Áfram Kópavogur! Karen E. Halldórsdóttir skrifar 28. maí 2014 15:00 Já það eru kosningar í nánd. Loforð, auglýsingar og frambjóðendur á ferð og flugi út um allan bæ. Áherslur framboða eru mismunandi en öll viljum við gera vel við íbúa Kópavogs. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir ábyrgri fjármálastjórn undanfarið kjörtímabil, greitt niður skuldir ásamt því að lækka skatta. Gróflega má áætla að með hverjum milljarði sem næst að saxa á skuldir sparist 70-100 milljónir í vaxtagjöld. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref í pólitík. Þetta fólk er hins vegar vel vopnað bæði menntun og mikilvægri lífsreynslu sem mun koma bæjarstjórn Kópavogs til góðs nota. Í stefnuskrá okkar má kenna ýmissa grasa. Við viljum koma til móts við nútímann og setjum það á verkefnalista næstu fjögurra ára að spjaldtölvuvæða grunnskólanemendur á mið og elsta stigi skólanna. Þetta gerum við í því augnamiði að koma til móts við þarfir atvinnu og menntalífsins. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að láta sitt eftir liggja að börnin okkar nái strax tökum á stafrænni tækni á upplýsingaöld. Við viljum einnig ná krökkunum úr sófanum heima og koma í veg fyrir ójöfnuð er varðar að hafa efni á að æfa t.d. íþróttir eða tónlist. Við ætlum að hækka frístundastyrkinn í 54.000 krónur á kjörtímabilinu og leyfa fjölskyldum að ákveða hvort styrknum sé varið í eina eða tvær greinar. Einnig verður hægt að nýta hann í tónlistanám og ýmis önnur námskeið. Það verður frítt í sund fyrir börn 10 ára og yngri. Þetta gerum við til samræmis við að eldri borgarar fái frítt í sund. Við viljum einnig gera sundið skemmtilegra, fjölga afþreyingarmöguleikunum í lauginni og opna sundlaugar á fleiri frídögum. Sund er holl útivera, hefur félagslegt gildi sem og stuðlar að betri heilsu. Svo er maður bara aldrei of gamall eða ungur til að fara í eina og eina rennibrautarferð. Það er alveg ljóst að til þess að efna þessi góðu stefnumál þarf styrka stjórn og kraftmikið fólk í bæjarstjórn sem lætur verkin tala. Það fólk staðfesti ég að er í Sjálfstæðisflokknum. Við munum halda áfram að halda vel utan um fjárhag bæjarins um leið og við munum efna loforð okkar við kjósendur. Ég vil hvetja Kópavogsbúa til að nýta kosningarétt sinn á n.k.laugardag og merkja X við D. Áfram Kópavogur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Já það eru kosningar í nánd. Loforð, auglýsingar og frambjóðendur á ferð og flugi út um allan bæ. Áherslur framboða eru mismunandi en öll viljum við gera vel við íbúa Kópavogs. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir ábyrgri fjármálastjórn undanfarið kjörtímabil, greitt niður skuldir ásamt því að lækka skatta. Gróflega má áætla að með hverjum milljarði sem næst að saxa á skuldir sparist 70-100 milljónir í vaxtagjöld. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref í pólitík. Þetta fólk er hins vegar vel vopnað bæði menntun og mikilvægri lífsreynslu sem mun koma bæjarstjórn Kópavogs til góðs nota. Í stefnuskrá okkar má kenna ýmissa grasa. Við viljum koma til móts við nútímann og setjum það á verkefnalista næstu fjögurra ára að spjaldtölvuvæða grunnskólanemendur á mið og elsta stigi skólanna. Þetta gerum við í því augnamiði að koma til móts við þarfir atvinnu og menntalífsins. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að láta sitt eftir liggja að börnin okkar nái strax tökum á stafrænni tækni á upplýsingaöld. Við viljum einnig ná krökkunum úr sófanum heima og koma í veg fyrir ójöfnuð er varðar að hafa efni á að æfa t.d. íþróttir eða tónlist. Við ætlum að hækka frístundastyrkinn í 54.000 krónur á kjörtímabilinu og leyfa fjölskyldum að ákveða hvort styrknum sé varið í eina eða tvær greinar. Einnig verður hægt að nýta hann í tónlistanám og ýmis önnur námskeið. Það verður frítt í sund fyrir börn 10 ára og yngri. Þetta gerum við til samræmis við að eldri borgarar fái frítt í sund. Við viljum einnig gera sundið skemmtilegra, fjölga afþreyingarmöguleikunum í lauginni og opna sundlaugar á fleiri frídögum. Sund er holl útivera, hefur félagslegt gildi sem og stuðlar að betri heilsu. Svo er maður bara aldrei of gamall eða ungur til að fara í eina og eina rennibrautarferð. Það er alveg ljóst að til þess að efna þessi góðu stefnumál þarf styrka stjórn og kraftmikið fólk í bæjarstjórn sem lætur verkin tala. Það fólk staðfesti ég að er í Sjálfstæðisflokknum. Við munum halda áfram að halda vel utan um fjárhag bæjarins um leið og við munum efna loforð okkar við kjósendur. Ég vil hvetja Kópavogsbúa til að nýta kosningarétt sinn á n.k.laugardag og merkja X við D. Áfram Kópavogur!
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar