Hvers vegna má ég ekki ganga í sérskóla? Ásta Kristrún Ólafsdóttir skrifar 4. apríl 2014 10:07 Ég bar upp þessa spurningu í grein fyrir fjórum árum en efnisleg svör hafa enn ekki fengist en þónokkuð af froðusnakki, útúrsnúningum og bulli. Hér eru nokkur dæmi. 1. Hvers vegna má ég ekki ganga í sérskóla fyrir börn sem eru með þroskahömlun eins og ég? Vegna þess að það má ekki aðgreina fólk á grundvelli greindar eða vitsmuna. 2. Hvers vegna má Svana vinkona mín ganga í sérskólann en ekki ég? Vegna þess að Svana er með greindarvísitölu 49 en þú ert með greindarvísitölu 50. 3. Varstu ekki að segja að það mætti ekki mismuna fólki á grundvelli greindar? Uh.. foreldrar Svönu völdu að senda hana í sérskólann. 4. Af hverju mega foreldrar Svönu velja skóla en ekki mínir foreldrar? Af því þú ert með hærri greindarvísitölu en Svana. 5. Það stendur í lögum að foreldrar geti valið sérdeild eða sérskóla fyrir börn sín ef þau þrífast ekki í almenna skólanum. Já, en í framkvæmd eru það foreldrar SUMRA barna sem ekki þrífast, sem mega velja. 6. Það er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Uuum. Það eru mannréttindi þín að ganga í þinn hverfisskóla. 7. Eru það mannréttindi að pína börn til að vera þar sem þeim líður illa? Þér á ekki að líða illa í skólanum. Getur þú ekki bara hætt því? 8. Mér líður illa í skólanum mínum vegna þess að ég get ekki það sama og hinir nemendurnir, skil ekki það sem þau skilja og get ekki lært það sem þau læra. Ég er ein, aðgreind, öðruvísi og vanmáttug. Krakkarnir eru flestir góðir við mig, sumir stríða mér og hlægja að mér en flestir láta mig í friði. Mig langar að vera með jafningjum mínum í skóla þar sem ég get eignast vini. Alvöru vini. Já en við eigum að fagna margbreytileikanum! Sumir eru svartir eða brúnir. Sumir eru innflytjendur og sumir eru haltir eða með gleraugu eða í hjólastól. 9. Ertu að djóka í mér? Eða heldur þú að svartir innflytjendur í hjólastól eða með gleraugu séu allir þroskahamlaðir? Þeir sem hafa óskerta greind geta lært og skilið, spjallað og eignast vini á jafningjagrunni. Líka þeir sem eru brúnir og í hjólastól. U ....... Skóli án aðgreiningar er stefna. 10. Ha? Við erum bundin af alþjóða samþykktum um að ekki megi mismuna fólki og að allir eigi rétt á námi og kennslu við hæfi. 11. Má ég þá ganga í sérskóla eins og Svana og fá nám og kennslu við hæfi? Nei. 12. Hvers vegna ekki? Vegna þess að þú átt rétt á að ganga í almennan skóla. Elskan mín, þú hefur ekkert val.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég bar upp þessa spurningu í grein fyrir fjórum árum en efnisleg svör hafa enn ekki fengist en þónokkuð af froðusnakki, útúrsnúningum og bulli. Hér eru nokkur dæmi. 1. Hvers vegna má ég ekki ganga í sérskóla fyrir börn sem eru með þroskahömlun eins og ég? Vegna þess að það má ekki aðgreina fólk á grundvelli greindar eða vitsmuna. 2. Hvers vegna má Svana vinkona mín ganga í sérskólann en ekki ég? Vegna þess að Svana er með greindarvísitölu 49 en þú ert með greindarvísitölu 50. 3. Varstu ekki að segja að það mætti ekki mismuna fólki á grundvelli greindar? Uh.. foreldrar Svönu völdu að senda hana í sérskólann. 4. Af hverju mega foreldrar Svönu velja skóla en ekki mínir foreldrar? Af því þú ert með hærri greindarvísitölu en Svana. 5. Það stendur í lögum að foreldrar geti valið sérdeild eða sérskóla fyrir börn sín ef þau þrífast ekki í almenna skólanum. Já, en í framkvæmd eru það foreldrar SUMRA barna sem ekki þrífast, sem mega velja. 6. Það er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Uuum. Það eru mannréttindi þín að ganga í þinn hverfisskóla. 7. Eru það mannréttindi að pína börn til að vera þar sem þeim líður illa? Þér á ekki að líða illa í skólanum. Getur þú ekki bara hætt því? 8. Mér líður illa í skólanum mínum vegna þess að ég get ekki það sama og hinir nemendurnir, skil ekki það sem þau skilja og get ekki lært það sem þau læra. Ég er ein, aðgreind, öðruvísi og vanmáttug. Krakkarnir eru flestir góðir við mig, sumir stríða mér og hlægja að mér en flestir láta mig í friði. Mig langar að vera með jafningjum mínum í skóla þar sem ég get eignast vini. Alvöru vini. Já en við eigum að fagna margbreytileikanum! Sumir eru svartir eða brúnir. Sumir eru innflytjendur og sumir eru haltir eða með gleraugu eða í hjólastól. 9. Ertu að djóka í mér? Eða heldur þú að svartir innflytjendur í hjólastól eða með gleraugu séu allir þroskahamlaðir? Þeir sem hafa óskerta greind geta lært og skilið, spjallað og eignast vini á jafningjagrunni. Líka þeir sem eru brúnir og í hjólastól. U ....... Skóli án aðgreiningar er stefna. 10. Ha? Við erum bundin af alþjóða samþykktum um að ekki megi mismuna fólki og að allir eigi rétt á námi og kennslu við hæfi. 11. Má ég þá ganga í sérskóla eins og Svana og fá nám og kennslu við hæfi? Nei. 12. Hvers vegna ekki? Vegna þess að þú átt rétt á að ganga í almennan skóla. Elskan mín, þú hefur ekkert val.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun