Formúla 1

Lewis Hamilton vann í Bahrain

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Hamilton fagnar eftir spennandi kappakstur.
Hamilton fagnar eftir spennandi kappakstur. Vísir/Getty
Lewis Hamilton á Mercedes bar sigur úr býtum í Formúlu 1 mótinu sem fór fram í Barein í dag eftir harða samkeppni við liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. Sergio Perez á Force India þriðji.

Keppnin var skemmtileg og spennandi til loka. Öryggisbíll sem kom út undir lokin þétti hópinn síðustu tíu hringina. Hann gerði það einnig að verkum að ökumenn þurftu ekki að spara eldsneyti á lokahringjunum.

„Ég nýt þess ekki að vera annar á eftir Lewis, en þetta var mest spenanndi keppni sem ég hef tekið þátt í á ferlinum. Ég mun koma aftur og vinna í Kína,“ sagði Rosberg á verðlaunapallinum.

„Þetta er aðeins mín þriðja keppni með liðinu og að komast á pall er mjög sérstakt fyrir mig,“ sagði Perez sem hafði betur í baráttunni við Daniel Ricciardo um þriðja sætið.

Massa á milli Mercedes bílanna í ræsingunni.Vísir/Getty
Adrian Sutil var færður aftur um 5 sæti á ráslínu fyrir að trufla Romain Grosjean í timatökunni og ræsti því aftastur.

Sebastian Vettel og Adrian Sutil tóku aðra stefnu hvað varðaði dekkjaval en aðrir. Þeir hófu keppni á harðari dekkjagerðinni sem er hægari gerðin. Líklega voru þeir að vonast eftir öryggisbíl snemma í keppninni. Öryggisbíllinn hafði þó einungis komið einu sinni við sögu í níu keppnum í Bahrain fyrir þessa.

Hamilton náði forystunni í fyrstu beygju.

Það sprakk dekk á fyrsta hring hjá Jean-Eric Vergne, Pastor Maldonado keyrði á hann. Maldonado var rétt að byrja.

Felipe Massa átti bestu ræsinguna,hann vann upp 4 sæti. Kevin Magnussen keyrði aftur á Kimi Raikkonen en það hafði engar afleiðingar.

Adrian Sutil hætti keppni á 20. hring. Hann hafði þá haltrað á þjónustusvæðið með sprungið dekk eftir að hafa lent í samstuði við Jules Bianchi sem tók þjónustuhlé til að skipta um sprungið dekk á sínum bíl. Bianchi fékk refsingu og þurfti að aka í gegnum þjónustusvæði vegna atviksins.

Vettel var sagt að hleypa Daniel Ricciardo frammúr á hring 15 sem, hann gerði án þess að mótmæla.

Gutierrez á hvolfi eftir árekstur við Maldonado.Vísir/AFP
Marcus Ericsson datt út á hring 36 með bilaðan bíl.

Esteben Gutierrez valt þegar Maldonado lenti í hliðinni á honum við beygju 1. á hring 41. Gutierrez slapp án mikilla meiðsla. Þetta leiddi til þess að öryggisbíllinn kom út. Maldonado þurfti að stoppa 10 sekúndur á þjónustusvæðinu í refsiskyni.

Kevin Magnussen hætti á hring 42 vegna bilunar í kúplingu. Eftir slakan árangur í keppninni. Hann var í þrettánda sæti þegar hann hætti.

Lokaspretturinn var æsispennandi því öryggisbíllinn eyddi bilinu frá Hamilton aftur að Rosberg. Hamilton kom á þjónustusvæðið og þurfti að fá harðari dekkin undir. Rosberg hafði þegar notað harðari dekkinn. Rosberg var því rétt á eftir liðsfélaga sínum þegar öryggisbíllinn fór inn á hring 47 með betri dekk.

Báðir Mercedes ökumennirnir fengu sömu skilaboðin frá Paddy Lowe tæknistjóra Mercedes „verið vissir um að koma báðum bílinum til loka,“ sem voru varúðarskilaboð. Þeir máttu ekki taka neina áhættu.

Mercedes menn börðust af hörku innbyrðis. En Hamilton hélt fyrsta sæti þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir Rosberg.

Jenson Button hætti keppni á hring 55 í Formúlu 1 keppni númer 250 á ferlinum.

Perez í keppninni í dag.Vísir/Getty
Niðurstaða keppninnar í Bahrain:

1. Lewis Hamilton - Mercedes - 25 stig

2. Nico Rosberg - Mercedes - 18 stig

3. Sergio Perez - Force India - 15 stig

4. Daniel Ricciardo - Red Bull - 12 stig

5. Nico Hulkenberg - Force India - 10 stig

6. Sebastian Vettel - Red Bull - 8 stig

7. Felipe Massa - Williams - 6 stig

8. Valtteri Bottas - Williams - 4 stig

9. Fernando Alonso - Ferrari - 2 stig

10. Kimi Raikkonen - Ferrari - 1 stig

11. Daniil Kvyat - Toro Rosso

12. Romain Grosjean - Lotus

13. Max Chilton - Marussia

14. Pastor Maldonado - Lotus

15. Kamui Kobayashi - Caterham

16. Jules Bianchi - Marussia

Adrian Sutil, Sauber - kláraði ekki

Jenson Button - McLaren - kláraði ekki

Kevin Magnussen - McLaren - kláraði ekki

Esteban Gutierrez - Sauber - kláraði ekki

Marcus Ericsson - Caterham - kláraði ekki

Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - kláraði ekki




Tengdar fréttir

Mercedes-menn fljótastir í Barein

Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og Nico Rosberg voru fljótastir á báðum æfingum dagsins í Barein í dag. Þriðji varð Fernando Alonso á Ferrari.

Nico Rosberg á ráspól

Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól og liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar. Daniel Ricciardo varð þriðji. Valtteri Bottas varð fjórði. Bottas mun þó ræsa þriðji í keppninni í Bahrain á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×