Lífið

„Á að færa allt millilandaflug til Reykjavíkur?“

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Skjáskot
„Margir hafa talað um að það væri mjög þægilegt að geta komið beint frá London, lent inn í miðborg og labbað inn í verslun. Fengið sér kaffibolla eftir langt flug,“ segir Jón Gnarr.

Nú hafa nokkrir þættir verið birtir á Youtube af þáttum Jóns Gnarr, Ísland Today. Í þeim hefur hann rætt við Ilm Kristjánsdóttur og Elsu Yeoman, frambjóðendur Bjartrar framtíðar í Reykjavík.

Fyrst fékk Jón þó Björn Blöndal aðstoðarmann sinn, sem skipar nú efsta sæti lista Bjartrar framtíðar, til að gera prufuþátt. En í dag var nýr hluti þess þáttar birtur á Youtube. Í þeim þætti ræða þeir málefni flugvallarins í Vatnsmýrinni og meðal annars hvort færa eigi allt millilandaflug til Reykjavíkur.

„Ef að þú verður borgarstjóri í Reykjavík, munt þú beita þér fyrir því að ferðast um heiminn. Heimsækja borgir víðsvegar um heiminn og kynna þeim kosti þess að vera með flugvelli í miðborginni?“

Þetta er meðal þess sem Jón spyr Björn að og Jón leyfir honum ekki að komast upp með að tala í kringum spurningar sínar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.