Lífið

Frumsýnir dótturina á forsíðu People

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Drew Barrymore frumsýnir nýfædda dóttur sína Frankie á forsíðu nýjasta heftis tímaritsins People.

Drew eignaðist Frankie þann 22. apríl með eiginmanni sínum Will Kopelman en fyrir eiga þau dótturina Olive, tuttugu mánaða.

„Ég vildi að Olive myndi eignast systkini því ég hefði viljað það í mínu lífi. Og alltaf að vera stundvís, vera til staðar þegar ég segist ætla að vera til staðar. Búa til stöðugt heimili,“ segir Drew í viðtali við tímaritið. Hún segir það mikla breytingu að eiga allt í einu tvö börn.

„Þær eru vakandi og sofandi á mismunandi tímum eða vakandi á sama tíma og þá þarf að hagræða hlutunum eftir því.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.