Lífið

10 kíló farin

Ellý Ármanns skrifar
Eygló fyrir og eftir. Munurinn er mikill eins og sjá má.
Eygló fyrir og eftir. Munurinn er mikill eins og sjá má.
Eygló Pálsdóttir 55 ára sjúkraliði og matráður er 10 kg léttari síðan í september í fyrra þegar hún ákvað að stíga út fyrir þægindahringinn og byrja að æfa hjá BootCamp.

Hún segir hvatninguna skipta miklu máli.

„Ég byrjaði að æfa í september árið 2013. Ég þurfti að fara út fyrir þægindahringinn sem ég var komin í, “ segir Eygló spurð hvenær hún breytti um lífstíl og af hverju.

Eygló hefur náð frábærum árangri síðan hún ákvað að byrja að æfa í BootCamp.mynd/einkasafn
Hvað ertu að fá út úr þessu? „Mér líkar mjög vel við æfingarnar vegna þess að þær eru svo fjölbreyttar og skemmtilegar og ég veit aldrei hvað ég er að fara að gera fyrr en ég kem í tímann,“ útskýrir Eygló en hún æfir BootCamp með Grænjöxlunum.

„Þarna eru frábærir kennarar sem eru svo duglegir að hvetja mig áfram. Ég er búin að missa 10 kg frá því að ég byrjaði án þess að það hafi verið eitthvert svelt.  Ég byrjaði ósjálfrátt að hugsa meira um hvað ég borðaði og tók út ákveðnar fæðutegundir og borðaði minna og ekkert eftir klukkan 20:00 á kvöldin,“ segir hún ánægð með þennan frábæra árangur.



Eygló verður 56 ára á þessu ári. Stórglæsileg og ánægð.mynd/einkasafn
Áttu góð ráð til handa fólki sem þráir að byrja að hreyfa sig? „Ég myndi ráðleggja öllum að prófa að byrja í BootCamp. Það geta allir æft þar ef ég get það. Ég gat illa hlaupið í byrjun. Ég var að drepast en núna finn ég mikinn mun á mér hvað þolið og styrkurinn hefur aukist. Ég tók þátt í mínu fyrsta hlaupi sem var 7 km í síðustu viku. Það hefði ég ekki getað í haust.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.