Skiptastjóri Samsonar: Eðlilegt að skipta eignum í krónur Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. apríl 2014 18:53 Skiptastjóri eins stærsta þrotabús Íslandssögunnar, þrotabús Samsonar, telur að engin lagaákvæði standi því í vegi að skipta erlendum eignum þrotabúa föllnu bankanna í krónur og greiða út kröfur þeirra í íslenskum krónum. Samson var eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga sem hélt á hlut þeirra í Landsbankanum. Gjaldþrot þess eftir hrunið var eitt stærsta gjaldþrot félags hér á landi og kröfurnar numu áttatíu milljörðum króna. Þýski bankinn Commerzbank og suðurafríski bankinn Standard áttu kröfur samtals upp á 52 milljarða króna. Skiptastjóri Samsonar, Helgi Birgisson, tók þá ákvörðun að skipta erlendum eignum þrotabúsins, sem var m.a. reiðufé í erlendum gjaldmiðlum, í íslenskar krónur og greiddi hann kröfurnar út í þeirri mynt. Heiðar Guðjónsson, fjárfestir, er einn þeirra sem telur að leysa megi endurgreiðsluvanda þjóðarbúsins með skiptingu erlendra eigna föllnu bankanna í krónur. Hann lýsti þessu í Klinkinu á dögunum en sá kafli viðtalsins sem fjallar um þetta hefst á mínútu 22:00. Heiðar fjallaði líka um þetta í umtalaðri grein í Fréttablaðinu á sínum tíma. Reyndar gæti skapast annað vandamál samhliða þessu, þ.e. mikil eign kvikra krónueigna útlendinga hér á landi, sem erfitt er að sjá fyrir sér hvernig ætti að leysa. Í lögum um fjármálafyrirtæki (103. gr. a) kemur fram að slitastjórn sé skylt að fara til héraðsdóms og óska eftir gjaldþrotaskiptum ef nauðasamningar takast ekki. Hins vegar hafa aldrei verið greidd atkvæði um nauðasamninga Kaupþings og Glitnis því engin undanþága hefur fengist frá gjaldeyrishöftum. Fjármálaráðherra hefur haft til skoðunar að setja slitum bankanna tímamörk með lögum. Ekkert frumvarp hefur hins vegar verið unnið. Þarf ekki að fara að fyrirmælum kröfuhafa Helgi Birgisson segir í skriflegu svari að skiptastjóri fari með forræði þrotabús og geti í valdi þess tekið ákvörðun um að skipta erlendum eignum í krónur. Hann þurfi ekki að fara að fyrirmælum kröfuhafa um annað ef hann telur þau ekki í þágu hagsmuna búsins. Undanfarandi slitameðferð fjármálafyrirtækis breyti engu þar um. Spurningar Stöðvar 2 og svör Helga Birgissonar fara hér eftir:Telur þú að hægt sé að skipta út erlendum eignum þrotabús í krónur ef kröfuhafarnir, eigendur búsins, eru því mótfallnir? „Skiptastjóri fer með forræði þrotabús og getur í valdi þess tekið ákvörðun um skipta erlendum eignum í krónur og þarf ekki að fara að fyrirmælum kröfuhafa um annað ef hann telur þau ekki í þágu hagsmuna búsins. Vissulega getur sú staða komið upp að kröfuhafar óski eftir skiptafundi og þar sé samþykkt ákvörðun um að skipta ekki út erlendum eignum fyrir íslenskar kr. Skiptastjóri er ekki bundinn af ákvörðun skiptafundar nema allir fundarmenn hafa verið á einu máli, en hann myndi væntanlega fara eftir meirihlutaákvörðun hann taldi hana ekki fara í bága við í þágu hagsmuni búsins eða einstakra kröfuhafa. En þetta atriði lítur að varðveislu eignanna þar til kemur að úthlutun. Að kröfuhafar geti síðan krafist þess við úthlutun að fá greitt í erlendum eignum, t.d. erlendum gjaldmiðlum, tel ég ekki vera. Í 3. mgr. 99. gr. gjaldþrotalaga segir að kröfur á hendur þrotabúinu í erlendum gjaldmiðli skuli færa í íslenskar krónur samkvæmt skráðu sölugengi á þeim degi sem úrskurður gekk um gjaldþrotaskipti. Með því er búið að umbreyta kröfum þeirra í íslenskar krónur. Ákvæði gjaldþrotaskiptalaga um úthlutun við skiptalok grundvallast á því að öllum eignum hafi þá verið komið í verð (væntanlega í íslenskum krónum) og síðan ber að greiða hlutafallslega út til kröfuhafa. Ég lít svo á að það eigi að gera í íslendum krónum, sem er okkar gjaldmiðill, enda búið að breyta erlendum kröfum í krónur.“Telur þú að þetta sé hægt við gjaldþrotameðferð fjármálafyrirtækis sem hefur verið í slitameðferð í einhvern tíma þar á undan? „Já ég tel það. Undanfarandi slitameðferð breytir engu um framangreind meginsjónamið gjaldþrotalaga að umbreyta beri erlendum kröfum í krónur, og um greiðslur þeirra við lok gjaldþrotaskipta.“Hvaða réttarúrræði hefðu kröfuhafar í slíkum tilvikum, annað en að krefjast þess fyrir héraðsdómi bréflega að skiptastjóri víki? Mjög þröngar heimildir eru til að víkja skiptastjóra. „Ef kröfuhafi telur skiptastjóra taka ákvörðun eða gera ráðstöfun sem hann telur ólögmæta. T.d. skiptastjóri ákveður að fara gegn samþykkt skiptafundar um að greiða erlendum kröfuhöfum með erlendum eignum, þ.e erlendum gjaldmiðli, þá gæti kröfuhafinn væntanlega krafist þess að skiptastjóri vísaði ágreiningum til úrlausnar héraðsdóms eftir 171. gr. gjaldþrotalaga.” Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Skiptastjóri eins stærsta þrotabús Íslandssögunnar, þrotabús Samsonar, telur að engin lagaákvæði standi því í vegi að skipta erlendum eignum þrotabúa föllnu bankanna í krónur og greiða út kröfur þeirra í íslenskum krónum. Samson var eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga sem hélt á hlut þeirra í Landsbankanum. Gjaldþrot þess eftir hrunið var eitt stærsta gjaldþrot félags hér á landi og kröfurnar numu áttatíu milljörðum króna. Þýski bankinn Commerzbank og suðurafríski bankinn Standard áttu kröfur samtals upp á 52 milljarða króna. Skiptastjóri Samsonar, Helgi Birgisson, tók þá ákvörðun að skipta erlendum eignum þrotabúsins, sem var m.a. reiðufé í erlendum gjaldmiðlum, í íslenskar krónur og greiddi hann kröfurnar út í þeirri mynt. Heiðar Guðjónsson, fjárfestir, er einn þeirra sem telur að leysa megi endurgreiðsluvanda þjóðarbúsins með skiptingu erlendra eigna föllnu bankanna í krónur. Hann lýsti þessu í Klinkinu á dögunum en sá kafli viðtalsins sem fjallar um þetta hefst á mínútu 22:00. Heiðar fjallaði líka um þetta í umtalaðri grein í Fréttablaðinu á sínum tíma. Reyndar gæti skapast annað vandamál samhliða þessu, þ.e. mikil eign kvikra krónueigna útlendinga hér á landi, sem erfitt er að sjá fyrir sér hvernig ætti að leysa. Í lögum um fjármálafyrirtæki (103. gr. a) kemur fram að slitastjórn sé skylt að fara til héraðsdóms og óska eftir gjaldþrotaskiptum ef nauðasamningar takast ekki. Hins vegar hafa aldrei verið greidd atkvæði um nauðasamninga Kaupþings og Glitnis því engin undanþága hefur fengist frá gjaldeyrishöftum. Fjármálaráðherra hefur haft til skoðunar að setja slitum bankanna tímamörk með lögum. Ekkert frumvarp hefur hins vegar verið unnið. Þarf ekki að fara að fyrirmælum kröfuhafa Helgi Birgisson segir í skriflegu svari að skiptastjóri fari með forræði þrotabús og geti í valdi þess tekið ákvörðun um að skipta erlendum eignum í krónur. Hann þurfi ekki að fara að fyrirmælum kröfuhafa um annað ef hann telur þau ekki í þágu hagsmuna búsins. Undanfarandi slitameðferð fjármálafyrirtækis breyti engu þar um. Spurningar Stöðvar 2 og svör Helga Birgissonar fara hér eftir:Telur þú að hægt sé að skipta út erlendum eignum þrotabús í krónur ef kröfuhafarnir, eigendur búsins, eru því mótfallnir? „Skiptastjóri fer með forræði þrotabús og getur í valdi þess tekið ákvörðun um skipta erlendum eignum í krónur og þarf ekki að fara að fyrirmælum kröfuhafa um annað ef hann telur þau ekki í þágu hagsmuna búsins. Vissulega getur sú staða komið upp að kröfuhafar óski eftir skiptafundi og þar sé samþykkt ákvörðun um að skipta ekki út erlendum eignum fyrir íslenskar kr. Skiptastjóri er ekki bundinn af ákvörðun skiptafundar nema allir fundarmenn hafa verið á einu máli, en hann myndi væntanlega fara eftir meirihlutaákvörðun hann taldi hana ekki fara í bága við í þágu hagsmuni búsins eða einstakra kröfuhafa. En þetta atriði lítur að varðveislu eignanna þar til kemur að úthlutun. Að kröfuhafar geti síðan krafist þess við úthlutun að fá greitt í erlendum eignum, t.d. erlendum gjaldmiðlum, tel ég ekki vera. Í 3. mgr. 99. gr. gjaldþrotalaga segir að kröfur á hendur þrotabúinu í erlendum gjaldmiðli skuli færa í íslenskar krónur samkvæmt skráðu sölugengi á þeim degi sem úrskurður gekk um gjaldþrotaskipti. Með því er búið að umbreyta kröfum þeirra í íslenskar krónur. Ákvæði gjaldþrotaskiptalaga um úthlutun við skiptalok grundvallast á því að öllum eignum hafi þá verið komið í verð (væntanlega í íslenskum krónum) og síðan ber að greiða hlutafallslega út til kröfuhafa. Ég lít svo á að það eigi að gera í íslendum krónum, sem er okkar gjaldmiðill, enda búið að breyta erlendum kröfum í krónur.“Telur þú að þetta sé hægt við gjaldþrotameðferð fjármálafyrirtækis sem hefur verið í slitameðferð í einhvern tíma þar á undan? „Já ég tel það. Undanfarandi slitameðferð breytir engu um framangreind meginsjónamið gjaldþrotalaga að umbreyta beri erlendum kröfum í krónur, og um greiðslur þeirra við lok gjaldþrotaskipta.“Hvaða réttarúrræði hefðu kröfuhafar í slíkum tilvikum, annað en að krefjast þess fyrir héraðsdómi bréflega að skiptastjóri víki? Mjög þröngar heimildir eru til að víkja skiptastjóra. „Ef kröfuhafi telur skiptastjóra taka ákvörðun eða gera ráðstöfun sem hann telur ólögmæta. T.d. skiptastjóri ákveður að fara gegn samþykkt skiptafundar um að greiða erlendum kröfuhöfum með erlendum eignum, þ.e erlendum gjaldmiðli, þá gæti kröfuhafinn væntanlega krafist þess að skiptastjóri vísaði ágreiningum til úrlausnar héraðsdóms eftir 171. gr. gjaldþrotalaga.”
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun