Þorirðu, viltu og geturðu? Þóranna K. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2014 09:22 Í kvenréttindasöngnum Áfram stelpur segir „þori ég, vil ég, get ég?“ og svarað er „já ég þori, get og vil“. En þorum við og viljum í raun? Það hefur verið mikið fjallað um jafnrétti kynjanna á ýmsum sviðum. Ég er sammála því að meira þarf að gera til að tryggja jafnrétti. En í dag vil ég skamma okkur stelpurnar. Við erum nefnilega oft sjálfum okkur verstar.Engar súkkulaðikleinur í rekstri! Ég og aðrir sem unnið hafa með konum í rekstri erum almennt sammála um að auk þess að umhverfið geri okkur oft erfiðara fyrir þá gerum við okkur enga greiða sjálfar. Algengt er að við rukkum of lítið fyrir vörur okkar og þjónustu og hugsum allt of smátt. Sem mentor í frumkvöðlaprógrömmum sé ég allt of oft hræðslublik í augum kvenna þegar ég tala um hvert væri hægt að fara með viðskiptahugmyndina og hvet þær til að hugsa stórt. Og þegar kemur að því að selja þá er eins og mörgum finnist ljótt að selja og ljótt að græða. Steininn tekur svo alveg úr þegar kemur að konum og tækni því við erum margar hræddari við tölvuna og það sem í henni býr en við tröll og forynjur. Þetta á við konur á öllum aldri og á öllum menntunarstigum. Staðreyndin er sú, fyrir konur í rekstri, að þær sem ekki nýta sér tæknina munu klárlega dragast aftur úr þeim samkeppnisaðilum sem gera það. Það er engin forgjöf í viðskiptum. Það er ekki hægt að vera með og fá að vera súkkulaðikleina.Þú verður að þora og vilja! Ég á níu ára stelpu. Eitt það dýrmætasta sem ég get gefið henni er sterk sjálfsmynd og sjálfsöryggi. Vissan um að hún getur allt sem hún vill og ætlar sér. Sem betur fer fæ ég hjálp til dæmis frá aðilum eins og Skema sem vinna markvisst í að byggja upp sjálfsmynd stelpna og að eyða tæknifóbíu. Fyrir okkur sem eldri erum liggur þetta alfarið hjá okkur sjálfum. Við verðum að ætla okkur að breyta þessu. Ef við þorum ekki, viljum ekki og getum ekki sjálfar, þá er ekki hægt að ætlast til að aðrir trúi á okkur og veiti okkur sömu tækifæri og strákarnir fá. Það mun enginn breyta þessu nema við sjálfar. Við hvað ertu hrædd? Hvað viltu? Ef þú þorir og vilt þá muntu geta! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í kvenréttindasöngnum Áfram stelpur segir „þori ég, vil ég, get ég?“ og svarað er „já ég þori, get og vil“. En þorum við og viljum í raun? Það hefur verið mikið fjallað um jafnrétti kynjanna á ýmsum sviðum. Ég er sammála því að meira þarf að gera til að tryggja jafnrétti. En í dag vil ég skamma okkur stelpurnar. Við erum nefnilega oft sjálfum okkur verstar.Engar súkkulaðikleinur í rekstri! Ég og aðrir sem unnið hafa með konum í rekstri erum almennt sammála um að auk þess að umhverfið geri okkur oft erfiðara fyrir þá gerum við okkur enga greiða sjálfar. Algengt er að við rukkum of lítið fyrir vörur okkar og þjónustu og hugsum allt of smátt. Sem mentor í frumkvöðlaprógrömmum sé ég allt of oft hræðslublik í augum kvenna þegar ég tala um hvert væri hægt að fara með viðskiptahugmyndina og hvet þær til að hugsa stórt. Og þegar kemur að því að selja þá er eins og mörgum finnist ljótt að selja og ljótt að græða. Steininn tekur svo alveg úr þegar kemur að konum og tækni því við erum margar hræddari við tölvuna og það sem í henni býr en við tröll og forynjur. Þetta á við konur á öllum aldri og á öllum menntunarstigum. Staðreyndin er sú, fyrir konur í rekstri, að þær sem ekki nýta sér tæknina munu klárlega dragast aftur úr þeim samkeppnisaðilum sem gera það. Það er engin forgjöf í viðskiptum. Það er ekki hægt að vera með og fá að vera súkkulaðikleina.Þú verður að þora og vilja! Ég á níu ára stelpu. Eitt það dýrmætasta sem ég get gefið henni er sterk sjálfsmynd og sjálfsöryggi. Vissan um að hún getur allt sem hún vill og ætlar sér. Sem betur fer fæ ég hjálp til dæmis frá aðilum eins og Skema sem vinna markvisst í að byggja upp sjálfsmynd stelpna og að eyða tæknifóbíu. Fyrir okkur sem eldri erum liggur þetta alfarið hjá okkur sjálfum. Við verðum að ætla okkur að breyta þessu. Ef við þorum ekki, viljum ekki og getum ekki sjálfar, þá er ekki hægt að ætlast til að aðrir trúi á okkur og veiti okkur sömu tækifæri og strákarnir fá. Það mun enginn breyta þessu nema við sjálfar. Við hvað ertu hrædd? Hvað viltu? Ef þú þorir og vilt þá muntu geta!
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar