Nokkur orð um Passíusálmana Margrét Eggertsdóttir skrifar 22. apríl 2014 12:07 Í ár eru 400 ár liðin frá fæðingu sr. Hallgríms Péturssonar og mjög ánægjulegt að fylgjast með því hvað margir finna sig knúna til að minnast þess með viðeigandi hætti. Efnt er til málþinga, tónleika, sýninga og fleiri viðburða auk þess sem upplestur Passíusálmanna og tónlistarflutningur þeim tengdur er með líflegasta móti bæði í höfuðborginni og úti um allt land. Þegar Passíusálmana ber á góma er oft farið að tala um flámæli sr. Hallgríms. Hér er um ákveðinn misskilning að ræða vegna þess að það að tala um flámæli hjá manni sem uppi var á sautjándu öld er tímaskekkja. Flámæli er hljóðkerfisbreyting sem kom fram á 19. og 20. öld og fólst í því að sérhljóðin i, e, u og ö breyttust í framburði, i og u ,,lækkuðu“ þannig að til dæmis orð eins og „skyr“ og „sker“ féllu næstum saman. Hljóðin e og ö gátu aftur á móti „hækkað“ þannig að „melur“ hljómaði líkt og „mylur“ og „flögur“ sem „flugur“. Skv. rannsókn Björns Guðfinnssonar var flámæli aðallega þekkt á þremur svæðum á landinu; Austfjörðum, Suðvesturlandi og í Húnavatnssýslu. Þetta fyrirbæri er ekki að finna í Passíusálmunum né í máli samtímamanna Hallgríms Péturssonar. Hinu er ekki að neita að sumt í þessum sálmum truflar okkur nútímafólk. Hvað er það og hvernig stendur á því? Það er einkum sú staðreynd að stundum eru orð eða orðhlutar látnir ríma sem okkur finnst engan veginn ríma saman, t.d. sögnin „sé“ við síðasta atkvæðið í „jörðunni“ eða „ske“ við síðasta atkvæðið í „heimili“. Munurinn á þessu fyrirbæri og flámæli er fyrst og fremst sá að þetta snýst um framburð í áhersluléttu lokaatkvæði en sérhljóðabreyting flámælisins átti sér stað í áhersluatkvæðum eins og dæmin hér að ofan sýna. Athyglisvert er að fyrirbærið er talsvert eldra en Hallgrímur Pétursson. Þannig má á óðfræðivefnum Braga finna dæmi um að „hné“ og síðasta atkvæðið í „helvíti“ rími saman í Maríublómi eftir Hall Ögmundarson (1480–1555) og Ólafur Guðmundsson í Sauðanesi (1537–1609) notar nákvæmlega sama rím og Hallgrímur í Einni andlegri vísu um dómsdag, þ.e. „sé“ á móti síðasta atkvæðinu í „jörðunni“. Hið mæta skáld Einar Sigurðsson í Eydölum (1539–1626) sem nú er þekktastur fyrir jólasálminn Nóttin var sú ágæt ein rímar saman „ske“ og „jörðunni“ í guðspjallasálmi á annan sunnudag í aðventu. Fleiri dæmi má auðveldlega finna. Annað atriði sem má nefna er að orð eins og „Guð“ og „nauð“ og „stoð“ skuli látin ríma. Eins og Kristján Árnason bendir á í bók sinni Stíll og bragur. Um form og formgerðir íslenskra texta 2013 virðist hér um að ræða viðtekna venju, eins konar skáldaleyfi. Þótt hljóðkerfislegar forsendur hafi verið aðrar á dögum Hallgríms telur Kristján harla ólíklegt að þessi orð hafi verið hljóðlega svo lík að það hafi gefið tilefni til venjulegs ríms. Kristján fjallar í sömu bók ítarlega um hrynjandi og áherslur í Passíusálmunum. Það er athyglisvert að Hallgrímur lætur áherslu oft falla á orð sem bera litla merkingu, t.d. að hafa höfuðstaf á forsetningunni „í“ í þessum línum: „Út geng ég ætíð síðan / í trausti frelsarans“. Þetta er að öllum líkindum algjörlega meðvitað hjá skáldinu og veldur því að hljómfallið er aldrei vélrænt eða fyrirsegjanlegt heldur skapast við þetta sveigjanleg hrynjandi sem er í ætt við tónlist eins og Atli Ingólfsson hefur fjallað um á snjallan hátt í greininni „Að syngja á íslensku“ sem birtist í Skírni árið 1994. Kristján talar um „fjölröddun Passíusálmanna“ sem lýsi sér m.a. í því að ljóðstafir eiga það til að standa í frekar veikum atkvæðum. Hann segir að Hallgrímur geri „sér leik að því að beita ljóðstöfum þannig að oftar en ekki leyna þeir á sér í lestri sem tekur mið af hrynjandi talsmálsins í samspili við bragformið“ (bls. 418) – og ennfremur: „Hér er úr ‘vöndu’ að ráða fyrir lesarann, en kannski er það einmitt hluti af ‘galdri sálmanna’“ (bls. 379). Atli Ingólfsson tekur í sama streng og segir: „Sé lestur sálmanna undirbúinn af næmi á misgengi hinna ólíku bragradda, sé lesandinn vitandi um bakgrunn og forgrunn rytmans, bragfræðilegt og framburðarlegt gildi orðanna, fæðist tónlistin af sjálfri sér þegar lesið er. Allur tónlistarlegur og tilfinningalegur kraftur sálmanna geislar þá í upplestrinum“ (bls. 433). Um rímið í sálmunum segir Atli að það sé nánast aukaatriði og í myndun hins raunverulega hljóms hafi það lítið að segja við hlið rytmans. Hann segir ennfremur: „Hver sem skilið hefur mikilvægi aðferðarinnar sér að líf sálmanna er ekki þrátt fyrir braginn heldur vegna hans [...] Orðin ein geta að vísu hrært okkur, en fljóti þau á rytma sem er eins og straumkast sálarinnar sjálfrar hrífumst við með ósjálfrátt og án þess að vita hvað veldur“ (bls. 437). Dönskuslettur er annað atriði sem fólk nefnir og er það í fyrsta lagi mjög orðum aukið. Vissulega var íslenska sautjándu aldar mótuð af dönsku og þýsku – á svipaðan hátt og íslenska okkar daga er undir miklum áhrifum frá ensku. Hallgrímur Pétursson gerði sér vel grein fyrir mikilvægi þess að rækta og viðhalda okkar „ágæta og auðuga móðurmáli“ eins og hann orðar það sjálfur og þótt hann noti stöku sinnum orðið „ígen“ fyrir „aftur“ þarf enginn að kippa sér upp við það. Í máli Hallgríms er minna um erlendar slettur en almennt gerðist hjá samtímamönnum hans. Það sem skiptir mestu máli er að enn þá hafa menn ánægju af því að lesa þessa sálma og syngja þá. Það á ekki við um marga texta frá sama tíma. Mikilvægt er að reyna af fremsta megni að skilja þá, njóta þeirra, bæði í hljómi og innihaldi. Það sem sumum kunna að þykja braglýti eru oft meðvitið formbrögð og hluti af „yndisleika hins fædda snillíngs“, sem kemur fram í „myndunum, orðavalinu, áherslunum, hrynjandinni, í því hvernig hann ber túnguna, í því hvernig hann dregur andann …“, eins og Halldór Laxness kemst að orði á einum stað (Vettvángur dagsins 1986, bls. 44).Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í ár eru 400 ár liðin frá fæðingu sr. Hallgríms Péturssonar og mjög ánægjulegt að fylgjast með því hvað margir finna sig knúna til að minnast þess með viðeigandi hætti. Efnt er til málþinga, tónleika, sýninga og fleiri viðburða auk þess sem upplestur Passíusálmanna og tónlistarflutningur þeim tengdur er með líflegasta móti bæði í höfuðborginni og úti um allt land. Þegar Passíusálmana ber á góma er oft farið að tala um flámæli sr. Hallgríms. Hér er um ákveðinn misskilning að ræða vegna þess að það að tala um flámæli hjá manni sem uppi var á sautjándu öld er tímaskekkja. Flámæli er hljóðkerfisbreyting sem kom fram á 19. og 20. öld og fólst í því að sérhljóðin i, e, u og ö breyttust í framburði, i og u ,,lækkuðu“ þannig að til dæmis orð eins og „skyr“ og „sker“ féllu næstum saman. Hljóðin e og ö gátu aftur á móti „hækkað“ þannig að „melur“ hljómaði líkt og „mylur“ og „flögur“ sem „flugur“. Skv. rannsókn Björns Guðfinnssonar var flámæli aðallega þekkt á þremur svæðum á landinu; Austfjörðum, Suðvesturlandi og í Húnavatnssýslu. Þetta fyrirbæri er ekki að finna í Passíusálmunum né í máli samtímamanna Hallgríms Péturssonar. Hinu er ekki að neita að sumt í þessum sálmum truflar okkur nútímafólk. Hvað er það og hvernig stendur á því? Það er einkum sú staðreynd að stundum eru orð eða orðhlutar látnir ríma sem okkur finnst engan veginn ríma saman, t.d. sögnin „sé“ við síðasta atkvæðið í „jörðunni“ eða „ske“ við síðasta atkvæðið í „heimili“. Munurinn á þessu fyrirbæri og flámæli er fyrst og fremst sá að þetta snýst um framburð í áhersluléttu lokaatkvæði en sérhljóðabreyting flámælisins átti sér stað í áhersluatkvæðum eins og dæmin hér að ofan sýna. Athyglisvert er að fyrirbærið er talsvert eldra en Hallgrímur Pétursson. Þannig má á óðfræðivefnum Braga finna dæmi um að „hné“ og síðasta atkvæðið í „helvíti“ rími saman í Maríublómi eftir Hall Ögmundarson (1480–1555) og Ólafur Guðmundsson í Sauðanesi (1537–1609) notar nákvæmlega sama rím og Hallgrímur í Einni andlegri vísu um dómsdag, þ.e. „sé“ á móti síðasta atkvæðinu í „jörðunni“. Hið mæta skáld Einar Sigurðsson í Eydölum (1539–1626) sem nú er þekktastur fyrir jólasálminn Nóttin var sú ágæt ein rímar saman „ske“ og „jörðunni“ í guðspjallasálmi á annan sunnudag í aðventu. Fleiri dæmi má auðveldlega finna. Annað atriði sem má nefna er að orð eins og „Guð“ og „nauð“ og „stoð“ skuli látin ríma. Eins og Kristján Árnason bendir á í bók sinni Stíll og bragur. Um form og formgerðir íslenskra texta 2013 virðist hér um að ræða viðtekna venju, eins konar skáldaleyfi. Þótt hljóðkerfislegar forsendur hafi verið aðrar á dögum Hallgríms telur Kristján harla ólíklegt að þessi orð hafi verið hljóðlega svo lík að það hafi gefið tilefni til venjulegs ríms. Kristján fjallar í sömu bók ítarlega um hrynjandi og áherslur í Passíusálmunum. Það er athyglisvert að Hallgrímur lætur áherslu oft falla á orð sem bera litla merkingu, t.d. að hafa höfuðstaf á forsetningunni „í“ í þessum línum: „Út geng ég ætíð síðan / í trausti frelsarans“. Þetta er að öllum líkindum algjörlega meðvitað hjá skáldinu og veldur því að hljómfallið er aldrei vélrænt eða fyrirsegjanlegt heldur skapast við þetta sveigjanleg hrynjandi sem er í ætt við tónlist eins og Atli Ingólfsson hefur fjallað um á snjallan hátt í greininni „Að syngja á íslensku“ sem birtist í Skírni árið 1994. Kristján talar um „fjölröddun Passíusálmanna“ sem lýsi sér m.a. í því að ljóðstafir eiga það til að standa í frekar veikum atkvæðum. Hann segir að Hallgrímur geri „sér leik að því að beita ljóðstöfum þannig að oftar en ekki leyna þeir á sér í lestri sem tekur mið af hrynjandi talsmálsins í samspili við bragformið“ (bls. 418) – og ennfremur: „Hér er úr ‘vöndu’ að ráða fyrir lesarann, en kannski er það einmitt hluti af ‘galdri sálmanna’“ (bls. 379). Atli Ingólfsson tekur í sama streng og segir: „Sé lestur sálmanna undirbúinn af næmi á misgengi hinna ólíku bragradda, sé lesandinn vitandi um bakgrunn og forgrunn rytmans, bragfræðilegt og framburðarlegt gildi orðanna, fæðist tónlistin af sjálfri sér þegar lesið er. Allur tónlistarlegur og tilfinningalegur kraftur sálmanna geislar þá í upplestrinum“ (bls. 433). Um rímið í sálmunum segir Atli að það sé nánast aukaatriði og í myndun hins raunverulega hljóms hafi það lítið að segja við hlið rytmans. Hann segir ennfremur: „Hver sem skilið hefur mikilvægi aðferðarinnar sér að líf sálmanna er ekki þrátt fyrir braginn heldur vegna hans [...] Orðin ein geta að vísu hrært okkur, en fljóti þau á rytma sem er eins og straumkast sálarinnar sjálfrar hrífumst við með ósjálfrátt og án þess að vita hvað veldur“ (bls. 437). Dönskuslettur er annað atriði sem fólk nefnir og er það í fyrsta lagi mjög orðum aukið. Vissulega var íslenska sautjándu aldar mótuð af dönsku og þýsku – á svipaðan hátt og íslenska okkar daga er undir miklum áhrifum frá ensku. Hallgrímur Pétursson gerði sér vel grein fyrir mikilvægi þess að rækta og viðhalda okkar „ágæta og auðuga móðurmáli“ eins og hann orðar það sjálfur og þótt hann noti stöku sinnum orðið „ígen“ fyrir „aftur“ þarf enginn að kippa sér upp við það. Í máli Hallgríms er minna um erlendar slettur en almennt gerðist hjá samtímamönnum hans. Það sem skiptir mestu máli er að enn þá hafa menn ánægju af því að lesa þessa sálma og syngja þá. Það á ekki við um marga texta frá sama tíma. Mikilvægt er að reyna af fremsta megni að skilja þá, njóta þeirra, bæði í hljómi og innihaldi. Það sem sumum kunna að þykja braglýti eru oft meðvitið formbrögð og hluti af „yndisleika hins fædda snillíngs“, sem kemur fram í „myndunum, orðavalinu, áherslunum, hrynjandinni, í því hvernig hann ber túnguna, í því hvernig hann dregur andann …“, eins og Halldór Laxness kemst að orði á einum stað (Vettvángur dagsins 1986, bls. 44).Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun