,,Að standa upp úr sófanum var erfitt" - Léttist um 50 kg Ellý Ármanns skrifar 18. maí 2014 20:00 Aðalheiður Lilja Hlynsdóttir 35 ára grunnskólakennari lítur stórkostlega út í dag. Hún mætir fjórum sinnum í viku í ræktina og hugar vel að mataræðinu og fyrir vikið hefur Aðalheiður lést um 50 kíló. ,,Ég hef alltaf verið stór og mikil, alveg frá því að ég var barn en ég sá samt aldrei almennilega sjálf hvað ég var stór í raun og veru. Tvær meðgöngur með stuttu millibili hjálpuðu ekki til því að ég fitnaði töluvert á þeim báðum og eftir að ég átti yngri dóttur mína árið 2008 hélt ég enn áfram að fitna," segir Aðalheiður þegar samtal okkar hefst.Fyrir þremur árum gerðist eitthvað ,,Fyrir þremur árum síðan gerðist svo eitthvað hjá mér. Ég hafði alltaf borðað allt sem mig langaði í því að ég var hvort sem er feit og það skipti því ekki máli hvað ég borðaði. En fyrir þremur árum síðan að þá allt í einu áttaði ég mig á því að ég gat ekki gert allt með dætrum mínum sem mig langaði til. Ég var alltaf þreytt, þung á mér, átti oft erfitt með andardrátt, svaf illa og var farin að finna til í hnjánum þegar að ég gekk. Það eitt að standa upp úr sófanum var erfitt," útskýrir Aðalheiður.Gríðarlegur munur er á Aðalheiði. Hún er stórglæsileg í dag 50 kg léttari.Tók til í ísskápnum ,,Ég byrjaði því á að taka til í ísskápnum og þetta voru mjög lítil skref sem ég tók. Ég reyndi að versla aðeins hollari mat, borða minni skammta í einu og ekki borða eftir klukkan átta á kvöldin. Þetta virkaði nokkuð vel en gerðist samt mjög hægt og rólega. Síðastliðið haust var ég þó búin að missa um 33 kg en var farin að standa í stað."Vinkona sem vildi vel ,,Gurrý vinkona mín sem er einkaþjálfari og framkvæmdastjóri hjá Reebok fitness benti mér á að ég þyrfti nú að fara að hreyfa mig með. Það væri kominn tími á að taka þetta lengra og í gegnum hana kynntist ég Páli sem er einkaþjálfari og kennari hjá Reebok fitness. Ég fór að mæta til hans í spinning tvisvar í viku en það var alveg hrikalega erfitt," segir hún einlæg.Byrjaði hægt ,,Ég hef aldrei stundað íþróttir og aldrei hreyft mig nokkuð af ráði. Þetta byrjaði sem sagt með spinning tvisvar í viku en fór síðan að verða spinning þrisvar í viku og fljótlega fór ég að mæta í vaxtamótunartíma hjá honum þrisvar í viku líka. Í dag reyni ég að fara í ræktina að minnsta kosti fjórum sinnum í viku."Óþekkjanleg.Gaman að fara í ræktina,,Helsta breytingin sem ég hef upplifað við það að grennast er að í dag er gaman að fara í ræktina. Ég hlakka í raun og veru til að fara í Reebok. Þetta er eitthvað sem að ég hélt að ég myndi aldrei segja en við förum allar vinkonurnar saman og þetta er í raun orðin eins og félagsmiðstöð fyrir okkur. Okkar tími frá heimili og börnum og samband okkar vinkvennanna hefur í rauninni styrkst í kjölfarið. Þetta er bara gaman."Ómetanlegur stuðningur ,,Smátt og smátt hefur kílóunum síðan fækkað. Eins og ég segi að þá mæti ég í Reebok í tíma hjá Páli og fæ reglulega ráðleggingar með mataræðið og aðrar æfingar hjá Gurrý. Ég hef aldrei farið til einkaþjálfara sjálf enda hef ég þau tvö mér til halds og trausts og þau eru alveg frábær – ómetanlegar ráðleggingar og stuðningur," segir hún ánægð og heldur áfram: ,,Ég er ein með stelpurnar mínar en á rosa góða að sem hafa hjálpað mér og þær eru líka duglegar að koma með mér og fara sjálfar í zumba og jóga í Reebok."Geislandi falleg og ánægð.Í dag er gaman að vera til ,,Í dag líður mér óneitanlega mikið betur en fyrir 50 kg síðan. Ég er ekki grönn, langt því frá, enda var markmiðið í sjálfu sér aldrei að verða grönn. Markmiðið var og er að verða hraust, geta gert það sem mig langar til og fá að vera til staðar fyrir dætur mínar eins lengi og mögulegt er." ,,Gott útlit er svo bara bónus. Ég sef mikið betur á nóttunni, ég hef miklu meiri orku og lífsgleðin hefur aukist til muna. Í dag er gaman að vera til."Áttu góð ráð til handa fólki sem þráir að létta sig? ,,Ég myndi ráðleggja öðrum að taka lítil skref í einu – setja sér lítil markmið sem hægt er að ná á stuttum tíma því annars er svo freistandi að gefast bara upp. Það þarf að byrja á að breyta mataræðinu og það þarf að hreyfa sig með. Ég hef sett mér mörg markmið og náð þeim flestum og það er svo gaman að fá að upplifa sína eigin sigra. Og það er nokkuð ljóst að ef að ég get gert þetta þá geta þetta allir," segir Aðalheiður að lokum. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
Aðalheiður Lilja Hlynsdóttir 35 ára grunnskólakennari lítur stórkostlega út í dag. Hún mætir fjórum sinnum í viku í ræktina og hugar vel að mataræðinu og fyrir vikið hefur Aðalheiður lést um 50 kíló. ,,Ég hef alltaf verið stór og mikil, alveg frá því að ég var barn en ég sá samt aldrei almennilega sjálf hvað ég var stór í raun og veru. Tvær meðgöngur með stuttu millibili hjálpuðu ekki til því að ég fitnaði töluvert á þeim báðum og eftir að ég átti yngri dóttur mína árið 2008 hélt ég enn áfram að fitna," segir Aðalheiður þegar samtal okkar hefst.Fyrir þremur árum gerðist eitthvað ,,Fyrir þremur árum síðan gerðist svo eitthvað hjá mér. Ég hafði alltaf borðað allt sem mig langaði í því að ég var hvort sem er feit og það skipti því ekki máli hvað ég borðaði. En fyrir þremur árum síðan að þá allt í einu áttaði ég mig á því að ég gat ekki gert allt með dætrum mínum sem mig langaði til. Ég var alltaf þreytt, þung á mér, átti oft erfitt með andardrátt, svaf illa og var farin að finna til í hnjánum þegar að ég gekk. Það eitt að standa upp úr sófanum var erfitt," útskýrir Aðalheiður.Gríðarlegur munur er á Aðalheiði. Hún er stórglæsileg í dag 50 kg léttari.Tók til í ísskápnum ,,Ég byrjaði því á að taka til í ísskápnum og þetta voru mjög lítil skref sem ég tók. Ég reyndi að versla aðeins hollari mat, borða minni skammta í einu og ekki borða eftir klukkan átta á kvöldin. Þetta virkaði nokkuð vel en gerðist samt mjög hægt og rólega. Síðastliðið haust var ég þó búin að missa um 33 kg en var farin að standa í stað."Vinkona sem vildi vel ,,Gurrý vinkona mín sem er einkaþjálfari og framkvæmdastjóri hjá Reebok fitness benti mér á að ég þyrfti nú að fara að hreyfa mig með. Það væri kominn tími á að taka þetta lengra og í gegnum hana kynntist ég Páli sem er einkaþjálfari og kennari hjá Reebok fitness. Ég fór að mæta til hans í spinning tvisvar í viku en það var alveg hrikalega erfitt," segir hún einlæg.Byrjaði hægt ,,Ég hef aldrei stundað íþróttir og aldrei hreyft mig nokkuð af ráði. Þetta byrjaði sem sagt með spinning tvisvar í viku en fór síðan að verða spinning þrisvar í viku og fljótlega fór ég að mæta í vaxtamótunartíma hjá honum þrisvar í viku líka. Í dag reyni ég að fara í ræktina að minnsta kosti fjórum sinnum í viku."Óþekkjanleg.Gaman að fara í ræktina,,Helsta breytingin sem ég hef upplifað við það að grennast er að í dag er gaman að fara í ræktina. Ég hlakka í raun og veru til að fara í Reebok. Þetta er eitthvað sem að ég hélt að ég myndi aldrei segja en við förum allar vinkonurnar saman og þetta er í raun orðin eins og félagsmiðstöð fyrir okkur. Okkar tími frá heimili og börnum og samband okkar vinkvennanna hefur í rauninni styrkst í kjölfarið. Þetta er bara gaman."Ómetanlegur stuðningur ,,Smátt og smátt hefur kílóunum síðan fækkað. Eins og ég segi að þá mæti ég í Reebok í tíma hjá Páli og fæ reglulega ráðleggingar með mataræðið og aðrar æfingar hjá Gurrý. Ég hef aldrei farið til einkaþjálfara sjálf enda hef ég þau tvö mér til halds og trausts og þau eru alveg frábær – ómetanlegar ráðleggingar og stuðningur," segir hún ánægð og heldur áfram: ,,Ég er ein með stelpurnar mínar en á rosa góða að sem hafa hjálpað mér og þær eru líka duglegar að koma með mér og fara sjálfar í zumba og jóga í Reebok."Geislandi falleg og ánægð.Í dag er gaman að vera til ,,Í dag líður mér óneitanlega mikið betur en fyrir 50 kg síðan. Ég er ekki grönn, langt því frá, enda var markmiðið í sjálfu sér aldrei að verða grönn. Markmiðið var og er að verða hraust, geta gert það sem mig langar til og fá að vera til staðar fyrir dætur mínar eins lengi og mögulegt er." ,,Gott útlit er svo bara bónus. Ég sef mikið betur á nóttunni, ég hef miklu meiri orku og lífsgleðin hefur aukist til muna. Í dag er gaman að vera til."Áttu góð ráð til handa fólki sem þráir að létta sig? ,,Ég myndi ráðleggja öðrum að taka lítil skref í einu – setja sér lítil markmið sem hægt er að ná á stuttum tíma því annars er svo freistandi að gefast bara upp. Það þarf að byrja á að breyta mataræðinu og það þarf að hreyfa sig með. Ég hef sett mér mörg markmið og náð þeim flestum og það er svo gaman að fá að upplifa sína eigin sigra. Og það er nokkuð ljóst að ef að ég get gert þetta þá geta þetta allir," segir Aðalheiður að lokum.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira