Hamilton nánast fullkominn Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. maí 2014 17:45 Lífið leikur við Lewis Hamilton þessa dagana. Vísir/Getty Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes-liðsins í Formúlu 1, hefur byrjað tímabilið alveg frábærlega en eftir að klára ekki fyrstu keppnina í Ástralíu vann hann næstu þrjár í Malasíu, Barein og Kína. „Enginn ökumaður verður heimsmeistari með slöku liði en það sem þú getur gert er að sýna hversu flotta sigra þú getur unnið,“ segir NigelMansell, fyrrverandi heimsmeistari í Formúlu 1, um samlanda sinn, Hamilton. Mercedes-bíllinn er sá langbesti í Formúlu 1 í ár eftir róttækar reglubreytingar og er Hamilton að nýta sér gæði bílsins til hins ítrasta. Hann hefur þrívegis náð ráspól og unnið þrjár keppnir sem fyrr segir. Eftir að verða heimsmeistari árið 2008 hefur Hamilton átt erfitt uppdráttar en hann lítur nú betur út en nokkru sinni fyrr og er sá maður sem aðrir þurfa að sigra ætli þeir að verða meistarar. „Hann er nánast búinn að vera fullkominn. Bara algjörlega frábær. Hann fær fullkomið frelsi til að sleppa fram af sér beislinu. Hann á bara eftir að fá meira sjálfstraust eftir því sem hann vinnur fleiri keppni,“ segir Nigel Mansell. Formúla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes-liðsins í Formúlu 1, hefur byrjað tímabilið alveg frábærlega en eftir að klára ekki fyrstu keppnina í Ástralíu vann hann næstu þrjár í Malasíu, Barein og Kína. „Enginn ökumaður verður heimsmeistari með slöku liði en það sem þú getur gert er að sýna hversu flotta sigra þú getur unnið,“ segir NigelMansell, fyrrverandi heimsmeistari í Formúlu 1, um samlanda sinn, Hamilton. Mercedes-bíllinn er sá langbesti í Formúlu 1 í ár eftir róttækar reglubreytingar og er Hamilton að nýta sér gæði bílsins til hins ítrasta. Hann hefur þrívegis náð ráspól og unnið þrjár keppnir sem fyrr segir. Eftir að verða heimsmeistari árið 2008 hefur Hamilton átt erfitt uppdráttar en hann lítur nú betur út en nokkru sinni fyrr og er sá maður sem aðrir þurfa að sigra ætli þeir að verða meistarar. „Hann er nánast búinn að vera fullkominn. Bara algjörlega frábær. Hann fær fullkomið frelsi til að sleppa fram af sér beislinu. Hann á bara eftir að fá meira sjálfstraust eftir því sem hann vinnur fleiri keppni,“ segir Nigel Mansell.
Formúla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira