Lífið

Óskarsverðlaunahafinn framdi sjálfsmorð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Sænski leikstjórinn Malik Bendjelloul lést í gær, 36 ára að aldri. Nú hefur bróðir hans, Johar, staðfest að hann framdi sjálfsmorð samkvæmt AP-fréttastofunni.

„Lífið er ekki alltaf einfalt. Ég veit ekki hvernig ég á að takast á við þetta. Ég veit það ekki,“ segir Johar í viðtali við Aftonbladet.

Malik skaust upp á stjörnuhimininn árið 2013 þegar fyrsta myndin hans, heimildarmyndin Searching for Sugar Man, hlaut Óskarsverðlaunin sem besta heimildarmyndin. Myndin fjallaði um tónlistarmanninn Sixto Rodriguez sem náði aldrei að meika það í Bandaríkjunum en varð stórstjarna í Suður-Afríku án þess að vita það.

Breski framleiðandinn Simon Chinn, sem framleiddi myndina, segist vera miður sín yfir andláti Maliks.

„Þetta virðist vera svo ótrúlegt. Hann hafði allt til að lifa fyrir,“ segir Simon í samtali við AP. Hann hitti hann fyrir tveimur vikum í London.

„Hann var svo fullur af lífi, von, bjartsýni og hamingju og hlakkaði til framtíðarinnar og verkefna í framtíðinni.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.