Lífið

Cameron Diaz byrjuð með tónlistarmanni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Cameron Diaz er byrjuð með tónlistarmanninum Benji Madden samkvæmt heimildum tímaritsins Us Weekly.

Parið er búið að vera saman í nokkrar vikur en mágkona Benjis, Nicole Richie, kynnti þau. Nicole hefur verið kvænt bróður Benji, Joel, síðan í desember árið 2010 og eiga þau dótturina Harlow, sex ára, og soninn Sparrow, fjögurra ára, saman.

Cameron hætti með íþróttamanninum Alex Rodriguez í september árið 2011 en hefur til dæmis átt vingott við tónlistarmanninn Justin Timberlake og leikarann Jared Leto. 

Hvorki talsmaður Benji né Cameron hefur tjáð sig um sambandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.