Verður endurkoma Tiger Woods á Opna breska meistaramótinu? AO skrifar 28. apríl 2014 11:43 Samkvæmt fréttum The Golf Channel þá mun Tiger Woods ekki byrja spila keppnisgolf fyrr en í júlí. Eins og golfáhugafólk veit þá fór Tiger í skurðaðgerð vegna bakmeiðsla sem hafði verið að plaga hann í marga mánuði. Þessi meiðsli urðu til þess að hann missti af Masters-mótinu í fyrsta skipti frá því að hann varð atvinnukylfingur. The Golf Channel segir frá því að fyrsta mót Tiger verði Opna breska meistaramótið sem fram fer á Royal Liverpool golfvellinum dagana 17-20 júlí í sumar. Samkvæmt yfirlýsingu frá Mark Steinberg, umboðsmanni Tigers, þá heppnaðist aðgerðin á baki hans mjög vel og án allra aukaverkana. Tiger hefur þegar aðeins verið að æfa sig að vippa og pútta. Mark Steinberger sagði: „Ég veit ekki nákvæma tímasetningu á því hvenær hann byrjar að keppa í golfi aftur. En ég reikna með að það verði í sumar. Ég veit að það er mjög víður tímarammi en eftir því sem vikurnar líða þá vitum við betur hvenær hann byrjar aftur. Í dag er aðeins of snemmt að segja til um nákvæma dagsetningu.“ Tiger vann Opna breska meistaramótið síðast þegar leikið var á Royal Liverpool árið 2006. Það var þriðji sigur hans á Opna breska meistaramótið og síðasta skiptið af þeim þremur. Vísir og iGolf.is hafa tekið höndum saman í umfjöllum um Golf. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. Golf Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Sjá meira
Samkvæmt fréttum The Golf Channel þá mun Tiger Woods ekki byrja spila keppnisgolf fyrr en í júlí. Eins og golfáhugafólk veit þá fór Tiger í skurðaðgerð vegna bakmeiðsla sem hafði verið að plaga hann í marga mánuði. Þessi meiðsli urðu til þess að hann missti af Masters-mótinu í fyrsta skipti frá því að hann varð atvinnukylfingur. The Golf Channel segir frá því að fyrsta mót Tiger verði Opna breska meistaramótið sem fram fer á Royal Liverpool golfvellinum dagana 17-20 júlí í sumar. Samkvæmt yfirlýsingu frá Mark Steinberg, umboðsmanni Tigers, þá heppnaðist aðgerðin á baki hans mjög vel og án allra aukaverkana. Tiger hefur þegar aðeins verið að æfa sig að vippa og pútta. Mark Steinberger sagði: „Ég veit ekki nákvæma tímasetningu á því hvenær hann byrjar að keppa í golfi aftur. En ég reikna með að það verði í sumar. Ég veit að það er mjög víður tímarammi en eftir því sem vikurnar líða þá vitum við betur hvenær hann byrjar aftur. Í dag er aðeins of snemmt að segja til um nákvæma dagsetningu.“ Tiger vann Opna breska meistaramótið síðast þegar leikið var á Royal Liverpool árið 2006. Það var þriðji sigur hans á Opna breska meistaramótið og síðasta skiptið af þeim þremur. Vísir og iGolf.is hafa tekið höndum saman í umfjöllum um Golf. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
Golf Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Sjá meira