Áfram Kópavogur! Karen E. Halldórsdóttir skrifar 28. maí 2014 15:00 Já það eru kosningar í nánd. Loforð, auglýsingar og frambjóðendur á ferð og flugi út um allan bæ. Áherslur framboða eru mismunandi en öll viljum við gera vel við íbúa Kópavogs. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir ábyrgri fjármálastjórn undanfarið kjörtímabil, greitt niður skuldir ásamt því að lækka skatta. Gróflega má áætla að með hverjum milljarði sem næst að saxa á skuldir sparist 70-100 milljónir í vaxtagjöld. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref í pólitík. Þetta fólk er hins vegar vel vopnað bæði menntun og mikilvægri lífsreynslu sem mun koma bæjarstjórn Kópavogs til góðs nota. Í stefnuskrá okkar má kenna ýmissa grasa. Við viljum koma til móts við nútímann og setjum það á verkefnalista næstu fjögurra ára að spjaldtölvuvæða grunnskólanemendur á mið og elsta stigi skólanna. Þetta gerum við í því augnamiði að koma til móts við þarfir atvinnu og menntalífsins. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að láta sitt eftir liggja að börnin okkar nái strax tökum á stafrænni tækni á upplýsingaöld. Við viljum einnig ná krökkunum úr sófanum heima og koma í veg fyrir ójöfnuð er varðar að hafa efni á að æfa t.d. íþróttir eða tónlist. Við ætlum að hækka frístundastyrkinn í 54.000 krónur á kjörtímabilinu og leyfa fjölskyldum að ákveða hvort styrknum sé varið í eina eða tvær greinar. Einnig verður hægt að nýta hann í tónlistanám og ýmis önnur námskeið. Það verður frítt í sund fyrir börn 10 ára og yngri. Þetta gerum við til samræmis við að eldri borgarar fái frítt í sund. Við viljum einnig gera sundið skemmtilegra, fjölga afþreyingarmöguleikunum í lauginni og opna sundlaugar á fleiri frídögum. Sund er holl útivera, hefur félagslegt gildi sem og stuðlar að betri heilsu. Svo er maður bara aldrei of gamall eða ungur til að fara í eina og eina rennibrautarferð. Það er alveg ljóst að til þess að efna þessi góðu stefnumál þarf styrka stjórn og kraftmikið fólk í bæjarstjórn sem lætur verkin tala. Það fólk staðfesti ég að er í Sjálfstæðisflokknum. Við munum halda áfram að halda vel utan um fjárhag bæjarins um leið og við munum efna loforð okkar við kjósendur. Ég vil hvetja Kópavogsbúa til að nýta kosningarétt sinn á n.k.laugardag og merkja X við D. Áfram Kópavogur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Já það eru kosningar í nánd. Loforð, auglýsingar og frambjóðendur á ferð og flugi út um allan bæ. Áherslur framboða eru mismunandi en öll viljum við gera vel við íbúa Kópavogs. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir ábyrgri fjármálastjórn undanfarið kjörtímabil, greitt niður skuldir ásamt því að lækka skatta. Gróflega má áætla að með hverjum milljarði sem næst að saxa á skuldir sparist 70-100 milljónir í vaxtagjöld. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref í pólitík. Þetta fólk er hins vegar vel vopnað bæði menntun og mikilvægri lífsreynslu sem mun koma bæjarstjórn Kópavogs til góðs nota. Í stefnuskrá okkar má kenna ýmissa grasa. Við viljum koma til móts við nútímann og setjum það á verkefnalista næstu fjögurra ára að spjaldtölvuvæða grunnskólanemendur á mið og elsta stigi skólanna. Þetta gerum við í því augnamiði að koma til móts við þarfir atvinnu og menntalífsins. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að láta sitt eftir liggja að börnin okkar nái strax tökum á stafrænni tækni á upplýsingaöld. Við viljum einnig ná krökkunum úr sófanum heima og koma í veg fyrir ójöfnuð er varðar að hafa efni á að æfa t.d. íþróttir eða tónlist. Við ætlum að hækka frístundastyrkinn í 54.000 krónur á kjörtímabilinu og leyfa fjölskyldum að ákveða hvort styrknum sé varið í eina eða tvær greinar. Einnig verður hægt að nýta hann í tónlistanám og ýmis önnur námskeið. Það verður frítt í sund fyrir börn 10 ára og yngri. Þetta gerum við til samræmis við að eldri borgarar fái frítt í sund. Við viljum einnig gera sundið skemmtilegra, fjölga afþreyingarmöguleikunum í lauginni og opna sundlaugar á fleiri frídögum. Sund er holl útivera, hefur félagslegt gildi sem og stuðlar að betri heilsu. Svo er maður bara aldrei of gamall eða ungur til að fara í eina og eina rennibrautarferð. Það er alveg ljóst að til þess að efna þessi góðu stefnumál þarf styrka stjórn og kraftmikið fólk í bæjarstjórn sem lætur verkin tala. Það fólk staðfesti ég að er í Sjálfstæðisflokknum. Við munum halda áfram að halda vel utan um fjárhag bæjarins um leið og við munum efna loforð okkar við kjósendur. Ég vil hvetja Kópavogsbúa til að nýta kosningarétt sinn á n.k.laugardag og merkja X við D. Áfram Kópavogur!
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar