Stjórnendur Arion banka segja fulls jafnræðis gætt í hlutafjárútboðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. júní 2014 19:54 Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka. Stjórnendur Arion banka vísa því á bug að bankinn hafi mismunað tilboðsgjöfum í hlutafjárútboði HB Granda. Forstjóri Kauphallarinnar sagði í síðustu viku að það væri „grafalvarlegt“ og „óvandaðir viðskiptahættir“ að menn hafi ekki staðið við tilboð í 5,7 prósent heildarhlutafjár í HB Granda í útboðinu, en Arion banki annaðist útboðið fyrir hönd eigenda bréfanna. Stjórnendur Arion banka telja að umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um hlutafjárútboð HB Granda hafi verið gildishlaðin og ósanngjörn fyrir bankann. Í frétt okkar í síðustu viku kom fram að tilboðsgjafar í 5,7 prósent hlutafjár, sem gerðu tilboð í bréf í HB Granda á genginu 27,7 hefðu fallið frá áskriftum sínum og ekki greitt fyrir bréfin. Það var þetta sem forstjóri Kauphallarinnar taldi svo alvarlegt. Viðskiptavinir Arion banka sem tóku þátt í hlutafjárútboðinu töldu þetta fela í sér mismunun. Þá sendi viðskiptavinur, sem tók þátt í útboðinu og greiddi fyrir sín bréf, rökstudda kvörtun til Fjármálaeftirlitsins og taldi að þetta gæti hugsanlega fallið undir markaðsmisnotkun hjá þeim sem sendu inn tilboð sem ekki var staðið við. Að senda inn falskt kauptilboð er eitt af því sem fellur undir markaðsmisnotkun samkvæmt 117. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Af þessu tilefni sagði Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka, að í raun gætu allir sent inn tilboð og fallið frá áskriftum. Þannig sætu tilboðsgjafar í raun við sama borð.Segja leikreglur hafa verið skýrar frá upphafi „Allir þátttakendur sátu við sama borð og jafnræðis var gætt í hvívetna. Leikreglur voru skýrar frá upphafi og öllum fjárfestum aðgengilegar. Allir sem skrifuðu sig fyrir hlut og fengu áskriftir sínar samþykktar fengu greiðsluseðla. Við lok eindaga voru allir ógreiddir greiðsluseðlar felldir niður. Þar skipti engu hvort fjárhæðirnar voru háar eða lágar. Strax í kjölfarið voru hlutabréfin tekin til viðskipta í Kauphöll. Eftir eindagann og eftir að hlutabréfin voru tekin til viðskipta í Kauphöllinni var því ekki hægt að greiða ógreidda áskrift,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, talsmaður Arion banka. Haraldur Guðni segir jafnframt að Arion banki telji það alvarlegt að einstakir tilboðsgjafar hafi ekki staðið við innsend tilboð í hlutabréfaútboði HB Granda. Nokkur umræða hefur verið um útboð HB Granda en það þykir ekki hafa heppnast jafn vel og önnur slík hjá félögum sem skráð hafa verið í Kauphöll eftir hrun. Þannig telja sérfræðingar á fjármálamarkaði sem fréttastofa hefur rætt við að bréfin í HB Granda hafi verið verðlögð of hátt við skráningu. Tengdar fréttir Segir útboð í HB Granda „grafalvarlegt“ og „óvandaða viðskiptahætti“ Forstjóri Kauphallar Íslands segir það grafalvarlegt að send hafi verið inn fölsk kauptilboð í hlutabréf HB Granda í hlutafjárútboði félagsins en ekki var staðið við tilboð sem námu 5,7 prósentum af heildarhlutafé. Viðskiptavinur Arion banka hefur kvartað til Fjármálaeftirlitsins og telur þetta markaðsmisnotkun. 30. maí 2014 19:04 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Stjórnendur Arion banka vísa því á bug að bankinn hafi mismunað tilboðsgjöfum í hlutafjárútboði HB Granda. Forstjóri Kauphallarinnar sagði í síðustu viku að það væri „grafalvarlegt“ og „óvandaðir viðskiptahættir“ að menn hafi ekki staðið við tilboð í 5,7 prósent heildarhlutafjár í HB Granda í útboðinu, en Arion banki annaðist útboðið fyrir hönd eigenda bréfanna. Stjórnendur Arion banka telja að umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um hlutafjárútboð HB Granda hafi verið gildishlaðin og ósanngjörn fyrir bankann. Í frétt okkar í síðustu viku kom fram að tilboðsgjafar í 5,7 prósent hlutafjár, sem gerðu tilboð í bréf í HB Granda á genginu 27,7 hefðu fallið frá áskriftum sínum og ekki greitt fyrir bréfin. Það var þetta sem forstjóri Kauphallarinnar taldi svo alvarlegt. Viðskiptavinir Arion banka sem tóku þátt í hlutafjárútboðinu töldu þetta fela í sér mismunun. Þá sendi viðskiptavinur, sem tók þátt í útboðinu og greiddi fyrir sín bréf, rökstudda kvörtun til Fjármálaeftirlitsins og taldi að þetta gæti hugsanlega fallið undir markaðsmisnotkun hjá þeim sem sendu inn tilboð sem ekki var staðið við. Að senda inn falskt kauptilboð er eitt af því sem fellur undir markaðsmisnotkun samkvæmt 117. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Af þessu tilefni sagði Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka, að í raun gætu allir sent inn tilboð og fallið frá áskriftum. Þannig sætu tilboðsgjafar í raun við sama borð.Segja leikreglur hafa verið skýrar frá upphafi „Allir þátttakendur sátu við sama borð og jafnræðis var gætt í hvívetna. Leikreglur voru skýrar frá upphafi og öllum fjárfestum aðgengilegar. Allir sem skrifuðu sig fyrir hlut og fengu áskriftir sínar samþykktar fengu greiðsluseðla. Við lok eindaga voru allir ógreiddir greiðsluseðlar felldir niður. Þar skipti engu hvort fjárhæðirnar voru háar eða lágar. Strax í kjölfarið voru hlutabréfin tekin til viðskipta í Kauphöll. Eftir eindagann og eftir að hlutabréfin voru tekin til viðskipta í Kauphöllinni var því ekki hægt að greiða ógreidda áskrift,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, talsmaður Arion banka. Haraldur Guðni segir jafnframt að Arion banki telji það alvarlegt að einstakir tilboðsgjafar hafi ekki staðið við innsend tilboð í hlutabréfaútboði HB Granda. Nokkur umræða hefur verið um útboð HB Granda en það þykir ekki hafa heppnast jafn vel og önnur slík hjá félögum sem skráð hafa verið í Kauphöll eftir hrun. Þannig telja sérfræðingar á fjármálamarkaði sem fréttastofa hefur rætt við að bréfin í HB Granda hafi verið verðlögð of hátt við skráningu.
Tengdar fréttir Segir útboð í HB Granda „grafalvarlegt“ og „óvandaða viðskiptahætti“ Forstjóri Kauphallar Íslands segir það grafalvarlegt að send hafi verið inn fölsk kauptilboð í hlutabréf HB Granda í hlutafjárútboði félagsins en ekki var staðið við tilboð sem námu 5,7 prósentum af heildarhlutafé. Viðskiptavinur Arion banka hefur kvartað til Fjármálaeftirlitsins og telur þetta markaðsmisnotkun. 30. maí 2014 19:04 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Segir útboð í HB Granda „grafalvarlegt“ og „óvandaða viðskiptahætti“ Forstjóri Kauphallar Íslands segir það grafalvarlegt að send hafi verið inn fölsk kauptilboð í hlutabréf HB Granda í hlutafjárútboði félagsins en ekki var staðið við tilboð sem námu 5,7 prósentum af heildarhlutafé. Viðskiptavinur Arion banka hefur kvartað til Fjármálaeftirlitsins og telur þetta markaðsmisnotkun. 30. maí 2014 19:04
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur