Innlent

Sól í kortunum næstu daga

Vísir/GVA
Spáð er allt að 15 stiga hita á landinu í dag og vætu suðaustanlands. Á morgun sýna kort Veðurstofunnar síðan að heiðskýrt verður á nánast öllu landinu og tveggja stafa hitatölur víðast hvar.

Það má því búast við vatnavöxtum víða um land án þess að reiknað sé með flóðum, því ár eru víða íslausar og því ekki hætta á klakastíflum.

Rennsli í ám í morgun var með eðlilegum hætti miðað við árstíma, samkvæmt mælum Veðurstofunnar, þannig að rennslið fer að líkindum yfir meðallagið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×