arion banka sem tóku þátt í hlutafjárútboðinu töldu þetta fela í sér mismunun. Þá sendi viðskiptavinur, sem tók þátt í útboðinu og greiddi fyrir sín bréf, rökstudda kvörtun til Fjármálaeftirlitsins og taldi að þetta gæti hugsanlega fallið undir markaðsmisnotkun hjá þeim sem sendu inn tilboð sem ekki var staðið við. Að senda inn falskt kauptilboð er eitt af því sem fellur undir markaðsmisnotkun samkvæmt 117. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Af þessu tilefni sagði Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka, að í raun gætu allir sent inn tilboð og fallið frá áskriftum. Þannig sætu tilboðsgjafar í raun við sama borð.Segja leikreglur hafa verið skýrar frá upphafi „Allir þátttakendur sátu við sama borð og jafnræðis var gætt í hvívetna. Leikreglur voru skýrar frá upphafi og öllum fjárfestum aðgengilegar. Allir sem skrifuðu sig fyrir hlut og fengu áskriftir sínar samþykktar fengu greiðsluseðla. Við lok eindaga voru allir ógreiddir greiðsluseðlar felldir niður. Þar skipti engu hvort fjárhæðirnar voru háar eða lágar. Strax í kjölfarið voru hlutabréfin tekin til viðskipta í Kauphöll. Eftir eindagann og eftir að hlutabréfin voru tekin til viðskipta í Kauphöllinni var því ekki hægt að greiða ógreidda áskrift,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, talsmaður Arion banka. Haraldur Guðni segir jafnframt að Arion banki telji það alvarlegt að einstakir tilboðsgjafar hafi ekki staðið við innsend tilboð í hlutabréfaútboði HB Granda. Nokkur umræða hefur verið um útboð HB Granda en það þykir ekki hafa heppnast jafn vel og önnur slík hjá félögum sem skráð hafa verið í Kauphöll eftir hrun. Þannig telja sérfræðingar á fjármálamarkaði sem fréttastofa hefur rætt við að bréfin í HB Granda hafi verið verðlögð of hátt við skráningu.
Tengdar fréttir Segir útboð í HB Granda „grafalvarlegt“ og „óvandaða viðskiptahætti“ Forstjóri Kauphallar Íslands segir það grafalvarlegt að send hafi verið inn fölsk kauptilboð í hlutabréf HB Granda í hlutafjárútboði félagsins en ekki var staðið við tilboð sem námu 5,7 prósentum af heildarhlutafé. Viðskiptavinur Arion banka hefur kvartað til Fjármálaeftirlitsins og telur þetta markaðsmisnotkun. 30. maí 2014 19:04 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Segir útboð í HB Granda „grafalvarlegt“ og „óvandaða viðskiptahætti“ Forstjóri Kauphallar Íslands segir það grafalvarlegt að send hafi verið inn fölsk kauptilboð í hlutabréf HB Granda í hlutafjárútboði félagsins en ekki var staðið við tilboð sem námu 5,7 prósentum af heildarhlutafé. Viðskiptavinur Arion banka hefur kvartað til Fjármálaeftirlitsins og telur þetta markaðsmisnotkun. 30. maí 2014 19:04