Tvö kísilver og virkjun ákveðin á næstu vikum Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2014 20:15 Fyrirhuguð Þeistareykjavirkjun. Grafík/Landsvirkjun. Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. Landsvirkjun skýrði í marsmánuði frá því að fyrirtækið hefði undirritað orkusölusamninga vegna tveggja kísilvera, annars vegar í Helguvík á Suðurnesjum og hins vegar á Bakka við Húsavík, en báðir samningar voru þó með fyrirvörum. Þessir samningar kalla á miklar framkvæmdir í landinu á næstu árum, við tvær kísilverksmiðjur, eitt orkuver, háspennulínur, hafnargerð og vegagerð. Endanlegar ákvarðanir um allan pakkann gætu legið fyrir síðar í þessum mánuði og þeim næsta. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að fyrirvara vegna Helguvíkur eigi að aflétta núna í maímánuði og stærstum hluta fyrirvara vegna Bakka eigi að aflétta í júnímánuði. Hann tekur þó fram að reynslan hafi kennt mönnum að svona ákvarðanir geti hliðrast um einhverja mánuði.Frá lóð kísilvers í Helguvík. Líkur eru á að framkvæmdir hefjist þar í sumar.Mynd/Stöð 2.Líkur eru á að tólf milljarða framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjist þegar í sumar, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, en Hörður segir að ekki þurfi að virkja sérstaklega vegna þess. Öðru máli gegnir um kísilver á Bakka en vegna þess hefur Landvirkjun ákveðið að virkja jarðgufu á Þeistareykjum. Áætlað er að saman kalli þetta á áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum. Frá Húsavík. Búist er við ákvörðun um kísilver á Bakka í næsta mánuði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Þeistareyjum verður í sumar unnið að vegalagningu og gerð grunns fyrir stöðvarhús. Hörður Arnarson segir að framkvæmdir þar fari þó ekki á fulla ferð fyrr en fyrirvörum hafi verið aflétt en unnið verði að þessum flýtiframkvæmdum í sumar. Spurður hvenær búast megi við að allt fari á fullt á Þeistareykjum svarar Hörður að ákvörðun um að ljúka virkjuninni muni væntanlega liggja fyrir í haust.Á Þeistareykjum verður unnið við stöðvarhússgrunn og vegagerð í sumar.Grafík/Landsvirkjun. Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fleiri fréttir Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. Landsvirkjun skýrði í marsmánuði frá því að fyrirtækið hefði undirritað orkusölusamninga vegna tveggja kísilvera, annars vegar í Helguvík á Suðurnesjum og hins vegar á Bakka við Húsavík, en báðir samningar voru þó með fyrirvörum. Þessir samningar kalla á miklar framkvæmdir í landinu á næstu árum, við tvær kísilverksmiðjur, eitt orkuver, háspennulínur, hafnargerð og vegagerð. Endanlegar ákvarðanir um allan pakkann gætu legið fyrir síðar í þessum mánuði og þeim næsta. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að fyrirvara vegna Helguvíkur eigi að aflétta núna í maímánuði og stærstum hluta fyrirvara vegna Bakka eigi að aflétta í júnímánuði. Hann tekur þó fram að reynslan hafi kennt mönnum að svona ákvarðanir geti hliðrast um einhverja mánuði.Frá lóð kísilvers í Helguvík. Líkur eru á að framkvæmdir hefjist þar í sumar.Mynd/Stöð 2.Líkur eru á að tólf milljarða framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjist þegar í sumar, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, en Hörður segir að ekki þurfi að virkja sérstaklega vegna þess. Öðru máli gegnir um kísilver á Bakka en vegna þess hefur Landvirkjun ákveðið að virkja jarðgufu á Þeistareykjum. Áætlað er að saman kalli þetta á áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum. Frá Húsavík. Búist er við ákvörðun um kísilver á Bakka í næsta mánuði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Þeistareyjum verður í sumar unnið að vegalagningu og gerð grunns fyrir stöðvarhús. Hörður Arnarson segir að framkvæmdir þar fari þó ekki á fulla ferð fyrr en fyrirvörum hafi verið aflétt en unnið verði að þessum flýtiframkvæmdum í sumar. Spurður hvenær búast megi við að allt fari á fullt á Þeistareykjum svarar Hörður að ákvörðun um að ljúka virkjuninni muni væntanlega liggja fyrir í haust.Á Þeistareykjum verður unnið við stöðvarhússgrunn og vegagerð í sumar.Grafík/Landsvirkjun.
Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fleiri fréttir Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira