Landið á hausnum ef Steingrímur J réði ferðinni Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2014 20:28 Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að landið væri á hausnum ef Steingrímur J. Sigfússon hefi náð sínu fram, en það hitnaði í kolunum þegar þingmenn ræddu brotthvarf útgerðarfélagsins Vísis frá þremur stöðum á landsbyggðinni. Kristján L. Möller sjöundi þingmaður Norðausturkjördæmis spurði forsætisráðherra, sem einnig er fyrsti þingmaður sama kjördæmis á Alþingi í dag, um hvað ríkisstjórnin og hann hyggðust gera vegna þess ástands sem væri að skapast í atvinnumálum á Húsavík og á Djúpavogi vegna brotthvarfs útgerðarfyrirtækisins Vísis frá byggðarlögunum. „Á Djúpavogi stendur þetta þannig að 4.000 tonna afli er að fara úr byggðarlaginu, úr vinnslu í fiskvinnsluhúsinu á þessum stað og fimmtíu manns eru að missa vinnuna,“ sagði Kristján. Svipuð staða væri uppi á Húsavík og á þingeyri og nú boðaði útgerðin stuðning við hreppaflutninga fólks til Grindavíkur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók undir með Kristjáni að staðan væri alvarleg á þessum stöðum og kallaði á sértækar aðgerðir ef ekki tækist að leysa úr málum og hann hefði greint sveitarstjórnarmönnum frá þessu og fylgdist með málum. „En stjórnmálamenn verða hins vegar að gefa sveitarstjórfólki á hverjum stað líka svigrúm til að vinna að lausn mála, í stað þess að skipa fólki að leysa þau á tiltekinn hátt,“ sagði forsætisráðherra. Þegar nokkuð var liðið á fyrirspurnina fauk bæði í forsætisráðherra og nokkra þingmenn. Forsætisráðherra sagði að sem betur fer hefði núverandi stjórn fallið frá áformum fyrri stjórnar um allt að 20 milljarða veiðigjald sem krefðist samþjöppunar hjá útgerðinni. „Þá þyrftu menn ekki að vera að velta fyrir sér stöðunni á tveimur stöðum, heldur stöðunni um allt land. Sem betur fer erum við enn í aðstöðu til þess að bregðast við vandanum á þessum tveimur stöðum vegna þess að kerfið er ennþá til þess fallið að leysa þessa stöðu. Það var komið í veg fyrir allsherjar hrun með því að koma í veg fyrir stefnu síðustu ríkisstjórnar,“ sagði forsætisráðherra undir nokkrum framíköllum úr þingsal. Þegar Sigmundur Davíð var síðan á leið úr ræðustóli í sæti sitt kallaði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna úr sama kjörtæmdi og forsætisráðherra að Sigmundi: „Er þetta það eina sem þú hefur að segja við fólkið á þessum stöðum?“ Forsætisráðherra sagði þá: Þú ætlaðir að setja .... en tókst ekki að klára setningu sína því Steingrímur kallaði að honum: „Haf þú þig austur, farðu austur og hittu fólkið.“ Sem Sigmundur Davíð svarði með kalli úr sæti sínu: „Landið væri á hausnum ef þú hefðir náð þínu fram.“ Af þessu loknu steig Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar í ræðustól. „Já virðulegur forseti, það er ástæða til að byrja á því að óska hæstvirtum forsætisráðherra gleðilegs sumars,“ sagði Helgi. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að landið væri á hausnum ef Steingrímur J. Sigfússon hefi náð sínu fram, en það hitnaði í kolunum þegar þingmenn ræddu brotthvarf útgerðarfélagsins Vísis frá þremur stöðum á landsbyggðinni. Kristján L. Möller sjöundi þingmaður Norðausturkjördæmis spurði forsætisráðherra, sem einnig er fyrsti þingmaður sama kjördæmis á Alþingi í dag, um hvað ríkisstjórnin og hann hyggðust gera vegna þess ástands sem væri að skapast í atvinnumálum á Húsavík og á Djúpavogi vegna brotthvarfs útgerðarfyrirtækisins Vísis frá byggðarlögunum. „Á Djúpavogi stendur þetta þannig að 4.000 tonna afli er að fara úr byggðarlaginu, úr vinnslu í fiskvinnsluhúsinu á þessum stað og fimmtíu manns eru að missa vinnuna,“ sagði Kristján. Svipuð staða væri uppi á Húsavík og á þingeyri og nú boðaði útgerðin stuðning við hreppaflutninga fólks til Grindavíkur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók undir með Kristjáni að staðan væri alvarleg á þessum stöðum og kallaði á sértækar aðgerðir ef ekki tækist að leysa úr málum og hann hefði greint sveitarstjórnarmönnum frá þessu og fylgdist með málum. „En stjórnmálamenn verða hins vegar að gefa sveitarstjórfólki á hverjum stað líka svigrúm til að vinna að lausn mála, í stað þess að skipa fólki að leysa þau á tiltekinn hátt,“ sagði forsætisráðherra. Þegar nokkuð var liðið á fyrirspurnina fauk bæði í forsætisráðherra og nokkra þingmenn. Forsætisráðherra sagði að sem betur fer hefði núverandi stjórn fallið frá áformum fyrri stjórnar um allt að 20 milljarða veiðigjald sem krefðist samþjöppunar hjá útgerðinni. „Þá þyrftu menn ekki að vera að velta fyrir sér stöðunni á tveimur stöðum, heldur stöðunni um allt land. Sem betur fer erum við enn í aðstöðu til þess að bregðast við vandanum á þessum tveimur stöðum vegna þess að kerfið er ennþá til þess fallið að leysa þessa stöðu. Það var komið í veg fyrir allsherjar hrun með því að koma í veg fyrir stefnu síðustu ríkisstjórnar,“ sagði forsætisráðherra undir nokkrum framíköllum úr þingsal. Þegar Sigmundur Davíð var síðan á leið úr ræðustóli í sæti sitt kallaði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna úr sama kjörtæmdi og forsætisráðherra að Sigmundi: „Er þetta það eina sem þú hefur að segja við fólkið á þessum stöðum?“ Forsætisráðherra sagði þá: Þú ætlaðir að setja .... en tókst ekki að klára setningu sína því Steingrímur kallaði að honum: „Haf þú þig austur, farðu austur og hittu fólkið.“ Sem Sigmundur Davíð svarði með kalli úr sæti sínu: „Landið væri á hausnum ef þú hefðir náð þínu fram.“ Af þessu loknu steig Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar í ræðustól. „Já virðulegur forseti, það er ástæða til að byrja á því að óska hæstvirtum forsætisráðherra gleðilegs sumars,“ sagði Helgi.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira