Lífið

Hanna Birna hitti Helen Mirren

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Helen Mirren og Hanna Birna á Heathrow-flugvelli.
Helen Mirren og Hanna Birna á Heathrow-flugvelli.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hitti leikkonuna Helen Mirren á Heathrow-flugvelli í dag.

Ráðherra er, líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag, á leið til Aþenu þar sem samstarfsfundur evrópskra samgönguráðherra fer fram á morgun og föstudag. Hún sleppti hins vegar ekki tækifærinu við millilendingu í London til að fá mynd af sér með bresku leikkonunni.

Hanna Birna birti svo myndina á Fésbókarsíðu sinni en færsluna má sjá hér að neðan. Að sögn ráðherrans tók leikkonan vel í beiðni ráðherrans. Mirren er ein af dáðustu leikkonum Breta og fékk meðal annars Óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á Elísabetu Bretadrottningu í myndinni Queen árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.