Getur Ísland siglt eitt á báti? Michel Sallé skrifar 2. júní 2014 10:00 Þann 25. maí sl. kusu íbúar hinna 28 ríkja Evrópusambandsins sameiginlegt þing þeirra. Allir? Nei, því miður: aðeins 43% kjósenda nenntu því. Margir þeirra völdu að kjósa lista sem voru á móti ESB, annað hvort sem slíku, eða á móti ólýðræðislegri stjórnun þess. Sú er ástæðan fyrir því að þessar kosningar sem 60 % kjósenda tóku þátt í árið 1979 náðu ekki meiri þáttöku nú, og styrkja mest öfgasinna. Kjósendum sýnist þetta þing fjarlægt, valdalaust, og bekki þess sitja, alla vega hvað Frakkland snertir, margir þingmenn sem hafa fengið þingsæti í sárabót hjá flokkum sínum. Samt sem áður er hlutverk þingsins langt frá því að vera lítilfjörlegt, og verður það enn síður eftir 2014, þar sem það mun taka þátt í samsetningu framkvæmdastjórnar ESB. Þó er of einfalt að halda því fram að ESB séu mistök. Hlustum á hvað Daniel Cohn-Bendit (einn foringja vinstri-grænna á Evrópuþingi) hefur að segja : „Ef ég hefði kunnað að tala við fæðingu (1945), og hefði sagt foreldrum mínum að 50 árum seinna yrðu engin landamæri lengur á milli Frakklands og Þýskalands, hefðu þau haldið að þeim hefði fæðst brjálað barn.“ Það skiptir gríðarmiklu máli að líta aftur í tímann. Árið 1950, aðeins nokkrum árum eftir sannkallað heimsblóðbað, sem fjandskapur Frakka og Þjóðverja áttu mikinn þátt í að hrinda af stað, og sem kom í kjölfarið á tvennum sambærilegum stríðstímum: (1870-1871 og 1914-1918), þurfti framsýna og kjarkmikla menn, þá Jean Monnet, Robert Schumann og Konrad Adenauer, sem og Alcide de Gasperi, til að fá þjóðir þeirra til að hefja sameingarferil, og skrifa undir Rómarsáttmálann, sem lagði grunninn að upprunalagu ESB, frumkvöðlaþjóðanna sex. Aðrar þjóðir bættust fljótt við hópinn, og þar með talin flest EFTA-löndin. Það sem merkilegast er, er innganga þjóða sem höfðu þurft að þola alræðisstjórn, Grikklands 1981, Spánar og Portúgals 1986. Þannig nutu þær stuðnings við feril þeirra til að koma á lýðræði. Eftir 2004 gildir það sama fyrir þær þjóðir sem losnuðu undan oki Sovétríkjanna . Hvílík breyting hefur orðið í öllum þeim löndum : Eystrasaltslöndunum, Póllandi, Tékklandi og fleirum.. Hvert þeirra ætli vilja snúa til baka? Óskir ríkisstjórna hafa verið breytilegar, eftir tímabilum og löndum. Sumir hafa viljað algera sameiningu, eins og „Stofnfeðurnir“, aðrir hafa unnið gegn henni (Margaret Thatcher og eftirmenn hennar), og hafa allar mögulegar millileiðir verið fundnar upp. Margir hafa séð eftir hve fjölgun aðildarlanda hefur verið hröð, en var hægt að loka dyrunum fyrir þjóðum sem drifu sig undan ánauð með draumum um inngöngu í ESB, eins og nú í Úkraínu? Uppbygging Evrópu er einstök í sögu mannkynsins. Það er eðlilegt að þurfa að þreifa sig áfram, að bíða stundum ósigur. Sú stefna að byrja á efnahagslegri sameiningu og síðan á þeirri pólítísku, hefur leitt til yfirþyrmilegs samsafns af reglum og gefið Bruxelles ímynd staðnaðs skrifstofuræðis. Hjá mörgum ríkisstjórnum, sérstaklega þeim frönsku, hafa skipanir frá Bruxelles verið notaðar til að fela óvinsælar eigin ákvarðanir og mistök. Þó má sjá, ef grannt er skoðað, að mörg lög sem leiða til framfara eru í raun aðeins umritun á Evrópureglum. Voru þessar reglur ekki samdar af tæknikrötum í ESB? Örugglega, en æ oftar að frumkvæði Evrópuþingsins, og staðfestar af ráðherraráði ESB, það er að segja, af fólki sem kosið var í landi þeirra. Margar eru gloppurnar, mismunandi eftir löndum, eftir kynslóðum, stjórnmálaskoðunum, sumar stafa af lýðræðislegri vöntun, aðrar af valdaleysi hjá framkvæmdastjórninni , aðgerðaleysi, eða torskildum aðgerðum. Hér er um að ræða stöðuga uppbyggingu, sem sífellt þarf að endurskoða, á meðan að þær þjóðir sem mynda hana vonast eftir æ meira öryggi og stöðugleika. Séð frá Íslandi minnir þetta á stærðar flutningaskip, með 28 gámum, misvel festum, sem siglir á á ótryggum höfum, með allsráðandi fransk-þýskri skipstjórn, sem lítill skipverji hefur enga von til að komast í… Jú, en það siglir áfram, leyfir litlum þjóðum að tjá sig betur en væru þær aleinar, færir meðlimum sínum meira öryggi og betri efnahag en væru þeir einir á siglingu ; og þeim sem hefur farist illa nú og nýverið eru einmitt þeir sem hafa ætlað að misnota á eigingjarnan hátt þau hlunnindi sem ESB færir þeim. Á Ísland pláss þarna? Við skulum ekki virða svars þeirri staðhæfingu að sem stundum heyrist á Íslandi að ESB vilji ekki taka á móti landinu. Flutningaskipið stóra er stirt í hreyfingum, stýrimenn taka kannski ekki eftir öllum skútum í erfiðleikum í kringum það, sumir skipverjar eru óheflaðir. En samningaviðræður hófust og fóru fram á stöðugum hraða. Ekkert styður þá hugmynd að ESB vilji ekki fá Ísland inn, nema fáfræði sumra eða illvilji annarra. Þær ríkisstjórnir sem verið hafa við völd í landinu minna helst á drukkna manninn sem týndi úrinu sínu og leitaði að því við fætur götuljósa, því að þar var eina birtan. Í birtunni er það mælanlega, það hagsmunalega, í myrkrinu þjóðarsamsemdin, menningin, öryggið : undirstaðan til framtíðarinnar. Hvað hagsmuni varðar þá hafa tvær skýrslur frá Hagfræðistofnun og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands komist að svipaðri niðurstöðu, sem er í raun engin niðurstaða : “ekkert er hægt að staðhæfa á meðan að samningaviðræðum hefur ekki verið lokið”.. Samt hefur verið litið svo á að fyrri skýslan sé á móti ESB, en hin með, kannski vegna þess að stjórnmálaskoðanir starfsmanna koma alltaf í ljós, hversu heiðarlega sem þeir vinna. Aðalmunurinn er rökræða í þágu evrunnar í seinni skýrslunni: upptaka evru er svo mikilvæg að hún er þess virði að leitað sé lausna á vanda sjávarútvegs og landbúnaðar, þó að það þýði að taka yrði erfiðar ákvarðanir. Það hafa allar þjóðir þurft að gera sem sótt hafa um inngöngu og hafa hagnast á því. Það sem í myrkrinu leynist er enn flóknara því að hér snertum við rætur íslensku þjóðarinnar, átakamikla og erfiða sögu hennar. Íslenska þjóðin þurfti þó hvorki að þola stríð né einræðisstjórn. Frumtilgangur stofnunnar ESB er einmitt höfnun á því tvennu. Þýðir þetta að Ísland geti siglt eitt á báti? Það er synd og skömm að ekkert hefur heyrst rætt um það.Michel Sallé er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála-og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út bók sem ber heitið „Islande“ í desember 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Þann 25. maí sl. kusu íbúar hinna 28 ríkja Evrópusambandsins sameiginlegt þing þeirra. Allir? Nei, því miður: aðeins 43% kjósenda nenntu því. Margir þeirra völdu að kjósa lista sem voru á móti ESB, annað hvort sem slíku, eða á móti ólýðræðislegri stjórnun þess. Sú er ástæðan fyrir því að þessar kosningar sem 60 % kjósenda tóku þátt í árið 1979 náðu ekki meiri þáttöku nú, og styrkja mest öfgasinna. Kjósendum sýnist þetta þing fjarlægt, valdalaust, og bekki þess sitja, alla vega hvað Frakkland snertir, margir þingmenn sem hafa fengið þingsæti í sárabót hjá flokkum sínum. Samt sem áður er hlutverk þingsins langt frá því að vera lítilfjörlegt, og verður það enn síður eftir 2014, þar sem það mun taka þátt í samsetningu framkvæmdastjórnar ESB. Þó er of einfalt að halda því fram að ESB séu mistök. Hlustum á hvað Daniel Cohn-Bendit (einn foringja vinstri-grænna á Evrópuþingi) hefur að segja : „Ef ég hefði kunnað að tala við fæðingu (1945), og hefði sagt foreldrum mínum að 50 árum seinna yrðu engin landamæri lengur á milli Frakklands og Þýskalands, hefðu þau haldið að þeim hefði fæðst brjálað barn.“ Það skiptir gríðarmiklu máli að líta aftur í tímann. Árið 1950, aðeins nokkrum árum eftir sannkallað heimsblóðbað, sem fjandskapur Frakka og Þjóðverja áttu mikinn þátt í að hrinda af stað, og sem kom í kjölfarið á tvennum sambærilegum stríðstímum: (1870-1871 og 1914-1918), þurfti framsýna og kjarkmikla menn, þá Jean Monnet, Robert Schumann og Konrad Adenauer, sem og Alcide de Gasperi, til að fá þjóðir þeirra til að hefja sameingarferil, og skrifa undir Rómarsáttmálann, sem lagði grunninn að upprunalagu ESB, frumkvöðlaþjóðanna sex. Aðrar þjóðir bættust fljótt við hópinn, og þar með talin flest EFTA-löndin. Það sem merkilegast er, er innganga þjóða sem höfðu þurft að þola alræðisstjórn, Grikklands 1981, Spánar og Portúgals 1986. Þannig nutu þær stuðnings við feril þeirra til að koma á lýðræði. Eftir 2004 gildir það sama fyrir þær þjóðir sem losnuðu undan oki Sovétríkjanna . Hvílík breyting hefur orðið í öllum þeim löndum : Eystrasaltslöndunum, Póllandi, Tékklandi og fleirum.. Hvert þeirra ætli vilja snúa til baka? Óskir ríkisstjórna hafa verið breytilegar, eftir tímabilum og löndum. Sumir hafa viljað algera sameiningu, eins og „Stofnfeðurnir“, aðrir hafa unnið gegn henni (Margaret Thatcher og eftirmenn hennar), og hafa allar mögulegar millileiðir verið fundnar upp. Margir hafa séð eftir hve fjölgun aðildarlanda hefur verið hröð, en var hægt að loka dyrunum fyrir þjóðum sem drifu sig undan ánauð með draumum um inngöngu í ESB, eins og nú í Úkraínu? Uppbygging Evrópu er einstök í sögu mannkynsins. Það er eðlilegt að þurfa að þreifa sig áfram, að bíða stundum ósigur. Sú stefna að byrja á efnahagslegri sameiningu og síðan á þeirri pólítísku, hefur leitt til yfirþyrmilegs samsafns af reglum og gefið Bruxelles ímynd staðnaðs skrifstofuræðis. Hjá mörgum ríkisstjórnum, sérstaklega þeim frönsku, hafa skipanir frá Bruxelles verið notaðar til að fela óvinsælar eigin ákvarðanir og mistök. Þó má sjá, ef grannt er skoðað, að mörg lög sem leiða til framfara eru í raun aðeins umritun á Evrópureglum. Voru þessar reglur ekki samdar af tæknikrötum í ESB? Örugglega, en æ oftar að frumkvæði Evrópuþingsins, og staðfestar af ráðherraráði ESB, það er að segja, af fólki sem kosið var í landi þeirra. Margar eru gloppurnar, mismunandi eftir löndum, eftir kynslóðum, stjórnmálaskoðunum, sumar stafa af lýðræðislegri vöntun, aðrar af valdaleysi hjá framkvæmdastjórninni , aðgerðaleysi, eða torskildum aðgerðum. Hér er um að ræða stöðuga uppbyggingu, sem sífellt þarf að endurskoða, á meðan að þær þjóðir sem mynda hana vonast eftir æ meira öryggi og stöðugleika. Séð frá Íslandi minnir þetta á stærðar flutningaskip, með 28 gámum, misvel festum, sem siglir á á ótryggum höfum, með allsráðandi fransk-þýskri skipstjórn, sem lítill skipverji hefur enga von til að komast í… Jú, en það siglir áfram, leyfir litlum þjóðum að tjá sig betur en væru þær aleinar, færir meðlimum sínum meira öryggi og betri efnahag en væru þeir einir á siglingu ; og þeim sem hefur farist illa nú og nýverið eru einmitt þeir sem hafa ætlað að misnota á eigingjarnan hátt þau hlunnindi sem ESB færir þeim. Á Ísland pláss þarna? Við skulum ekki virða svars þeirri staðhæfingu að sem stundum heyrist á Íslandi að ESB vilji ekki taka á móti landinu. Flutningaskipið stóra er stirt í hreyfingum, stýrimenn taka kannski ekki eftir öllum skútum í erfiðleikum í kringum það, sumir skipverjar eru óheflaðir. En samningaviðræður hófust og fóru fram á stöðugum hraða. Ekkert styður þá hugmynd að ESB vilji ekki fá Ísland inn, nema fáfræði sumra eða illvilji annarra. Þær ríkisstjórnir sem verið hafa við völd í landinu minna helst á drukkna manninn sem týndi úrinu sínu og leitaði að því við fætur götuljósa, því að þar var eina birtan. Í birtunni er það mælanlega, það hagsmunalega, í myrkrinu þjóðarsamsemdin, menningin, öryggið : undirstaðan til framtíðarinnar. Hvað hagsmuni varðar þá hafa tvær skýrslur frá Hagfræðistofnun og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands komist að svipaðri niðurstöðu, sem er í raun engin niðurstaða : “ekkert er hægt að staðhæfa á meðan að samningaviðræðum hefur ekki verið lokið”.. Samt hefur verið litið svo á að fyrri skýslan sé á móti ESB, en hin með, kannski vegna þess að stjórnmálaskoðanir starfsmanna koma alltaf í ljós, hversu heiðarlega sem þeir vinna. Aðalmunurinn er rökræða í þágu evrunnar í seinni skýrslunni: upptaka evru er svo mikilvæg að hún er þess virði að leitað sé lausna á vanda sjávarútvegs og landbúnaðar, þó að það þýði að taka yrði erfiðar ákvarðanir. Það hafa allar þjóðir þurft að gera sem sótt hafa um inngöngu og hafa hagnast á því. Það sem í myrkrinu leynist er enn flóknara því að hér snertum við rætur íslensku þjóðarinnar, átakamikla og erfiða sögu hennar. Íslenska þjóðin þurfti þó hvorki að þola stríð né einræðisstjórn. Frumtilgangur stofnunnar ESB er einmitt höfnun á því tvennu. Þýðir þetta að Ísland geti siglt eitt á báti? Það er synd og skömm að ekkert hefur heyrst rætt um það.Michel Sallé er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála-og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út bók sem ber heitið „Islande“ í desember 2013.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun