Víðtæk sátt um skipulagsmálin Bjarni Torfi Álfþórsson skrifar 24. maí 2014 15:59 Á yfirstandandi kjörtímabili hefur verið unnið í mikilli og góðri samvinnu meiri – og minnihluta skipulagsnefndar að deiliskipulagi nokkurra hverfa bæjarins með það markmið að ljúka skref fyrir skref skipulagningu bæjarins í heild. Vinna sem þessi tekur alla jafna nokkurn tíma, þar sem þess er gætt að hafa mikið og ítarlegt samráð við íbúa og fjöldi kynningarfunda haldinn í því skyni. Engu að síður miðar verkinu vel og er útlit fyrir, að um mitt þetta ár verði búið að deiliskipuleggja ríflega helming allrar byggðar bæjarins og það í breiðri sátt.Lítilsháttar fækkun íbúa stendur til bóta Íbúum Seltjarnarness hefur fjölgað um 1% á liðnu ári og eru nú um 4.400 , en hafði fækkað lítillega árin áður og er eðlileg skýring á því. Ekki eru hér í bæ sömu aðstæður og víðast annars staðar. Þar er landrými nægt til þess að ný hverfi geti risið á óbrotnu landi og íbúafjöldi haldið viðstöðulítið áfram að vaxa eftir því sem þjóðinni fjölgar. Seltjarnarnes er landminnsta sveitarfélag Íslands og hefur því ekki sömu möguleika og önnur bæjarfélög að þessu leyti. Það er ekki stefna okkar að sækja land út í sjó með fyllingum eða byggja á vestursvæðunum. En við höfum í nánu samráði við íbúa skipulagt nýja byggð við Bygggarða, auk þess sem auðir byggingarreitir hafa verið skipulagðir. Þannig horfum við nú fram á fjölgun íbúa í bænum. Með haganlega hönnuðum húsum sem bæjaryfirvöld hafa með skipulagsaðgerðum sínum beitt sér fyrir að rísi verður m.a. bætt úr þeirri þörf sem verið hefur fyrir fleiri tiltölulega litlar og meðalstórar íbúðir. Þessar nýbyggingar fela í sér tækifæri fyrir ungt fólk sem er að byrja búskap og sömuleiðis eldri bæjarbúa sem vilja minnka við sig.Fróðlegt yfirlit yfir stærð íbúðarhúsnæðis Fróðlegt er annars að skoða hvernig háttað er stærð íbúðarhúsnæðis í bænum. Í töflunni hér fyrir neðan er að finna heildaryfirlit yfir þær rúmlega 1600 íbúðir og einbýlishús sem eru á Seltjarnarnesi.Íbúða- eða húsastærð í fermetrumFjöldi íbúðaHlutfall hvers stærðar-flokks af heildinniUppsafnað – hverjum stærðarflokki bætt viðInnan við 60885,5 %5,5 %60 -70986,1 %11,6 %70 -80845,2 %16,8 %80 -90855,3 %22,1 %90 -100764,7 %26,9 %100 - 12019612,2 %39,1 %120 - 15028517,8 %56,8 %150 – 20030919,3 %76,1 %200 – 25021913,6 %89,7 %250 – 3001106,9 %96,6 %300 eða meira553,4 %100 %Eins og sést á töflunni eru nær 17 % allra íbúða í bæjarfélaginu innan við 80 fermetra. Þá er fjöldi íbúða 100 fm eða minni, meiri en húsnæðis yfir 200 fm að stærð. Þetta mun líklega koma sumum á óvart, því töluvert hefur verið gert úr því að minni og meðalstórar íbúðir væru fáar í bænum.Nálægt 200 nýjar íbúðir – umferðaræðar höfuðborgarinnar mikilvægar Í skipulagsvinnu síðustu missera hefur verið skipulögð byggð þar sem áður var iðnaðarsvæði við Bygggarða. Tekur hin nýja byggð mið af þeirri sem fyrir er í grenndinni og verða þarna ýmist einbýlishús, raðhús eða fjölbýlishús. Hæð húsa þ. á m. fjölbýlishúsanna mun ekki fara yfir það sem verið hefur á svæðinu og gott rými verður fyrir götur, gangstíga, svo og leiksvæði og útivist íbúa utan lóða. Á þessu svæði og fáeinum öðrum á Nesinu munu rísa nálægt 200 nýjar íbúðir. Mun hlutfall lítilla íbúða hækka enn frekar frá því sem nú er. Í ljósi alls þessa er ég þess fullviss að hér mun brátt verða gott framboð á íbúðum í öllum stærðum fyrir allar fjölskyldustærðir og bærinn halda áfram að eflast. Auk framangreindra þátta sem lúta að skipulagningu og byggingarstarfsemi í bæjarfélaginu sjálfu er vert að geta þess, að í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins hefur af hálfu Seltjarnarness verið lögð rík áhersla á að tryggja að sem greiðfærast sé um helstu akstursleiðir Seltirninga inn í borgina og áfram út úr henni. Reykjavíkurborg og Seltjarnarnes hafa gert samkomulag um að akreinum á stofnbrautum vestan Kringlumýrarbrautar og akreinum á Mýrargötu/Geirsgötu verði ekki fækkað nema í samkomulagi Seltjarnarnesbæ og það er stefna þeirra sem farið hafa með skipulagsmálin á Seltjarnarnesi og stjórn bæjarfélagsins að unnið verði áfram í eindrægni að skipulagsmálunum á komandi árum í náinni samvinnu við bæjarbúa. Einungis þannig verður bæjarskipulagið sú umgjörð um blómlegt og fagurt mannlíf sem við öll viljum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi kjörtímabili hefur verið unnið í mikilli og góðri samvinnu meiri – og minnihluta skipulagsnefndar að deiliskipulagi nokkurra hverfa bæjarins með það markmið að ljúka skref fyrir skref skipulagningu bæjarins í heild. Vinna sem þessi tekur alla jafna nokkurn tíma, þar sem þess er gætt að hafa mikið og ítarlegt samráð við íbúa og fjöldi kynningarfunda haldinn í því skyni. Engu að síður miðar verkinu vel og er útlit fyrir, að um mitt þetta ár verði búið að deiliskipuleggja ríflega helming allrar byggðar bæjarins og það í breiðri sátt.Lítilsháttar fækkun íbúa stendur til bóta Íbúum Seltjarnarness hefur fjölgað um 1% á liðnu ári og eru nú um 4.400 , en hafði fækkað lítillega árin áður og er eðlileg skýring á því. Ekki eru hér í bæ sömu aðstæður og víðast annars staðar. Þar er landrými nægt til þess að ný hverfi geti risið á óbrotnu landi og íbúafjöldi haldið viðstöðulítið áfram að vaxa eftir því sem þjóðinni fjölgar. Seltjarnarnes er landminnsta sveitarfélag Íslands og hefur því ekki sömu möguleika og önnur bæjarfélög að þessu leyti. Það er ekki stefna okkar að sækja land út í sjó með fyllingum eða byggja á vestursvæðunum. En við höfum í nánu samráði við íbúa skipulagt nýja byggð við Bygggarða, auk þess sem auðir byggingarreitir hafa verið skipulagðir. Þannig horfum við nú fram á fjölgun íbúa í bænum. Með haganlega hönnuðum húsum sem bæjaryfirvöld hafa með skipulagsaðgerðum sínum beitt sér fyrir að rísi verður m.a. bætt úr þeirri þörf sem verið hefur fyrir fleiri tiltölulega litlar og meðalstórar íbúðir. Þessar nýbyggingar fela í sér tækifæri fyrir ungt fólk sem er að byrja búskap og sömuleiðis eldri bæjarbúa sem vilja minnka við sig.Fróðlegt yfirlit yfir stærð íbúðarhúsnæðis Fróðlegt er annars að skoða hvernig háttað er stærð íbúðarhúsnæðis í bænum. Í töflunni hér fyrir neðan er að finna heildaryfirlit yfir þær rúmlega 1600 íbúðir og einbýlishús sem eru á Seltjarnarnesi.Íbúða- eða húsastærð í fermetrumFjöldi íbúðaHlutfall hvers stærðar-flokks af heildinniUppsafnað – hverjum stærðarflokki bætt viðInnan við 60885,5 %5,5 %60 -70986,1 %11,6 %70 -80845,2 %16,8 %80 -90855,3 %22,1 %90 -100764,7 %26,9 %100 - 12019612,2 %39,1 %120 - 15028517,8 %56,8 %150 – 20030919,3 %76,1 %200 – 25021913,6 %89,7 %250 – 3001106,9 %96,6 %300 eða meira553,4 %100 %Eins og sést á töflunni eru nær 17 % allra íbúða í bæjarfélaginu innan við 80 fermetra. Þá er fjöldi íbúða 100 fm eða minni, meiri en húsnæðis yfir 200 fm að stærð. Þetta mun líklega koma sumum á óvart, því töluvert hefur verið gert úr því að minni og meðalstórar íbúðir væru fáar í bænum.Nálægt 200 nýjar íbúðir – umferðaræðar höfuðborgarinnar mikilvægar Í skipulagsvinnu síðustu missera hefur verið skipulögð byggð þar sem áður var iðnaðarsvæði við Bygggarða. Tekur hin nýja byggð mið af þeirri sem fyrir er í grenndinni og verða þarna ýmist einbýlishús, raðhús eða fjölbýlishús. Hæð húsa þ. á m. fjölbýlishúsanna mun ekki fara yfir það sem verið hefur á svæðinu og gott rými verður fyrir götur, gangstíga, svo og leiksvæði og útivist íbúa utan lóða. Á þessu svæði og fáeinum öðrum á Nesinu munu rísa nálægt 200 nýjar íbúðir. Mun hlutfall lítilla íbúða hækka enn frekar frá því sem nú er. Í ljósi alls þessa er ég þess fullviss að hér mun brátt verða gott framboð á íbúðum í öllum stærðum fyrir allar fjölskyldustærðir og bærinn halda áfram að eflast. Auk framangreindra þátta sem lúta að skipulagningu og byggingarstarfsemi í bæjarfélaginu sjálfu er vert að geta þess, að í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins hefur af hálfu Seltjarnarness verið lögð rík áhersla á að tryggja að sem greiðfærast sé um helstu akstursleiðir Seltirninga inn í borgina og áfram út úr henni. Reykjavíkurborg og Seltjarnarnes hafa gert samkomulag um að akreinum á stofnbrautum vestan Kringlumýrarbrautar og akreinum á Mýrargötu/Geirsgötu verði ekki fækkað nema í samkomulagi Seltjarnarnesbæ og það er stefna þeirra sem farið hafa með skipulagsmálin á Seltjarnarnesi og stjórn bæjarfélagsins að unnið verði áfram í eindrægni að skipulagsmálunum á komandi árum í náinni samvinnu við bæjarbúa. Einungis þannig verður bæjarskipulagið sú umgjörð um blómlegt og fagurt mannlíf sem við öll viljum.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar