Stjórnvöld hvött til að hafna Landsbankasamningnum Höskuldur Kári Schram skrifar 12. maí 2014 13:08 Nýi og gamli Landsbankinn sömdu í síðustu viku um lengingu á rúmlega 220 milljarða skuldabréfa. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin muni ekki leggja blessun sína yfir Landsbankasamninginn ef að hann hefur neikvæð áhrif á áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir hvetur stjórnvöld til að hafna samningnum. Nýi og gamli Landsbankinn sömdu í síðustu viku um lengingu á rúmlega 220 milljarða skuldabréfa. Lokagreiðslan á nú að fara fram í október 2026 í stað október 2018. Heiðar Guðjónsson fjárfestir gagnrýnir þennan samninginn í grein í Morgunblaðinu í dag og hvetur stjórnvöld til að hafna honum. Heiðar sakar Landsbankana um villandi framsetningu á samningnum og segir að hann muni ekki auðvelda stjórnvöldum að afnema gjaldeyrishöftin. Heiðar segir einnig að það sé engin lausn á skuldavandanum að framlengja hann á hærri vöxtum. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, tók málið upp á Alþingi í dag og spurði um afstöðu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til málsins. „Fram er komin í morgun áskorun frá einum umsvifamesta fjárfesti landsins á fjármálaráðherra og Seðlabankann að leggjast gegn þessari skilmálabreytingu,“ sagði Helgi. „Ég spyr því hæstvirtan fjármálaráðherra um afstöðu hans til skilmálabreytingarinnar og þá sömuleiðis hvort að stjórnarflokkarnir séu samstíga í þeirri afstöðu og um leið hvers vegna skilmálabreytingin hafi ekki verið rædd á þeim samráðsvettvangi sem stjórnmálaflokkarnir sammæltust um að skildi vera um þær meiriháttar ákvarðanir sem varða losun gjaldeyrishafta.“ Ráðherra sagði að fjármálaráðuneytið hafi ekki komið að gerð þessa samnings og því væri ekki búið fjalla um hann í samráðshóp um afnám gjaldeyrishafta. „Hins vegar ber að athuga það að nýja Landsbankanum er hvenær sem er heimilt að greiða þetta lán upp að fullu, fái hann betri kjör annarsstaðar,“ svaraði Bjarni. „Að öðru leyti get ég ekki tjáð mig um það hversu hagstætt eða óhagstætt það er fyrir bankann að búa við þau kjör sem þarna er um að ræða. Aðalatriðið er það að þegar það kemur að ákvörðunum sem snúa að því hvernig við tökum skref í átt að afnámi hafta, sé hvert og eitt skref í takt við ákveðna heildaráætlun. Það verður verkefni okkar í framhaldinu, að tryggja að það verði engar ákvarðanir teknar í þessu máli sem gera okkur erfiðara fyrir með síðari stig málsins, hvað varðar afnám gjaldeyrishafta.“ Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin muni ekki leggja blessun sína yfir Landsbankasamninginn ef að hann hefur neikvæð áhrif á áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir hvetur stjórnvöld til að hafna samningnum. Nýi og gamli Landsbankinn sömdu í síðustu viku um lengingu á rúmlega 220 milljarða skuldabréfa. Lokagreiðslan á nú að fara fram í október 2026 í stað október 2018. Heiðar Guðjónsson fjárfestir gagnrýnir þennan samninginn í grein í Morgunblaðinu í dag og hvetur stjórnvöld til að hafna honum. Heiðar sakar Landsbankana um villandi framsetningu á samningnum og segir að hann muni ekki auðvelda stjórnvöldum að afnema gjaldeyrishöftin. Heiðar segir einnig að það sé engin lausn á skuldavandanum að framlengja hann á hærri vöxtum. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, tók málið upp á Alþingi í dag og spurði um afstöðu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til málsins. „Fram er komin í morgun áskorun frá einum umsvifamesta fjárfesti landsins á fjármálaráðherra og Seðlabankann að leggjast gegn þessari skilmálabreytingu,“ sagði Helgi. „Ég spyr því hæstvirtan fjármálaráðherra um afstöðu hans til skilmálabreytingarinnar og þá sömuleiðis hvort að stjórnarflokkarnir séu samstíga í þeirri afstöðu og um leið hvers vegna skilmálabreytingin hafi ekki verið rædd á þeim samráðsvettvangi sem stjórnmálaflokkarnir sammæltust um að skildi vera um þær meiriháttar ákvarðanir sem varða losun gjaldeyrishafta.“ Ráðherra sagði að fjármálaráðuneytið hafi ekki komið að gerð þessa samnings og því væri ekki búið fjalla um hann í samráðshóp um afnám gjaldeyrishafta. „Hins vegar ber að athuga það að nýja Landsbankanum er hvenær sem er heimilt að greiða þetta lán upp að fullu, fái hann betri kjör annarsstaðar,“ svaraði Bjarni. „Að öðru leyti get ég ekki tjáð mig um það hversu hagstætt eða óhagstætt það er fyrir bankann að búa við þau kjör sem þarna er um að ræða. Aðalatriðið er það að þegar það kemur að ákvörðunum sem snúa að því hvernig við tökum skref í átt að afnámi hafta, sé hvert og eitt skref í takt við ákveðna heildaráætlun. Það verður verkefni okkar í framhaldinu, að tryggja að það verði engar ákvarðanir teknar í þessu máli sem gera okkur erfiðara fyrir með síðari stig málsins, hvað varðar afnám gjaldeyrishafta.“
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun