Tvö kísilver og virkjun ákveðin á næstu vikum Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2014 20:15 Fyrirhuguð Þeistareykjavirkjun. Grafík/Landsvirkjun. Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. Landsvirkjun skýrði í marsmánuði frá því að fyrirtækið hefði undirritað orkusölusamninga vegna tveggja kísilvera, annars vegar í Helguvík á Suðurnesjum og hins vegar á Bakka við Húsavík, en báðir samningar voru þó með fyrirvörum. Þessir samningar kalla á miklar framkvæmdir í landinu á næstu árum, við tvær kísilverksmiðjur, eitt orkuver, háspennulínur, hafnargerð og vegagerð. Endanlegar ákvarðanir um allan pakkann gætu legið fyrir síðar í þessum mánuði og þeim næsta. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að fyrirvara vegna Helguvíkur eigi að aflétta núna í maímánuði og stærstum hluta fyrirvara vegna Bakka eigi að aflétta í júnímánuði. Hann tekur þó fram að reynslan hafi kennt mönnum að svona ákvarðanir geti hliðrast um einhverja mánuði.Frá lóð kísilvers í Helguvík. Líkur eru á að framkvæmdir hefjist þar í sumar.Mynd/Stöð 2.Líkur eru á að tólf milljarða framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjist þegar í sumar, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, en Hörður segir að ekki þurfi að virkja sérstaklega vegna þess. Öðru máli gegnir um kísilver á Bakka en vegna þess hefur Landvirkjun ákveðið að virkja jarðgufu á Þeistareykjum. Áætlað er að saman kalli þetta á áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum. Frá Húsavík. Búist er við ákvörðun um kísilver á Bakka í næsta mánuði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Þeistareyjum verður í sumar unnið að vegalagningu og gerð grunns fyrir stöðvarhús. Hörður Arnarson segir að framkvæmdir þar fari þó ekki á fulla ferð fyrr en fyrirvörum hafi verið aflétt en unnið verði að þessum flýtiframkvæmdum í sumar. Spurður hvenær búast megi við að allt fari á fullt á Þeistareykjum svarar Hörður að ákvörðun um að ljúka virkjuninni muni væntanlega liggja fyrir í haust.Á Þeistareykjum verður unnið við stöðvarhússgrunn og vegagerð í sumar.Grafík/Landsvirkjun. Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. Landsvirkjun skýrði í marsmánuði frá því að fyrirtækið hefði undirritað orkusölusamninga vegna tveggja kísilvera, annars vegar í Helguvík á Suðurnesjum og hins vegar á Bakka við Húsavík, en báðir samningar voru þó með fyrirvörum. Þessir samningar kalla á miklar framkvæmdir í landinu á næstu árum, við tvær kísilverksmiðjur, eitt orkuver, háspennulínur, hafnargerð og vegagerð. Endanlegar ákvarðanir um allan pakkann gætu legið fyrir síðar í þessum mánuði og þeim næsta. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að fyrirvara vegna Helguvíkur eigi að aflétta núna í maímánuði og stærstum hluta fyrirvara vegna Bakka eigi að aflétta í júnímánuði. Hann tekur þó fram að reynslan hafi kennt mönnum að svona ákvarðanir geti hliðrast um einhverja mánuði.Frá lóð kísilvers í Helguvík. Líkur eru á að framkvæmdir hefjist þar í sumar.Mynd/Stöð 2.Líkur eru á að tólf milljarða framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjist þegar í sumar, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, en Hörður segir að ekki þurfi að virkja sérstaklega vegna þess. Öðru máli gegnir um kísilver á Bakka en vegna þess hefur Landvirkjun ákveðið að virkja jarðgufu á Þeistareykjum. Áætlað er að saman kalli þetta á áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum. Frá Húsavík. Búist er við ákvörðun um kísilver á Bakka í næsta mánuði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Þeistareyjum verður í sumar unnið að vegalagningu og gerð grunns fyrir stöðvarhús. Hörður Arnarson segir að framkvæmdir þar fari þó ekki á fulla ferð fyrr en fyrirvörum hafi verið aflétt en unnið verði að þessum flýtiframkvæmdum í sumar. Spurður hvenær búast megi við að allt fari á fullt á Þeistareykjum svarar Hörður að ákvörðun um að ljúka virkjuninni muni væntanlega liggja fyrir í haust.Á Þeistareykjum verður unnið við stöðvarhússgrunn og vegagerð í sumar.Grafík/Landsvirkjun.
Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira