Þórunn Antonía prýðir forsíðu Lífsins á morgun Ólöf Skaftadóttir skrifar 29. maí 2014 16:00 Ný plata á leiðinni frá Þórunni sem hún segir vera hugrekkisplötu. Tónlistar- og sjónvarpskonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er landsmönnum góðkunn, en hún er í viðtali í Lífinu að þessu sinni, fylgiblaði Fréttablaðsins á föstudögum. Þar ræðir Þórunn um nýju plötuna, erfið sambandsslit, lífið og tilveruna og óléttuna sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Þetta var fallegt slys. Storkurinn kom bara á fullri ferð inn um stofugluggann og brotlenti á gólfinu. Þetta var sem sagt ekki planað. En ég er svo forlagatrúar að ég held að það sem gerist í lífinu sé þrennt: það sem maður kallar á, það sem maður þarf, og það sem er hollt fyrir mann og ég held að þetta barn sé allt þetta. Ég var tilbúin í næsta kafla í lífinu og ég var búin að segja það upphátt við alheiminn. Ég er ekki týpan sem myndi plana svona. Ég vissi alltaf að mig langaði að verða mamma, hvenær eða hvort það myndi gerast hafði ég ekki hugmynd um, en það er einhver stúlka sem vill að ég verði mamma hennar. Það að vera ólétt er eins og að vera í þætti af Twilight Zone allan sólarhringinn. Þetta er dásamlegt og kraftaverk og allt sem fólk talar um, en líka bara furðulegt, skrýtið og maður breytist og fólk breytist og talar öðru vísi við mann. Fyrst þegar ég varð ólétt, í nettu sjokki, fór ég á netið og allar greinar um óléttu byrja á „Til hamingju með litla kraftaverkið þitt“. Þetta er eitthvert samsæri heimsins að óléttar konur eða verðandi mæður mega ekki segja neitt neikvætt um þetta ástand, því þá gætu framtíðarmæður hætt við að eignast börn. Það taka allir þátt í þessu leikriti. Ég er ekki að kvarta, ég hlakka ekkert smá til að fá þennan snilling í heiminn. Og þetta verður dásamlegt, en manni er vafið í bómull og fólk er svolítið að ljúga að manni,“ segir Þórunn og hlær. Þórunn Antonía spilar nýtt efni af plötunni á Dillon á laugardaginn klukkan tíu. Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Tónlistar- og sjónvarpskonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er landsmönnum góðkunn, en hún er í viðtali í Lífinu að þessu sinni, fylgiblaði Fréttablaðsins á föstudögum. Þar ræðir Þórunn um nýju plötuna, erfið sambandsslit, lífið og tilveruna og óléttuna sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Þetta var fallegt slys. Storkurinn kom bara á fullri ferð inn um stofugluggann og brotlenti á gólfinu. Þetta var sem sagt ekki planað. En ég er svo forlagatrúar að ég held að það sem gerist í lífinu sé þrennt: það sem maður kallar á, það sem maður þarf, og það sem er hollt fyrir mann og ég held að þetta barn sé allt þetta. Ég var tilbúin í næsta kafla í lífinu og ég var búin að segja það upphátt við alheiminn. Ég er ekki týpan sem myndi plana svona. Ég vissi alltaf að mig langaði að verða mamma, hvenær eða hvort það myndi gerast hafði ég ekki hugmynd um, en það er einhver stúlka sem vill að ég verði mamma hennar. Það að vera ólétt er eins og að vera í þætti af Twilight Zone allan sólarhringinn. Þetta er dásamlegt og kraftaverk og allt sem fólk talar um, en líka bara furðulegt, skrýtið og maður breytist og fólk breytist og talar öðru vísi við mann. Fyrst þegar ég varð ólétt, í nettu sjokki, fór ég á netið og allar greinar um óléttu byrja á „Til hamingju með litla kraftaverkið þitt“. Þetta er eitthvert samsæri heimsins að óléttar konur eða verðandi mæður mega ekki segja neitt neikvætt um þetta ástand, því þá gætu framtíðarmæður hætt við að eignast börn. Það taka allir þátt í þessu leikriti. Ég er ekki að kvarta, ég hlakka ekkert smá til að fá þennan snilling í heiminn. Og þetta verður dásamlegt, en manni er vafið í bómull og fólk er svolítið að ljúga að manni,“ segir Þórunn og hlær. Þórunn Antonía spilar nýtt efni af plötunni á Dillon á laugardaginn klukkan tíu.
Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira