Hugsa út fyrir kassann og nýta sér reynslu notenda hefur gefið góða raun í forvörnum Eymundur L.Eymundsson skrifar 7. maí 2014 17:01 Forvarnir og fordómar Forvarnir og fordómar eru mér hugleikin málefni og þegar einstaklingar og sérfræðingar fara að skiptast á skoðunum um hvaða forvarnir virka best vil ég gjarnan blanda mér í umræðuna. Forvarnir byrja heima og foreldrar eiga að vera fyrirmynd og styðja börn sín en hvernig er staðið að þessum málum út í samfélaginu? Ég tel mig hafa ágæta reynslu af bæði fordómum og forvörnum þar sem ég er með “meistaragráðu” í félagsfælni, kvíða og þunglyndi sem ég hef glímt við frá því ég var krakki. Ég veit hvað þessi veikindi geta haft mikil áhrif og stjórnað lífinu. Ég veit líka hvað hægt er að gera til að komast úr þessum vítahring og öðlast betra líf. Ég var svo heppinn að taka þátt geðfræðsluteymi Hugarafls í Reykjavík. Geðfræðsluteymið hefur gert samning við Reykjavíkurborg og fer í alla grunn og framhaldsskóla borgarinnar. Meðlimir geðfræðluteymisins eru allir með reynslu af geðsjúkdómum og kallaðir notendur eða fræðarar. Þeir segja frá veikindunum, hvernig þau lýsa sér og hvað hægt er að gera til að ná góðum bata. Einnig greina þau frá því hvaða lausnir sé að finna í nánasta umhverfi nemenda og hvað það sé ávallt mikils virði að láta sig hvort annað varða ef vanlíðan er á ferðinni. Ungmennum er kennt að leita sér hjálpar og að tala um hlutina fyrr en síðar. Oft er gripið inní vanda sem síðar meir hefði getað orðið óbærilegur og því er hér ómetanleg forvörn á ferðinni og að sama skapi er hræðslan við vanlíðan tekin frá ungmennum sem á hlíða. Óhætt er að segja að þessi nálgun virkar mjög vel. Þegar krakkarnir hitta manneskju, augliti til auglitis og heyra hvað sé hægt að gera til að ná bata hefur það orðið mörgum þeirra hvatning til að stíga skrefið og leita sér hjálpar. Margir íþróttamenn hafa verið að koma fram, lýst reynslu sinni af geðröskunum og hvaða áhrif það hefur haft á líf þeirra. Slíkar frásagnir minnka fordóma gefa von og segja okkur að allir geta orðið veikir en að alltaf sé hægt að vinna í lausnum. Fordómar og vanþekking eru því miður enn mikil í samfélaginu, ekki síður hjá fagmönnum en notendum. Það vill enginn vera veikur og því held ég að það sé kominn tími til að samfélagið standi saman.Samfélagið Akureyri er lítið samfélag og hefur mikla möguleika á að vera brautryðjandi og til fyrirmyndar í því að nota sérþekkingu þeirra sem orðið hafa fyrir áföllum í lífinu og náð góðum bata. Ég tel það skyldu bæjarins, óháð flokkspólitík og samfélagsins alls, að opna á þessa umræðu og fylgja eftir með forvörnum og fræðslu í þessu litla samfélagi. Bæjarfélög og sveitarfélög hér í kring ættu að vera partur af þessu samstarfsverkefni. Afhverju leiðast unglingar út í vímuefni? Ýmsar ástæður og þessvegna eru forvarnir og fræðsla mikilvægt afl sem við eigum að nota ef við viljum gera þetta að betra samfélagi. Hér eru samtök eins og Grófin Geðverndarmiðstöð og Aflið sem ætti að vera hægt að virkja í vinnu að forvörnum og einnig þyrftu vímuefna og eineltisforvarnir að fylgja með. Hægt væri að koma á skipulögðu samstarfi og með stuðningi frá bænum gætu notendur sinnt fræðslu í skólum, stofnunum og öðrum stöðum í samfélaginu. Förum að hugsa út fyrir kassann og nýta dýrmæta þekkingu notendanna sjálfra sem eru fagmanneskjur í sínum veikindum sem geta gefið öðrum von og geta hjálpað mörgum að öðlast betra líf. Það eru þrír sem taka sitt eigið líf á mánuði hér á Íslandi og eru að glíma við geðraskanir. Ég veit að ég hefði getað verið einn af þeim. Komum á vitundarvakningu til að búa til betra samfélag fyrir börnin okkar og framtíðina. Hættum að tala og förum að framkvæma til að á Akureyri séu öll lífsins gæði fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Forvarnir og fordómar Forvarnir og fordómar eru mér hugleikin málefni og þegar einstaklingar og sérfræðingar fara að skiptast á skoðunum um hvaða forvarnir virka best vil ég gjarnan blanda mér í umræðuna. Forvarnir byrja heima og foreldrar eiga að vera fyrirmynd og styðja börn sín en hvernig er staðið að þessum málum út í samfélaginu? Ég tel mig hafa ágæta reynslu af bæði fordómum og forvörnum þar sem ég er með “meistaragráðu” í félagsfælni, kvíða og þunglyndi sem ég hef glímt við frá því ég var krakki. Ég veit hvað þessi veikindi geta haft mikil áhrif og stjórnað lífinu. Ég veit líka hvað hægt er að gera til að komast úr þessum vítahring og öðlast betra líf. Ég var svo heppinn að taka þátt geðfræðsluteymi Hugarafls í Reykjavík. Geðfræðsluteymið hefur gert samning við Reykjavíkurborg og fer í alla grunn og framhaldsskóla borgarinnar. Meðlimir geðfræðluteymisins eru allir með reynslu af geðsjúkdómum og kallaðir notendur eða fræðarar. Þeir segja frá veikindunum, hvernig þau lýsa sér og hvað hægt er að gera til að ná góðum bata. Einnig greina þau frá því hvaða lausnir sé að finna í nánasta umhverfi nemenda og hvað það sé ávallt mikils virði að láta sig hvort annað varða ef vanlíðan er á ferðinni. Ungmennum er kennt að leita sér hjálpar og að tala um hlutina fyrr en síðar. Oft er gripið inní vanda sem síðar meir hefði getað orðið óbærilegur og því er hér ómetanleg forvörn á ferðinni og að sama skapi er hræðslan við vanlíðan tekin frá ungmennum sem á hlíða. Óhætt er að segja að þessi nálgun virkar mjög vel. Þegar krakkarnir hitta manneskju, augliti til auglitis og heyra hvað sé hægt að gera til að ná bata hefur það orðið mörgum þeirra hvatning til að stíga skrefið og leita sér hjálpar. Margir íþróttamenn hafa verið að koma fram, lýst reynslu sinni af geðröskunum og hvaða áhrif það hefur haft á líf þeirra. Slíkar frásagnir minnka fordóma gefa von og segja okkur að allir geta orðið veikir en að alltaf sé hægt að vinna í lausnum. Fordómar og vanþekking eru því miður enn mikil í samfélaginu, ekki síður hjá fagmönnum en notendum. Það vill enginn vera veikur og því held ég að það sé kominn tími til að samfélagið standi saman.Samfélagið Akureyri er lítið samfélag og hefur mikla möguleika á að vera brautryðjandi og til fyrirmyndar í því að nota sérþekkingu þeirra sem orðið hafa fyrir áföllum í lífinu og náð góðum bata. Ég tel það skyldu bæjarins, óháð flokkspólitík og samfélagsins alls, að opna á þessa umræðu og fylgja eftir með forvörnum og fræðslu í þessu litla samfélagi. Bæjarfélög og sveitarfélög hér í kring ættu að vera partur af þessu samstarfsverkefni. Afhverju leiðast unglingar út í vímuefni? Ýmsar ástæður og þessvegna eru forvarnir og fræðsla mikilvægt afl sem við eigum að nota ef við viljum gera þetta að betra samfélagi. Hér eru samtök eins og Grófin Geðverndarmiðstöð og Aflið sem ætti að vera hægt að virkja í vinnu að forvörnum og einnig þyrftu vímuefna og eineltisforvarnir að fylgja með. Hægt væri að koma á skipulögðu samstarfi og með stuðningi frá bænum gætu notendur sinnt fræðslu í skólum, stofnunum og öðrum stöðum í samfélaginu. Förum að hugsa út fyrir kassann og nýta dýrmæta þekkingu notendanna sjálfra sem eru fagmanneskjur í sínum veikindum sem geta gefið öðrum von og geta hjálpað mörgum að öðlast betra líf. Það eru þrír sem taka sitt eigið líf á mánuði hér á Íslandi og eru að glíma við geðraskanir. Ég veit að ég hefði getað verið einn af þeim. Komum á vitundarvakningu til að búa til betra samfélag fyrir börnin okkar og framtíðina. Hættum að tala og förum að framkvæma til að á Akureyri séu öll lífsins gæði fyrir alla.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar