Lífið

Var nauðgað þegar hún var tólf ára

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Pamela Anderson opnaði sig upp á gátt í teiti vegna stofnunar The Pamela Anderson Foundation á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Pamela ávarpaði gesti og sagðist hafa verið misnotuð kynferðislega í æsku.

"Þó ég ætti ástúðlega foreldra var ég misnotuð kynferðislega frá sex ára aldri af kvenkyns barnfóstru minni," sagði Pamela í ræðunni. Þá var henni nauðgað þegar hún var tólf ára.

"Ég fór heim til kærasta vinkonu minnar og eldri bróðir hans kenndi mér kotru, sem varð að baknuddi sem varð að nauðgun. Hann var 25 ára og ég var tólf ára."

Hún hélt áfram og sagði að síðar í lífinu hefði kærasta sínum "fundist það fyndið að hópnauðga" henni með sex vinum sínum. Þá langaði hana að deyja en ást hennar á dýrum hjálpaði henni að ná bata en samtökin hennar, The Pamela Anderson Foundation, berjast fyrir réttindum dýra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.