Tvö kísilver og virkjun ákveðin á næstu vikum Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2014 20:15 Fyrirhuguð Þeistareykjavirkjun. Grafík/Landsvirkjun. Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. Landsvirkjun skýrði í marsmánuði frá því að fyrirtækið hefði undirritað orkusölusamninga vegna tveggja kísilvera, annars vegar í Helguvík á Suðurnesjum og hins vegar á Bakka við Húsavík, en báðir samningar voru þó með fyrirvörum. Þessir samningar kalla á miklar framkvæmdir í landinu á næstu árum, við tvær kísilverksmiðjur, eitt orkuver, háspennulínur, hafnargerð og vegagerð. Endanlegar ákvarðanir um allan pakkann gætu legið fyrir síðar í þessum mánuði og þeim næsta. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að fyrirvara vegna Helguvíkur eigi að aflétta núna í maímánuði og stærstum hluta fyrirvara vegna Bakka eigi að aflétta í júnímánuði. Hann tekur þó fram að reynslan hafi kennt mönnum að svona ákvarðanir geti hliðrast um einhverja mánuði.Frá lóð kísilvers í Helguvík. Líkur eru á að framkvæmdir hefjist þar í sumar.Mynd/Stöð 2.Líkur eru á að tólf milljarða framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjist þegar í sumar, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, en Hörður segir að ekki þurfi að virkja sérstaklega vegna þess. Öðru máli gegnir um kísilver á Bakka en vegna þess hefur Landvirkjun ákveðið að virkja jarðgufu á Þeistareykjum. Áætlað er að saman kalli þetta á áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum. Frá Húsavík. Búist er við ákvörðun um kísilver á Bakka í næsta mánuði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Þeistareyjum verður í sumar unnið að vegalagningu og gerð grunns fyrir stöðvarhús. Hörður Arnarson segir að framkvæmdir þar fari þó ekki á fulla ferð fyrr en fyrirvörum hafi verið aflétt en unnið verði að þessum flýtiframkvæmdum í sumar. Spurður hvenær búast megi við að allt fari á fullt á Þeistareykjum svarar Hörður að ákvörðun um að ljúka virkjuninni muni væntanlega liggja fyrir í haust.Á Þeistareykjum verður unnið við stöðvarhússgrunn og vegagerð í sumar.Grafík/Landsvirkjun. Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Sjá meira
Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. Landsvirkjun skýrði í marsmánuði frá því að fyrirtækið hefði undirritað orkusölusamninga vegna tveggja kísilvera, annars vegar í Helguvík á Suðurnesjum og hins vegar á Bakka við Húsavík, en báðir samningar voru þó með fyrirvörum. Þessir samningar kalla á miklar framkvæmdir í landinu á næstu árum, við tvær kísilverksmiðjur, eitt orkuver, háspennulínur, hafnargerð og vegagerð. Endanlegar ákvarðanir um allan pakkann gætu legið fyrir síðar í þessum mánuði og þeim næsta. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að fyrirvara vegna Helguvíkur eigi að aflétta núna í maímánuði og stærstum hluta fyrirvara vegna Bakka eigi að aflétta í júnímánuði. Hann tekur þó fram að reynslan hafi kennt mönnum að svona ákvarðanir geti hliðrast um einhverja mánuði.Frá lóð kísilvers í Helguvík. Líkur eru á að framkvæmdir hefjist þar í sumar.Mynd/Stöð 2.Líkur eru á að tólf milljarða framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjist þegar í sumar, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, en Hörður segir að ekki þurfi að virkja sérstaklega vegna þess. Öðru máli gegnir um kísilver á Bakka en vegna þess hefur Landvirkjun ákveðið að virkja jarðgufu á Þeistareykjum. Áætlað er að saman kalli þetta á áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum. Frá Húsavík. Búist er við ákvörðun um kísilver á Bakka í næsta mánuði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Þeistareyjum verður í sumar unnið að vegalagningu og gerð grunns fyrir stöðvarhús. Hörður Arnarson segir að framkvæmdir þar fari þó ekki á fulla ferð fyrr en fyrirvörum hafi verið aflétt en unnið verði að þessum flýtiframkvæmdum í sumar. Spurður hvenær búast megi við að allt fari á fullt á Þeistareykjum svarar Hörður að ákvörðun um að ljúka virkjuninni muni væntanlega liggja fyrir í haust.Á Þeistareykjum verður unnið við stöðvarhússgrunn og vegagerð í sumar.Grafík/Landsvirkjun.
Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Sjá meira